Vikan - 17.09.1987, Síða 12
SKELFING Á SKURÐSTOFUNNI
Komið hefur í ljós að sjúklingar upplifa
óttann á breytilegum tíma og á ýmsan hátt.
Á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum var gerð
könnun meðal tíu þúsund sjúklinga sem
höfðu gengist undir meiri háttar aðgerðir
og þeir spurðir hvort og hvenær þeir hefðu
fundið fyrir ótta meðan á sjúkrahúsdvöl-
inni stóð. Meirihluti sjúklinganna varð fyrst
var við kvíða og spennu þegar honum var
tilkynnt að uppskurðurinn væri óhjá-
kvæmilegur. Hræðslan magnaðist jafnt og
þétt og náði hámarki kvöldið fyrir upp-
skurðinn. Að lokinni aðgerð dró úr óttan-
um fyrstu tvo til þrjá dagana en svo ágerðist
hann á nýjan leik og náði aftur hámarki
er líða tók að heimferð.
Þónokkrir fylltust mestri hræðslu þegar
þeir voru lagðir inn, þessi ótti dvínaði fram
að uppskurði en magnaðist að honum lokn-
um og náði hámarki stuttu fyrir útskrift.
Loks voru nokkrir sem fundu ekki fyrir
ótta fyrr en sjálfan skurðardaginn en þá
greip þá ofsahræðsla. Þessi öfgakenndu
viðbrögð töfðu gang mála því það var erf-
itt að gefa mönnum í þessu ástandi lyf og
svæfa þá. Hræðslan meðal þessara sjúklinga
dvínaði þó fljótt og var að mestu horfin
þegar þeir héldu heim á leið.
Það er margt sem veldur skelfingu. Flest-
ir hræðast deyfilyfín sem eru notuð við
svæfinguna. Margir óttast að fá of stóran
skammt sem geti valdið heilaskemmdum
eða jafnvel dauða en aðrir að fá of lítinn
skammt sem leiði til þess að þeir verði að
upplifa aðgerðina með öllum þeim sársauka
sem af henni leiði.
Allmargir efast um hæfni lækna og starfs-
fólks. Þeir óttast að verða skornir upp á
röngum stað, að hnífnum verði beitt áður
en svæfmgin fer að virka eða að illa verði
gengið frá skurðinum.
Þá eru allmargir sem segjast hræðast vím-
una sem fylgir svefnlyfjunum og afleiðingar
hennar, svo sem kæruleysislega hegðun eða
samhengislaust röfl.
Að uppskurði loknum fyllast sjúklingar
hræðslu sem er af andlegum en ekki líkam-
legum toga. Þeir skammast sín fyrir
skurðinn. Hann er framandi, áberandi og
ekki til mikillar prýði. Þá kemst rót á sjálfs-
mynd sjúklinganna; þeir þekkja ekki þetta
nýja útlit og missa af þeim sökum fótfest-
una. Þessi tilfinning eykur kviða þeirra
sjúku því þeir óttast að verða héðan i frá
utanveltu við samfélagið. Þess vegna halda
þeir út af sjúkrahúsinu fullir efa og hræðslu
en ekki frelsinu fegnir eins og búast mætti
við.
Breytt atferlismynstur
Þegar einstaklingur er lagður inn á
sjúkrahús rofnar samband hans við um-
hverfíð. Hins vegar aðlagast sá sjúki jafnt
og þétt því atferlismynstri sem er ríkjandi
á spítalanum.
Ymsir fræðimenn hafa skilgreint breyt-
inguna sem verður á hegðun sjúklingsins
meðan á sjúkrahúsdvölinni stendur. Hér
verður greint frá hegðunarmynstri sem
kennt er við breska sálfræðinginn Parkes.
Fyrst verður þó sögð saga sjúklings sem
gekkst undir uppskurð.
Jón er 38 ára gamall tölvufræðingur. í
átján ár átti hann við stöðugan ristilkrampa
að stríða en fyrir tveimur árum kom í ljós
að góðkynja æxli hafði myndast i ristlinum
og þótti nauðsynlegt að fjarlægja það. Jón
var lagður inn á spítala og æxlið fjarlægt.
Hann var að öðru leyti við fulla heilsu og
vann fram á síðustu stundu.
Á sjúkrahúsinu varð Jón fyrir reynslu
sem líður honum seint úr minni.
Við upphaf legunnar var hann gramur
og bitur og honum fannst að sér vegið úr
öllum áttum. Fyrst var honum skipað upp
í rúm, þá var hann mældur og tekin úr
honum blóðprufa. Jóni var sagt að hann
mætti ekki hreyfa sig úr rúminu nema með
leyfi og í fylgd starfsfólksins. Þetta var sár
móðgun að mati Jóns og skerðing á per-
sónufrelsi. Hann varð mótþróagjarn og
hann vildi ekki hlýða skipunum starfsfólks-
ins. Að tveimur dögum liðnum urðu
ákveðin tímamót. Allt í einu sætti Jón sig
við stjórn starfsfólksins. Hann gerðist hlýð-
inn og auðmjúkur og tamdi sér framkomu
hinna sjúklinganna á deildinni. Áður hafði
hann litið á umönnun starfsfólksins sem
árásir á líkama sinn en nú fannst honum
ágætt að ábyrgðin væri á höndum annarra.
Reyndar varð það bara gott að láta dekra
svolítið við sig. Hann setti allt traust sitt á
starfsfólkið og óttinn við yfirvofandi að-
gerð hvarf út í veður og vind.
Uppskurðurinn nálgaðist nú óðfluga og
þá jókst allt umstang kringum Jón. Hann
varð að taka inn alls kyns lyf, hvað eftir
annað var tekið úr honum blóð og loks var
honum skipað að fasta og þarmar hans
skolaðir. Jón lét sér þetta vafstur allt í léttu
rúmi liggja en kvöldið fyrir uppskurðinn
tók hegðun hans skyndilegum breytingum.
Hann fylltist ofsahræðslu og stifnaði allur-
upp. Hann hræddist uppskurðinn og eftir-
köstin, efaðist einkum um að hann mundi
vakna eftir svæfinguna. Með hjálp hjúkr-
unarkonu, sem lét Jón gera nokkrar
djúpöndunaræfingar og gaf honum róandi
lyf, tókst honum að jafna sig.
Á fimmta degi var Jón skorinn upp.
Hann var rólegur og yfírvegaður þegar
hann var fluttur á skurðstofuna og tók
örlögum sínum með reisn.
Jón vaknaði upp fjórtán tímum eftir upp-
skurðinn. Hann var haldinn óhugnanlegum
sársauka og höfuðverk sem var ekki ólíkur
hrikalegum timburmönnum. Hann gat sig
hvergi hreyft og sofnaði brátt aftur. Næsta
sólarhring var Jón í hálfgerðu móki. Hann
var með óráði og skynjaði ekki umhverfi
sitt; greindi hvorki útlínur né hljóð. Á öðr-
um degi eftir uppskurð komst hann til
fullrar meðvitundar og var þá haldinn mik-
illi hræðslu- og blygðunartiifinningu. Hann
átti erfitt með að hreyfa sig og uppgötvaði
að hann hafði gert í rúmið. Fnykurinn var
hrikalegur en Jón gat ekkert gert til þess
að bæta ástand sitt. Honum fannst um-
komuleysi sitt óskaplegt og brast í grát.
Brátt bar að hjúkrunarkonu sem þvoði
honum og skipti um rúmföt. Meðan hún
vann verk sitt rak Jón augun í plastpoka
sem var vafmn um hann miðjan. Undir
þessu plasti greindi hann stóra rauða rák
sem var í hrópandi ósamræmi við fölan
hörundslitinn. Þessi sjón fyllti Jón viðbjóði
og skelfingu og hann fór að hágráta. Hjúkr-
unarkonan huggaði vin okkar, gaf honum
róandi lyf og loks sofnaði hann.
Næsta dag leið Jón miklar andlegar kval-
ir. Sjálfsmyndin var í algerri rúst; honum
fannst líkami sinn ógeðslegur, hann
skammaðist sín fyrir vanmátt sinn og var
þess fullviss að verða héðan í frá einhvers
konar utangarðsmaður i samfélaginu.
Hann var mjög þunglyndur og fann hversu
mjög hann þurfti á umhyggju konu sinnar
og starfsfólksins að halda. Það brást ekki
skyldu sinni og studdi Jón og hvatti.
Hægt og sígandi braggaðist sá sjúki.
Hann losnaði fljótlega við slöngur sem
voru tengdar við líkama hans, þá fékk hann
leyfi til þess að matast sjálfur og fara einn
á salernið. Líkaminn tók miklum fram-
förum en sálin var enn þungt haldin. Þar
áttu sér stað rnikil og heiftarleg átök. Jón
12 VIKAN 38. TBL