Vikan


Vikan - 17.09.1987, Qupperneq 18

Vikan - 17.09.1987, Qupperneq 18
NAFN VIKUNNAR: REVÍULEIKHÚSIÐ OG SÆTABRAUÐSKARLINN Um miðjan október nœstkomandi hyggst Revíu- leikhúsið sýna barnaleikritið Sœtabrauðskarlinn eftir breskan leikritahöfund, David Wood. Leik- ritið verður sýnt í Bœjarbíói í Hafnarfirði. Þórir Steingrímsson er helstiforsprakki Revíuleik- hússins og leikstýrir hann verkinu. - Hvers vegna varð Sætabrauðskarlinn fyrir valinu? Ég fékk leikritið í hendurnar frá ungum og áhugasömum leik- ara sem hefur nýlokið námi í Bretlandi. Hann benti mér á handritið fyrir Revíuleikhúsið. Mér leist strax vel á þetta eins og svo mörg önnur verk sem mér berast. En það sem Sæta- brauðskarlinn hefur fram yfir önnur leikrit er að uppfærslan þarf ekki að vera mjög kostnaðarsöm. Það er nefnilega oft þannig að okkur eru boðin mjög góð og skemmtileg verk en lítið og fátækt leikfélag getur ekki fjármagnað hvað sem er. Það eru okkar helstu annmarkar. En okkur leist sem sagt svo ljóm- andi vel á verkið að ákveðið var að ráðast í að þýða það. Til þess fengum við Magneu J. Matthíasdóttur. - Geturðu sagt svolítið frá verkinu? Sætabrauðskarlinn er íjörugur og skemmtilegur söngleikur. Tónlistin er sérstaklega samin fyrir leikritið og er hún mikið notuð til að auka áhrifin sem áhorfandinn verður fyrir. Söngv- arnir eru líka mjög léttir og skemmtilegir. Leikritið fjallar um lítið samfélag lifandi muna á eldhúsborðinu. Til dæmis má nefna Salta og Pipru sem eru uppi á borðinu og Slána mús sem þyk- ist vera mafiuforinginn á staðnum. Nú, svo má ekki gleyma sætabrauðskarlinum sem leikritið heitir eftir. 7 Hverjir standa að Reviuleikhúsinu? í rauninni eru það bara þeir sem hafa tíma og áhuga i hvert skipti. Revíuleikhúsið er satt best að segja orðið ástríða hjá mér. Svona eins og sumir hella sér út í laxveiði á sumrin þá fer ég í leikhúsið á veturna. Til að útskýra þetta þarf að byrja á byrjun- inni. Miða má upphaf leikhússins við fjórtánda febrúar 1981. Þá settum við upp leikritið Galdraland eftir Baldur Georgs. í raun má segja að við konan mín, Saga Jónsdóttir, stöndum fyrir þessu leikhúsi en samt sem áður tökum við ekki alltaf þátt í sýningum. Okkar hlutverk hefur verið að kalla saman fólk til starfa og skipuleggja hvað gert verður. Stundum erum við með í uppfærslunum og stundum ekki. Enda er hugmyndin með Revíuleikhúsinu einmitt sú að útvega atvinnulausum leikur- um störf þar til þeir fá eitthvað annað að gera. Við hjónin vorum nýkomin frá Akureyri, en þar störfuðum við hjá Leikfélagi Akureyrar, þegar okkur datt í hug að setja á laggirnar lítið atvinnuleikhús. A þeim tíma voru margir litlir leikhópar að myndast, svo sem Breiðholtsleikhúsið, Svart og sykurlaust, Gránufélagið og Stúdentaleikhúsið. En við erum sá Viðtal: Jóna Björk Guðnadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.