Vikan


Vikan - 17.09.1987, Síða 30

Vikan - 17.09.1987, Síða 30
Með sinni siðustu kvikmynd, Lethal Weapon, hefur Mel Gib- son skotist upp í hæstu hæðir stjörnugeirans í Hollywood. Til- boðin streyma að og er erfitt að velja og hafna. Tvennum sögum fer af Mel Gibson. Sögur af honum drukknum á bjórkrám, valdandi hneyksli með ósæmilegri hegð- un, hafa fengið byr undir báða vængi. Þykir það passa við það að mörgum konunt þykir hann kynþokkafyllsti karlmaðurinn í Hollywood. Gibson sjálfur er fjúkandi vondur yfir þessari ímynd sem verið er að búa til um hann og segir þessar sögur fjarri sanni; hann drekki vín eins og aðrir menn en gangi ekki unt öskrandi og nakinn á skemmti- stöðum enda sé hann fjölskyldu- maður. Hann er giftur og á nokkur börn og þegar hann á frí dvelur hann eingöngu á bú- garði sínum í Astralíu. Mel Gibson fæddist 1956 í New York og var einn ellefu systkina. Faðir hans vann við járnbrautir. Móðir hans var aft- ur á móti fyrrverandi óperu- söngkona. Þegar Gibson var tólf ára Huttist öll fjölskyldan til Ástraliu. Gerði faðirinn það aðallega til að losa drengina sína undan því að vera kvaddir í herinn og sendir til Víetnam. Það var ein af eldri systrum hans sem hvatti hann til að leggja leiklist fyrir sig. Gekk hann í leiklistarskóla í Sydney. Sjálfur segir hann að það hafi ekki verið af neinni brennandi þrá að hann tók leiklistina fram yFir annað. Ekkert betra hafði boðist. Strax á öðru ári fékk hann fyrsta kvikmyndahlutverkið. Það var í Summer City, mynd sem öllum er gleymd. Hann var samt ennþá í skólanum þegar stóra tækifærið kom upp í hend- urnar á honum. Þá bauð ungur leikstjóri, George Miller, honum aðalhlutverkið í Mad Max. Mad

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.