Vikan


Vikan - 17.09.1987, Síða 34

Vikan - 17.09.1987, Síða 34
Hann heitir Rögnvaldur Finnbogason og er prestur á hinu forna prestssetri Staðastað á Snæfellsnesi. Rögnvaldur hefur ekki alltaf þótt falla allskostar inn í viðtekna ímynd prestsins né fetað troðnar slóðir. Maðurinn er talinn viðsjárverður vegna sinna róttæku stjórnmálaskoðana, hefur mjög ákveðnar meiningar um lúthersku kirkjuna og þá trú að hefðbundin predikun sé ekki endilega sú andlega næring kirkjugesta sem mikilvægust sé. Hann for- dæmdi snemma atómhernað í stólræðum, við litla hrifningu - en það var líka áður en andstaða við fyrirbærið komst í tísku... „í dag eru þó friðarmál jafnsjálfsögð viti bornum mönnum og þau voru áður fjarlæg íslensku kirkjunni." Hann fæddist í Hafnarfirðinum fyrir réttum sextíu árum, sonur hjónanna Ingibjargar Magnúsdóttur og Finnboga Jónssonar. Hann ætlaði sér raunar aldrei að verða prestur, hugurinn stóð frekar til fræðanna. Eftir tvö ár í norrænudeildinni vaknaði áhugi á trúar- bragðasögu og síðar listasögu. Tók hann því að sækja tíma í guðfræðideild til nánari undir- búnings því námi. En prestur varð hann samt og átti eftir að fara stað úr stað uns hann settist að á Staðastað á Snæfellsnesi ásamt konu sinni, Kristínu Thorlacius, og þá sex börnum. „Ég útskrifaðist úr guðfræðideild vorið 1952 og gerði mér fljótt grein fyrir að það yrði erfitt að samræma nám í listasögu og trúarbragðasögu á þessum árum svo ég hlaut að láta vígjast. Ekki þar fyrir að ég sjái eftir því núna en ég sá eftir því í tuttugu og fimm ár og það var dálítið erfitt. Það varð að sam- komulagi milli okkar Sigurgeirs, þáverandi biskups, að ég yrði vigður norður að Skútu- stöðum í Mývatnssveit. Ég átti enga hernpu til að vígjast í svo ég fékk lánaða hempu sem var svo lítil og þröng að ég gat mig ekki hreyft, annars hefði ég sjálfsagt hlaupið út úr Dómkirkjunni í miðri athöfn og væri hér ekki nú. En núna finnst mér ég hefði ekki getað valið heppilegra starf fyrir mig. Staðastaður er hvorki meira né minna en níunda prestakallið mitt og hér hef ég verið í fjórtán ár. Á Skútustöðum var ég eiginlega bara að nafninu til í nokkra mánuði því að- staðan var vægast sagt slæm. Ég var nýkvænt- ur og konan ófrísk en næsta ljósa var inni í Reykjadal og læknirinn á Húsavík. Ibúðar- húsið, sem við fengum, var varla fyrir gripi að vera í, ekkert vatn, brunnur sem var orð- inn þurr og ónýt rafstöð svo eitthvað sé nefnt. Um haustið yfirgaf ég því þessi herlegheit og fór að nema trúarbragðasögu við Lundúnahá- skóla. Árið 1954 gerðist ég svo prestur á Hornafirði og var þar í tæp sex ár. Þá hófst svolítil píslarganga hjá mér, ég sótti um Mos- fell í Grímsnesi og þar var sama sagan, gjörónýtt hús. Eftir úrskurð einhverra toppa í kirkjumálaráðuneytinu um að húsið væri ónýtt tilkynntu þeir að byggja þyrfti nýtt hús sem yrði tilbúið í síðasta lagi eftir sex ár. Svo átti ég náttúrlega að ráða fram úr því hvar ég yrði á meðan. Eftir tæp tvö ár í húsahraki þarna var ég síðan eitt ár austur á Valþjófs- stað. Sigurbjörn biskup hvatti mig til að sækja um þar og sjálfsagt hefur þótt best hæfa að geyma svona vandræðantann á góðum stað. Eða eins og segir í kvæðinu: 34 VIKAN 38. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.