Vikan


Vikan - 17.09.1987, Side 35

Vikan - 17.09.1987, Side 35
Viðtal: Guðrún Alfreðsdóttir Myndir: Valdís Óskarsdóttir Áheit þeirra Rögnvaldar og Kristínar til kirkjunnar. Maríustytta frá því um 1700 úr gamalli klausturkirkju á Spáni. Afdalabrauð þótti hæfa honum þar hlaut hann.að bregðast fæstra vonum. En á Valþjófsstað hafði gleymst að segja upp jörðinni svo þar í litla húsinu var fyrir bóndi með sína fjölskyldu og meiningin því að við yrðum þarna öll saman. Ég undi því ekki og fór eftir árið í Stafholt í Borgarfirði og þremur árum síðar að Hofi í Vopnafirði sem var yndislegur staður. Eftir rúm þrjú ár þar fluttum við á Seyðisfjörð, í lok síldarár- anna, 1968. Enn vorum við þrjú ár á Seyðis- firði og þaðan lá leiðin á Siglufjörð þar sem við vorum í tvö ár, þar til við loks komum hingað í fyrirheitna landið. Mig hafði aldrei órað fyrir að eiga eftir að ílendast á Snæfellsnesi en svona gengur þetta, enginn ræður sínum næturstað. Snæfellsnesið er yndislegur staður og þó maður væri hér í heila öld gæti maður ekki þreyst á umhverf- inu. Náttúrufarið er svo fagurt, það er alltaf hægt að sjá eitthvað nýtt ár eftir ár, jafnvel dag eftir dag, og allt úr náttúrunni hefur áhrif á mann. Enda stendur í Biblíunni að augað verði aldrei mett af að sjá né eyrað þreytt af að heyra. Maður verður aldrei þreyttur af að sjá fallega náttúru - ekki frekar en fallegar konur," hnýtir Rögnvaldur aftan við og hlær svolítið prakkaralega. „En ég hef nú svolítið gaman af öllu þessu fimbulfambi i kringum Snæfellsjökul, um orkuna sem á að streyma út frá honum. Það reikna allir með að þetta sé einhver heilagleikaorka sem geri menn sér- staklega ánægjulega og guði þóknanlega. Ég spurði eitt sinn vin minn, Sófanías heitinn Pétursson, sem kallaður var jóga og átti sum- arbústað undir Stapafelli, hvernig stæði á því að öll mín sóknarbörn og aðrir hér væru ekki orðnir heilagir vegna nálægðar við Jökulinn. Hann svaraði því til að þessi orka magnaði . annars hefðiég sjálfsagt hlaupið út úr Dómkirkjunni í miðri athöfn og vœri hér ekki nú. “ wmmsm alla eiginleika mannssálarinnar; menn yrðu því betri sem þeir væru góðir fyrir en líka því djöfullegri sem þeir væru verri fyrir. Þetta er nokkuð það sama og séra Árni Þórarinsson segir í bókum Þórbergs, að á Snæfellsnesi sé bæði besta og versta fólk sem hann hafi kynnst. En hann kynntist nú kannski ekki svo mörgum öðrum, blessaður karlinn, því hér var hann alla sína prestskapartíð. Árni sagði raunar líka að mannlífið versnaði alltaf og yrði dapurlegra eftir því sem vestar drægi og miðaði þá við átthagana í Arnessýslu þar sem allir voru hálfheilagir í hans augum. En þó ég kalli þetta fimbulfamb í kringum Jökulinn hálfgerðan barnaskap þá er ég nú á því það búi einhver dularorka í öllum efnis- heiminum sem okkur er ekki gefið að skynja. Kannski sem betur fer. Og það má vel vera að sumir menn séu færir um að skynja þessi dularöfl á einhvern myndrænan hátt. Vinir mínir sumir fullyrða til dæmis að yfir Stapa- fellinu sé einhver gífurlegur loftandi sem þeir hafa ýmiss konar frásagnir af. Nú, svo eru þessar gömlu sagnir af Bárði Snæfellsás sem enginn veit hvað er á bak við. Kannski hefur fólk hér í fornöld skynjað Jökulinn eitthvað svipað og þetta fólk hér í dag. Fjallið er óskap- lega sérstætt, það er svo fallegt í formum og litbrigðin í því eru óendanleg. Það er líka fræg lýsingin hjá honum Halldóri Laxness um að þar sem Jökulinn beri við loft hætti landið að vera jarðneskt. Maður sér það sem hann á við, oft á haustin sérstaklega, þegar mynd- ast eins og eitthvert sól-ar undir Jöklinum sem lyftir honum frá jörðu og er þá eins og hann svífi á gullnu ari. Mér finnst stundum ég geta skotið höndunum undir hann. Þetta er mjög sérkennilegt. Ég er hrifinn af Jöklinum, lít á hann sem einkavin minn og í þessari veröld, þar sem allt er á hverfanda hveli, er gott að hafa fjall í seilingarljarlægð sem stendur af sér alla vitleysuna." 38. TBL VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.