Vikan


Vikan - 17.09.1987, Page 36

Vikan - 17.09.1987, Page 36
Svona lítur kirkjan að Staðastað út að innanverðu. ,,Síóar á œvinni upp- götvar maóur jafnvel að maóur er alls ekki lút- herskur heldur eitthvaö allt annaö. “ Rögnvaldur er hlýlegur maður og það er stutt í gamansemina. En hann hefur líka ákveðnar skoðanir á flestum málum, ekki síst þeim sem honum eru hugleikin; kirkju- og friðarmálum. „Það er auðvitað ýmislegt sem maður sér betur eða af öðrum sjónarhóli með aldrinum, til dæmis sé ég æ betur með aukinni lífs- reynslu hversu vandasamt prestsstarfið er. Og það er ábyrgðarhlutur að láta alveg óreynda unga pilta, sem þekkja lífið ekki neitt, taka við stórum prestaköllum eins og nú er gert. Ég er óánægður með þessi nýju prestskosningalög sem komin eru enda hafa þau helst bakað vandræði. Það væri náttúr- lega langeðlilegast að kirkjan réði þessum málum sjálf en í lútherskri kirkju erum við ofurseld því að höfuð kirkjunnar er veraldleg- ur embættismaður en ekki biskup. Ég er ekki allskostar sáttur við þessa lúthersku kirkju- skipan þó ég sé lútherskur prestur. Það er nú þannig að maður fæðist inn í lútherskt sam- félag og meðtekur þá trú sem þar er fyrir en þegar farið er að huga betur að þessum málum getur annað komið á daginn. Síðar á ævinni uppgötvar maður jafnvel að maður er alls ekki lútherskur heldur eitthvað allt annað. Mér finnst margt ómetanlegt hafa týnst úr okkar lúthersku kirkju, eins og til dæmis Maríudýrkunin. Lúther var mikill Maríu- dýrkandi og það var ekki fyrr en á sautjándu öld, og þá vegna áhrifa kalvínismans, að þessi forna og fagra Maríudýrkun leið undir lok í kirkju okkar. Ég held að allur sá áróður, sem var rekinn á siðskiptatímanum gegn kirkjuleg- um yfirvöldum, hafi lifað allar götur fram til okkar tuttugustu aldar, á ýmsan hátt. Annað sem týnst hefur er skriftastóllinn sem var bæði sálfræðingur og félagsráðgjafi fyrri tíma. En nú hefur hin nýja „prestastétt", eins og ég kalla þessa fræðinga, tekið við. Víða erlend- is má þó enn sjá fólk í biðröðum við gömlu, góðu skriftastólana. Kirkjan hefur einnig misst marga hluti tengda fegurð og list og það er miður. Það er satt og rétt sem Kristján Eldjárn skrifaði í einni af sínum bókum, að kirkjurn- ar áður fyrr voru listasöfn síns tíma. Þær áttu sín listaverk og fólkið varð fyrir áhrifum af þeirri fegurð sem það sá, ekki síst þar sem hana var að finna á helgum stað. En við sið- skiptin var öllu fleygt og kirkjurnar látnar standa eftir eins og nakin útihús. Sem betur fer hefur þó orðið á mikil breyting til batnað- ar síðustu þrjátíu, fjörutíu árin. En ef satt skal segja hef ég núorðið meiri trú á fegurð í því sem fyrir augu ber í kirkjunni og í tón- listinni heldur en sjálfri predikuninni. Predik- anir eiga náttúrlega að vera guði til dýrðar en geta brugðist til beggja vona hjá misvitrum prestum. Það er hægt að predika, ef menn leggja aðra merkingu í orðið, á margan annan hátt en með orðum, til dæmis með tónlist og myndlist. Og í því sambandi er ég mjög spenntur fyrir að kirkjan reyni að ná til ungs listafólks á öllum sviðum, sem er meira og minna úr tengslum við kirkjuna, og laða það að henni með list sína. Það væri það besta sem gæti hent þessa kirkju okkar og hún yrði þá eitthvað annað og meira en stór, móderne og tómleg steinhús. Friðarmálin já, þau hafa alltaf verið mér ofarlega í huga og gjarnan verið í predikunum mínum í gegnum tíðina. Þegar ég var til dæm- is að byrja prestskap í Hornafirði árið 1954 ræddi ég á sjómannadaginn um sjómenn aust- ur í Japan. Það þótti nú hálfskrýtið að sveita- klerkur austur á fjörðum væri að minnast á slíkt í predikun sinni, en ástæðan var að stuttu áður höfðu tíu sjómenn dáið þar af völdum geislunar sem þeir urðu fyrir Japanir höfðu \ 36 VIKAN 38. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.