Vikan


Vikan - 17.09.1987, Side 37

Vikan - 17.09.1987, Side 37
þá, einir allra þjóða, fengið að kenna á þeim djöfuldómi sem er samfara atómhernaði. Svona hjal var auðvitað bara tengt kommún- isma og það var sannarlega betra að vera dauður en rauður. í dag eru þó friðarmál jafn- sjálfsögð viti bornum mönnum og þau voru áður fjarlæg íslensku kirkjunni. Eg man að þegar ég kom heim af þingi heimsfriðarráðs- ins, sem haldið var á Ceylon (nú Sri Lanka) árið 1957, þá hitti ég varla svo prest að hann ekki hnýtti örlítið í þessa för mína. En svo vakna ég upp við það núna að það er bara nokkuð fint, og ekkert tengt kommúnisma lengur, að vera friðarsinni. Og það er nú vel. En staðreyndin er samt að fólk almennt gerir sér tæpast grein fyrir hvað um er að ræða þegar Qallað er um þessi kjarnavopn og vægi þeirra. Ég hugsa að það séu ekki allir sem átta sig á styrkleikahlutföllum, þeim stjarnfræðilegu stærðum sem um er að ræða, eða vita til dæmis hvað megatonn er. Ég reyndi einu sinni í ræðu að smækka þessi hlut- föll og setti fram þannig að bændur í einni lítilli sveit kæmu sér upp svona fimmtíu hundrað punda pokum af dínamíti við hús- vegginn hjá sér í „varnarskyni" gegn nágrann- anum á næsta bæ. Svo frétti einn bóndinn að nágranninn væri búinn að fá sér tuttugu poka í viðbót og linnti ekki látum fyrr en hann væri líka kominn með sama magn, til að við- halda jafnvæginu. Þetta yrði náttúrlega kallaður kolbrjálaður lýður af öllum er til sæju - og ekki að ástæðulausu. Samt er þetta nú respektabel heimspólitík. Já, ég hef alltaf verið vinstrisinnaður og verð það alltaf - þótt viðsjárverður róttækl- ingur. Margir mætustu vinir mínir hafa hins vegar verið rammir íhaldsmenn. En þó menn geti greint á í stjórnmálum þá á það ekki að skerða góða vináttu. Ýmsu fólki hefur stund- um gramist að ég sé að derrast þetta og blaðra um hluti sem mig varði ekkert um sem prest- ur. Sumum finnst nefnilega að prestar eigi ekki að skipta sér af stjórnmálum og jafnvel helst ekki hafa kosningarétt. Það er auðvitað mikill misskilningur því stjórnmál koma inn á öll svið mannlegs lífs og kirkjan hefur nú haldið því fram að henni sé ekkert mannlegt óviðkomandi. En mér hefur óneitanlega oft gramist heimska vinstrimanna í garð kirkj- unnar. Eins er með Þjóðviljann í dag, sem ég hélt einu sinni að væri málgagn friðarsinna og vinstrimanna en er nú kominn með ein- hverja allt aðra köllun. Fyrir nú utan að þar hafa vaðið uppi alls konar hleypidómar gegn öllu sem heitir kristin trú.“ Eftir mikið grúsk í trúarbragðasögunni seg- ist Rögnvaldur fyrir mörgum árum hafa fengið áhuga á Austurkirkjunni og kynnt sér hana nokkuð. „Ég fór að lesa mér til um Austurkirkjuna en hafði síðar bein kynni af henni, bæði í Finnlandi og Sovétríkjunum. Það sem ég hef meðal annars mikið heillast af í þeirri kirkju eru íkonarnir, helgimyndirnar, og um þær er ég að skrifa bók sem ég lýk nú sennilega aldr- ei og best að segja ekki meir um það. En þarna hefur gamli draumurinn ræst frá því ég var stráklingur í háskóla, að fást bæði í senn við guðfræði og listfræði. Við hjónin vorum síðast í fyrra boðin af rússnesku kirkj- unni til Sovétríkjanna þar sem við ferðuðumst heilmikið um.“ En hvað skyldi presturinn segja um hina miklu trúarvakningu sem átt hefur sér stað. ,,Þetta yrði náttúrlega kallaður kolbrjálaður lýður af öllum er til sœju... Samt er þetta respektabel heimspóli- sérstaklega vestanhafs, og hefur nú haldið inr.reið sína hingað til lands? „Trú er eins og dínamít, vandmeðfarin og ,,Það er hœgt að pred- ika, ef menn leggja aðra merkingu í orðið, á margan annan hátt en með orðum. “ Senn á förum eftir fjórtán ár. 38. TBL VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.