Vikan


Vikan - 17.09.1987, Side 44

Vikan - 17.09.1987, Side 44
Vikan — popp Madoma í síðasta blaði litum við yfir ævi söngkonunnar Whitney Houston. í þeirri grein kom fram að hún ætti einn skæðan keppinaut um vinsældirn- ar og heitir sú kona Madonna. Við skulum kynna okkur æviferil hennar lauslega en hún er eitt vinsælasta efni slúðurdálka blaða hvar sem er i heiminum og á hvert lagið á fætur öðru á vinsældalistum. Þann 16. ágúst 1959 fæddist stúlkubarn í Rochester í Michigan í Bandaríkjunum. Stúlka þessi var skírð Madonna Louise Ciccione. Hún dáði móður sína, sem hét líka Madonna, mjög mik- ið og varð það henni mikið áfall þegar hún lést árið 1965 úr brjóstkrabba. Systkina- hópnum, átta börnum, var dreift til ættingja. Nokkrum árum seinna giftist faðir Madonnu aftur, henni til mikillar skelfingar. Nýja kon- an var ráðskona föðurins og var Madonna ekki hrifm af stjúpu sinni, átti því erfitt með að fara að beiðni föður síns og kalla hana mömmu. Þegar Madonna óx úr grasi uppgötvaði hún tónlistina og söng með öllum lögum í út- varpinu. Hún hóf píanónám en gafst fljótt upp á því þar sem hún þoldi ekki píanó. Þess í stað sneri hún sér að því að læra dans en Nonni litla ákvað snemma að hennar líf skyldi verða öðruvísi en margra annarra. Margar sögur eru til um uppátæki Madonnu þar sem hún gerir hvað sem hún getur til að vekja á sér athygli. Þeg- ar hún var um það bil að ljúka skólanum kynntist hún dans- kennaranum Christopher Flynn en hann rak ballett- skóla í Rochester. Hann sagði að staðurinn, sem hún þyrfti að komast til, væri New York. Hann sagði henni lika að hún gæti gert það sem hún vildi ef viljinn væri virkilega fyrirhendi. Madonna fór eftir orðum Christophers og um leið og 44 VIKAN Si. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.