Vikan


Vikan - 17.09.1987, Page 48

Vikan - 17.09.1987, Page 48
Vikan — handavinna Stelpu- haus í þessari Viku birtum við uppskrift að sniðugum stelpuhaus. Stelpuhaus þennan er hægt að nota sem geymslu fyrir teygjur, hárspennur og fleira. Fyllist allt af spennum og teygjum er vandalaust að lengja bara flétturnar svo að allt komist fyrir með góðu móti. STELPUHAUS EFNI: Bómullarefni og ein hnota af garni. Sníðið höfuðið eftir diski eða ein- hverju öðru hringlaga formi, sníðið tvö stykki eins. Málið andlitið á annað stykkið. Saumið stykkin saman nema að ofan, þar þarf að vera svolítið op. Fyllið hausinn með vattefni þannig að hann verði vel þéttur. Munið að setja hanka ofan á hausinn svo að hægt sé að hengja hann upp. Hárið er ein lengja, um það bil einn og hálf- ur metri. Byrjið á að festa hárið uppi á miðjum hausnum með þéttum aft- ursting, festið það síðan til hliðanna og fléttið að lokum. Þá er hægt að byrja að hengja dótið í hárið. \ Umsjón: Esther Steinsson Mynd: helgi skj. friðjónsson

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.