Vikan


Vikan - 17.09.1987, Síða 55

Vikan - 17.09.1987, Síða 55
sinni. Ég er ekki i nokkrum vafa um að Dreever fékk einungis það sem hann átti skilið.“ Lögregluforinginn tók sér málhvíld og otaði fmgrinum í áttina til Quar- les. „Hver þykir þér helst koma til greina? Stúlkurnar höfðu allar saman tækifæri til að drepa hann í matar- timanum og Chapmann var veikur heima að eigin sögn. Það eru einmitt svona mál sem við fáum, þau eru alls ekki óleysanleg heldur leysast þau aðeins með mikilli vinnu margra manna.“ Þegar hér var komið sögu hellti Quarles koníaki í glösin. „Segðu mér frá því hvernig Dreever stóð sig í vinn- unni. Hvernig stóð á því að hann var myrtur heima hjá sér um miðjan dag á mánudegi?“ „Ég ætlaði einmitt að fara að segja frá því. Dreever vann á Vélaverkstæði Pootle og Brady þar til síðastliðinn föstudag. Hann var ágætur verkmað- ur en rifrildisgjarn og lét flest vaða við hvern sem var. Þannig var hann einnig við vinstúlkur sínar. í hádeginu á föstudaginn gekk hann of langt gagnvart Brady og Brady rak hann strax. Félagi hans sagði honum að það væri laust starf hjá Alfred Lampey sem er þarna rétt hjá og ráðlagði honum að reyna fyrir sér þar. Dreever hló sjálfsöruggur og sagði: „Reyna fyrir mér, ég fæ starfið að sjálfsögðu.“ Þeg- ar hann kom á staðinn var að vísu búið að ráða í það starf sem auglýst hafði verið en það var laus staða á næturvöktum og Dreever réð sig í hana. Hann átti að byrja á mánudags- kvöld.“ „Hvernig eyddi hann helginni?“ „Sérkennilegt að þú skulir spyrja að því. Brady sagði mér að Dreever hefði áreiðanlega fengið sér neðan í því í hádeginu á föstudaginn og Lampey var sama sinnis en sagðist ekki hafa sett það fyrir sig vegna þess að Dree- ver kunni sitt fag og hann vantaði sárlega menn á næturvaktirnar. Eftir að hafa rætt við Lampey datt hann svo í það. Við röktum slóð hans milli þriggja eða fjögurra kráa og allan tím- ann var hann í slagtogi með fólki sem hann þekkti ekki. Um klukkan níu var honum neitað um afgreiðslu í einni kránni og þá lenti hann í rifrildi við vertinn sem kallaði á lögregluna. Hann var handtekinn fyrir ölvun á hvert samband á milli,“ sagði Quarles. „Þar sem ég er maður af hjarta lítillát- ur viðurkenni ég að þetta geti verið rangt en ég held þó varla.“ Tveim dögum síðar kom Leeds lög- regluforingi aftur í heimsókn til Quarles en nú var hann með auðmjúk- asta móti. „Þú hafðir rétt fyrir þér,“ sagði hann. „Hann var trúlofaður einni stúlkunni á listanum. Dreever stakk undan honum, var með stúlk- unni í nokkra mánuði, barnaði hana og sagði henni síðan að fara norður og niður. Hún fyrirfór sér. Hann not- aði byssuna vegna þess að hún hafði verið í eigu stúlkunnar, það átti að vera táknrænt. En hvernig komst þú að hinu sanna?“ „Það var einfalt. Dreever var myrtur nálægt hádegi. Sá sem það gerði hlaut að hafa vitað að hann yrði heima þá þótt það væri virkur dagur. Engin vin- kvenna hans vissi það vegna þess að hann hafði ekki haft tækifæri til að segja þeim frá því. Sömu sögu er að segja af fyrrum vinnufélögum hans hjá Pootle og Brady vegna þess að þeir héldu að hann hefði verið ráðinn á dagvaktirnar.' Dreever ræddi ekki við neinn sem hann þekkti frá því hann var rekinn þar til hann kom aftur heim á mánu- daginn. Það var enginn sími í íbúðinni svo að hann gat ekki hafa haft sam- band við neina af vinkonum sínum. Sá eini sem gat vitað að Dreever yrði heima á þessum sérkennilega tíma var maðurinn sem réð hann á næturvakt- irnar og þess vegna skrifaði ég nafn Alfreds Lampey á blaðið. Hann var langlíklegastur til að vera morðing- ínn. „Snjallt,“ sagði lögregluforinginn hálffúll. „Það gat svo sem verið að Dreever hefði hitt einhvern á kráarápi sínu á föstudaginn - þótt við vissum ekki af því - og sagt frá hinu nýja starfi sínu.“ „Það er rétt en ég sagði líka að það gæti verið að ég hefði rangt fyrir mér. Ég átti að sjálfsögðu ekki við rök- leiðsluna heldur að upplýsingarnar væru óáreiðanlegar eða rangar. Sem betur fór reyndist svo ekki vera. Veistu hvernig þetta mál var leyst, kæri vin- ur?“ Lögregluforinginn rumdi fýlulega. „Með því að nota heilann og það er púlsvinna.“ almannafæri og óspektir. Hann sat inni yfir helgina og var síðan dæmdur i sekt á mánudagsmorguninn. Að því búnu fór hann heim til sín.“ Nú opnaði Quarles augun og settist upp. „Þú segir að Dreever hafi verið með fólki sem hann ekki þekkti allan föstudaginn frá því að hann fékk nýja starfið og þangað til hann var hand- tekinn.“ „Já, í bókstaflegri merkingu.“ „Og hann var í fangelsi frá því klukkan níu á föstudaginn þar til hann var látinn laus á mánudagsmorgun.“ Lögregluforinginn kinkaði kolli. „Og hvernig vitið þið að hann fór strax heim til sín að því búnu?“ „Hann náði í leigubíl sem keyrði hann heim til sín og lítill drengur sá hann koma út úr honum og fara upp í ibúðina sína. Strákurinn heilsaði honum en Dreever ansaði ekki.“ „Hafði Dreever síma?“ Lögregluforinginn hló: „Það eru ekki margir símar í Mellifont Court.“ Quarles tók fram pappírsörk og skrif- aði eitthvað á hana. Því næst ýtti hann henni til lögregluforingjans og hallaði sér aftur í sætinu. „Ég er næstum því viss um að þetta er morðinginn," sagði hann. „Ég get ekki sannað það en ég legg til að þú athugir hvort ekki er samband á milli morðingjans og ein- hverrar stúlkunnar i bókinni hans Dreevers." Lögregluforinginn leit á nafnið á blaðinu og starði síðan opinmynntur á Quarles. „Hvernig í veröldinni. .. ? „Athugaðu bara hvort ekki er eitt- 38. TBL VI KAN 56

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.