Vikan


Vikan - 17.09.1987, Page 59

Vikan - 17.09.1987, Page 59
Hávaðinn er œrandi. Ahorfendurnir nœst bílnum halda fyrir eyrun en öryggishjálmurinn hlífir eyrum bílstjórans. Hann spennir öryggisbeltið, setur í gír og ekur rólega að brautarendanum. Innréttingin í bílnum er íburðarlaus og ólík því sem gengur og gerist í fólksbílum; aðeins fáein- ir mœlar og takkar, þunn álklœðning milli bílstjórans og vélarhússins, auk veltigrindarinnar sem kemur í veg fyrir að bíllinn leggist saman ef hann veltur á hliðina. „Upphaflega var Kvartmíluklúbburinn stofnaður út frá því að menn voru að leika sér á göt- unni. Þeir voru tveir að spyrna uppi á Geithálsi þegar lögreglan tók þá. Það var farið með þá niður á lögreglustöð og þar upphófst umræða um að koma þessum spyrnum inn á lokað svæði. í framhaldi af þessu var efnt til stofnfundar í troðfullu Laugarásbíói, en markmið klúbbs- ins var að koma upp aðstöðu þar sem menn gætu spyrnt löglega, hættulaust og í friði.“ Þetta gerðist fyrir einum tólf árum en það er Bjarni Bjarnason, núverandi formaður Kvartmíluklúbbs- ins, sem hefur orðið. Vikan hefur fengið hann til að spjalla um klúbbinn, spyrnur, bíla og sitthvað fleira sem tengist þessari vinsælu akstursíþrótt. Fyrst berst talið að sögu Kvartmílu- klúbbsins. „Fljótlega eftir stofnunina fengum við afhent svæði uppi á Geithálsi en brátt kom í ljós að jarðvegurinn þar var mjög óhentugur. Það hefði þurft óhemjumikla undirvinnu til að útbúa braut á þessum stað og slíkt hefði kostað milljónir. Endirinn varð sá að við fengum svæði „Það er ekki eftir neinu að bíða. Bensíngjöfin er stigin og hjólin fara að snúast." 38. TBL VIKAN 59

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.