Vikan


Vikan - 17.09.1987, Side 60

Vikan - 17.09.1987, Side 60
í Kapelluhrauni, gegnt álverinu, og þar var kvartmílubrautin byggð. Þetta var heljarinnar átak þá, menn unnu þetta allt meira og minna i sjálfboðavinnu, auk þess sem þeir öfluðu fjár með sýningum, happdrættum og fleiru. Ég held að það sé einsdæmi hjá svona samtökum að standa í svo fjárfrekum framkvæmdum algerlega án ytanaðkomandi styrkja." Löturhcegt skreiðist hillinn í átt að ráslírtunni. A hœgri hönd er annar bíll, ekki síður hávœr, en á vinstri hönd maður sem segir þeim til. Fyrir framan hílana liggur þráðhein hrautin og á henni miðri stendur Jólatréð Ijósaút- húnaður sem gej'ur til kynna hvenœr bílarnir eru komnir að ráslínunni, hven- œr þeir mega halda aj' stað og meira að segja hvort þeir haj'i þjój'startað. Báðir hílstjórarnir þenja mótorana en bíða átekta. Bjarni segir að starfsemi Kvartmílu- klúbbsins þessi fyrstu ár hafi verið sérstaklega blómleg en siðan hafi komið nokkur afturkippur. „Það hefur verið lægð í þessum málum frá 1980. Menn héldu kannski eina keppni á ári og eitt árið var engin keppni. Núna er hins veg- ar áhuginn að aukast og mikill upp- gangurí klúbbnum. Um páskana stóðum við að bílasýningu og í sumar höfum við haft keppni fimm sinnum; eina sand- spyrnukeppni og íjórum sinnum kvart- mílukeppni. Þar að auki erum við nýbúnir að koma okkur fyrir í nýju fé- lagsheimili að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði, en þar er opið hús á mánudags- og fimmtudagskvöldum. Þá geta menn hist og rætt májin, horft á myndbönd og þar fram eftir götunum. Það eru allir vel- komnir í klúbbinn sem hafa á annað borð áhuga á bílum og spyrnu, inntöku- skilyrði eru engin.“ Að sögn Bjarna hefur aðsóknin á at: burði klúbbsins verið nokkuð góð. í sumar hafa þrjú til fimm hundruð manns mætt að jafnaði á kvartmíluna og nokkru fleiri á sandspyrnukeppnina. Og Bjami lætur líka vel af þátttökunni. „I spyrnu er farartækjunum skipt í nokkra flokka og flokkur sérútbúinna keppnisbíla er vafalaust sá skemmtilegasti á að horfa. Bílum i þessum flokki hefur Qölgað upp á síðkastið þannig að næsta sumar má búast við sjö slíkum klárum í slaginn. Fjöldi bíla og mótorhjóla í öðruin flokk- um hefur einnig verið að aukast.“ Augu bílstjóratis eru bundin við ,jóla- tréó“,J'imm gular Ijósaperur í lóóréttri röð og eina grœnafyrir neðan þar. Það kviknar á ej'stu perunni og slokknar á henni qftur en um leió kviknar á nast- ef 'stu perunni og þannig koll af kolli niður jimm gular Ijósaperur áður ett Ijósið á grænu perunni gej'ur bílstjórun- um langþráð rásmerkið. Það er ekki eftir neinu aó bíða. Bensíngjöjin er stig- in og hjólin j'ara að snúast. Hratt. „Keppnin fer fram á 402,29 metra langri malbikaðri braut,“ segir Bjarni þegar hann er beðinn um að gera grein fyrir kvartmílukeppni, „en sú vegalengd samsvarar einum fjórða úr milu. Það keppa alltaf tveir bílar í einu, sinn á hvorri akreininni, en markmiðið er að komast brautina á enda á sem stystum tíma. Farartækjunum er í megindráttum skipt niður í fimm flokka; það er flokk sérsmíðaðra bíla, flokk verksmiðjufram- leiddra bíla, sem þó eru sérútbúnir fyrir keppnina, „bracket“-flokk, götubíla- flokk og loks mótorhjól. í fyrstu þremur flokkunum tiðkast að bílum sé gefíð for- skot eftir því hvað þeir hafa stóra vél, eru þungir eða hraðskreiðir, þannig að bíll getur unnið í spymu þótt hann hafi lakari tíma en andstæðingurinn. í „bracket“-flokknum eru allar gerðir af bifreiðum gjaldgengar en þar er venjan að mæla tímann á bilunum áður en eigin- leg keppni héfst og gefa forskot sam- kvæmt því. Þarna getur 8 cyl. Camaro mætt Trabant og tapað. í götubíla- og mótorhjólaflokkunum keppa menn hins vegar á jöfnu, þeir leggja jafnt af stað og keppast aðeins um að verða á undan yfír endamörkin.“ Benedikt Eyjólfsson átti íslandsmetið í kvartmílu, 9,95 sekúndur, þar til í sumar þegar Valur Vífilsson bætti um betur. Valur keppir á „drackster“-grind sem er sérsmíðað hraðakstursfarartæki með vél- ina aftast, bílstjórasætið fyrir framan vélina og langan, mjókkandi framhluta. Valur ók kvartmíluna á 9,26 sekúndum í fyrstu keppninni í vor og í þeirri næstu fór hann brautina á 9,20. Éldri tíminn telst hins vegar núverandi met þar sem nauðsynlegt er að staðfesta mettíma með jafngóðum eða betri tíma. Þess má geta að heimsmetið er rétt rúmar 5 sekúndur. Það rymur í vélinni, stimplarnir liam- ast, dekkin spóla. Bíllinn er kominn á hreyjingu og bílstjórinn þrýstist aftur i sœtió. Sérliver bakvöðvi Itans þjappast að stólbakinu. Hann fœr Jióring í kroppinn um leið og hraðinn eykst stig afstigi, i'tr núlli upp í tíu, tuttugu.fjöru- tiu, áttatíu. Hröðunin er gífurleg og bílstjórinn má hqfa sig allan við; skipta úr fyrsta í annan, úr öórum i þriðja. Þessar örfáu sekúndur eru eins og ei- lífð. Reglur og tilhögun kvartmílukeppninn- ar koma frá Bandaríkjunum en sand- spyrnan er hins vegar séríslenskt fyrirbæri. „Auðvitað er margt svipað þarna á milli,“ segir Bjarni. „Tveir bílar keppa hlið við hlið eftir beinni braut en í stað malbiks er sandur í brautinni. Brautin er líka talsvert styttri eða 91,42 metrar. Flokkaskiptingin er svipuð nema „Hröðunin er gífurleg og bílstjórinn má hafa sig allan við; skipta úr fyrsta i annan, ur öðrum í þriðja." 60 VI KAN 38. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.