Vikan


Vikan - 17.09.1987, Síða 62

Vikan - 17.09.1987, Síða 62
Það er ekki sjónarmunur áfarartœkj- unum tveimur sem þeysa eftir þráð- beinni brautinni. Áhorfendur horfa á eftir þeim og viróast þau minnka eftir því sem fjœr dregur. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvor bíllinn verði á undan. Fólkið stendur upp en gjóar einnig augum að Ijósum við ráslinuna sem eiga að gefa til kvnna hvor hafi sigrað. Hávaðinn fjarar út en við enda brautarinnar er samkeppni bílstjóranna tveggja ennþá í algleymingi. Þetta er keppni um örfáa metra. Sekúndubrot. Eins og formanni Kvarlmiluklúbbsins sæmir er Bjarni óþreytandi bílaáhuga- maður. Hann er einn fárra íslendinga sem hafa smíðað sérútbúinn kvartmílu- bíl. „Þetta er Camaro 1969 sem ég eignaðist í félagi við annan árið 1978. Fljótlega keypti ég hlut félaga míns og keppti á honum í götubílaflokki í kvartmílunni. Það var hins vegar draum- ur hjá mér að búa til „pro-stock“-bíl og ég réðst í það fyrir rest. Verkið tók tvö ár, 1985-1986, en ég hafði verið að safna smátt og smátt i bílinn frá 1979. Nú er svo komið að það er ekkert upprunalegt í bílnum nema hurðirnar og toppurinn. Ég smíðaði nýja grind úr sérinnfluttum rörum, gólfið er úr áli, yfirbyggingin að mestu úr fiber og í rúðunum er plexí- gler. Vélin er 427 cub. inc. „big-block“ Chevrolet mótor en í honum er í raun- inni ekkert upprunalegt nema stimpla- stangirnar. í bílnum er svo sérsmiðuð tveggja gíra kvartmílusjálfskipting.“ Bjarni notar þennan bíl einungis í keppni en þess á milli eyðir hann ótal stundum í viðhald og endurbætur. „Mesta vinnan felst í undirbúningi og sá tími, sem fer i akstur, er hverfandi lít- ill. En þetta er vel þess virði,“ segir hann án þess að hika. Eða eins og annar kvartmíluáhugamaður benti á: „Þetta er pottþétt sport - og ódýrt, allavega mun ódýrara en að hafa 500 hesta á gjöf í hesthúsi. Þú getur líka ímyndað þér vandræðin við að beita þetta mörgum hrossum fyrir vagn. Þá er betra að koma þeim öllum fyrir í einni vél og kitla síðan pinnann.“ 62 VI KAN 38. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.