Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 15

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 15
Anna Margrét hefur starfað með Módel 79 í nokkur ár. Hér sést hún ásamt þeim vinkonum sínum í sýningar- samtökunum, sem hlotið hafa einn eða fleiri titla í fegurðarsamkeppnum. Myndin var tekin í hófi sem tímaritið Lúxus hélt fyrir hálfú öðru ári, en síðan hafa fleiri stúlkur úr Módel 79 bæst í „klúbbinn“. Ljósm.: Magnús Hjörleifsson Nýkomin frá Möltu Nokkuð erfitt var að ná síma- sambandi við Önnu Margréti á hótelinu sem hún og hinar stúlkurnar gista á, því fyrst verð- ur að fá leyfi hjá blaðafúlltrúa keppninnar og hann verður að samþykkja hvort stúlkurnar fái að tala við viðkomandi. Anna Margrét sagði að ennfremur færu þær aldrei neitt gæslulaus- ar en að þær væru ekkert óhressar með það því þær skyldu vel að þetta væri þeim sjálfúm til verndar. Þær fá til dæmis aldrei að vita fyrr en kvöldið áður hvað þær gera næsta dag og því gat Margrét ekkert frætt okkur um það hvað hún myndi vera að gera síðustu vikuna fyrir keppnisdaginn. - Það er búið að vera ofsalega gaman og ég hef hitt margar yndislegar stúlkur. Mér líkar til dæmis mjög vel við stelpurnar frá Svíþjóð, írlandi, ísrael og herbergisfélaga minn sem er stúlka frá Ítalíu. Það er mjög gott að vera hérna og það er dekrað við okkur. Ég var að koma úr hádeg- ismat sem var heil veisla. Á eftir er ég að fara í myndatöku hjá bresku blaði, sem ég man ekki í bili hvað heitir. Mér hefúr verið sýndur töluverður áhugi í press- unni, hef farið í þrjú “Press Call“ sem er mjög gott. Og það er búið að taka viðtal við mig og myndir í Daily Express, svo ein- hverjir hafa áhuga á mér. Hvað með spár um úrslit? — Þær eru ekkert byrjaðar því það er svo stutt síðan blöðin fengu að hitta okkur og sjá, en hérna eru yfir 80 mjög fallegar stúlkur. Ég sjálf get auðvitað ekkert sagt um það hvar ég stend, um það verða aðrir að dæma, en ég er, keppnis- manneskja í mér og er vel upp- lögð núna - og ég ætla að gera mitt allra besta! BK Blaðaljósmyndarar hafa sýnt Önnu Margréti talsverðan áhuga. Þegar Vikan ræddi við hana um síðustu helgi hafði hún sérstaklega verið kölluð í þrjár myndatökur fyrir blöð og tímarit og var ballið þá bara rétt að byrja .. . Fegurðardrottning fslands og Reykjavíkur, Anna Margrét Jóns- dóttir, með foreldrum sínum, Jóni Kristóferssyni og Maríu Samúelsdóttur. kvæmt lista sem henni var sendur. Hún þurfti til dæmis að hafa með sér fjóra fína sam- kvæmiskjóla og auðvitað skó og tilheyrandi með þeim, kápu urðu þær að hafa og allan fatnað varð að miða við að hann hent- aði bæði loftslaginu á Möltu og haustveðri í London. Auk þess er Anna Margrét með peysuföt, en eina skiptið sem allar stúk- urnar koma fram í Albert Hall er þegar þær koma fram í þjóðbún- ingum landa sinna. Síðan sjást aöeins þær fimmtán stúlkur sem komast í úrslit. Marín saumaði kjólinn sem Anna Margrét var í þegar hún var krýnd Fegúrðardrottning íslands, en Anna Margrét teikn- aði hann og sagði Marín að Önnu Margréti hefði lengi lang- að til að læra fatahönnun. Þenn- an kjól tók hún með sér í ferð- ina en keppniskvöldið verður hún í kjól sem hún hlaut í verð- laun í keppninni í sumar og er það síður kjóll ffá Tískuhúsinu Markúsi. Annan fatnað sagði Marín að þær hefðu fengið hing- að og þangað, bæði lánaðan eða fengið góðan afslátt og sagði hún að Gulla í Markúsi hefði verið sérlega hjálpleg og eins Kristjana Geirsdóttir sem hefði liðsinnt þeim vel og gefið góð ráð, því Kristjana hefúr fylgt feg- urðardrottningum til London og verið þeim innan handar við keppnisundirbúninginn. VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.