Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 31
„Ég get ekki - get ekki verið kyrr hérna. Ef þú gætir
séð það sem ég sé, þá myndirðu vita, að ég get ekki
verið hér kyrr," sagði Doris við lafði Barret, sem
haföi rétt henni nýfætt barnið.
í ævisögum og bókmenntum allra aldra. En
þrátt fyrir þetta hefur staðið á vísindalegum
rannsóknum. Fyrir rúmri hálfri öld lýstu
tveir brautryðjendur sálrænna rannsókna
sýnum við banabeði, en það voru þeir
Frederich Myers, nafnkunnur breskur fræði-
maður í klassískum bókmenntum, og heim-
spekingurinn James H. Hyslop við Col-
umbíaháskólann í Bandaríkjunum. Þeir
gerðu ekki sérstakar rannsóknir á þessum
fýrirbærum, sem þess vegna voru almennt
ókunn meðal vísindamanna yflrleitt, þangað
til undarlegir atburðir tóku að gerast á
heimil Sir Williams Barretts, eðlisfræðipróf-
essors við Royal College of Science í Dyfl-
inni.
Eiginkona Sir Williams var læknir og sér-
fræðingur í uppskurðum í sambandi við
fæðingar. Nóttina 12. janúar 1924 kom hún
þjótandi heim til sín úr sjúkrahúsinu í miklu
uppnámi og sagði manni sínum frá tilfelli
sem snart starf hennar.
Lafði Barrett hafði verið kvödd til þess að
taka á móti barni Dorisar nokkurrar (eftir-
nafni var leynt í skýrslunni). Þótt barnið
fæddist fúllfrískt var Doris að dauða kornin.
Lafði Barrett lýsti því með þessum orðum:
„Allt í einu leit hún í átt til viss hluta
herbergisins og geislandi bros færðist yfir
ásjónu hennar: „Yndistlegt!" sagði hún. „Ó,
yndislegt, dásamlegt!" Ég spurði hana:
„Hvað er yndislegt?" „Það sem ég sé,“ svar-
aði hún lágri, ákafri röddu. „Hvað sérðu?“
„Yndislega birtu — dásamlegar verur." Það
er erfitt að lýsa þeirri sterku tilfinningu
raunveruleiks, sem kom fram við það hve
gagntekin hún var af sýn sinni. ,Já, en þetta
er pabbi! Ó, það gleður hann svo mikið að
ég skuli vera að koma. Hann er svo undur-
glaður. Þetta væri með öllu fullkomið, ef W
(eiginmaður hennar) kæmi bara líka.“
Doris var nú fært barnið, svo hún gæti
virt það fyrir sér. „Finnst þér ég ætti
að vera kyrr vegna barnsins?" spurði hún þá.
Síðan virtist hún snúa sér aftur að sýn sinni
og sagði: „Ég get ekki — get ekki verið kvrr
hérna. Ef þú gætir séð það sem ég sé, þá
myndirðu vita, að ég get ekki verið hér
kyrr.“
Það var bersýnilegt að þessi unga kona
„sá“ eitthvað, sem var henni svo raunveru-
legt, svo fullnægjandi og svo mikils virði að
hun var reiðubuin að fórna fýrir það lífi sínu
og eigin barni.
Þegar eiginmaður hennar kom inn í her-
bergið, þá snéri hún sér til hans og sagði:
„Þú lætur ekki drenginn okkar í hendurnar á
neinum, sem elskar hann ekki, er það?“ En
þegar hann nálgaðist hana vék hún honum
undan og sagði: „Leyfðu mér að horfa á
þessa yndislegu birtu.““
Nú vaknar spurningin um það, hvort hér
hafi einungis verið um óskyggju að ræða,
sem komið hafi fram í formi ofsjóna. Dr.
Barrett velti slíkri skýringu fyrir sér, en
hafnaði henni, sökum þess að meðal þesssa
látna fólks sem Doris sá var manneskja sem
hún átti ekki von á að sjá þarna. En þannig
var mál með vexti að systir hennar, Vida,
hafði látist þrem vikum áður. Hins vegar
hafði þess verið vandlega gætt að Doris
frétti þetta ekki, sökum þess hve heilsu
hennar var ábótavant. Doris var því mjög
hissa, þegar það gerist, sem hér verður lýst
með orðum lafði Barrett:
„Hún ávarpaði föður sinn látinn og sagði:
„Ég er að koma.“ Um leið snéri hún sér til
mín og sagði: „Ó, hann er svo nálægur." Svo
leit hún aftur á sama stað og sagði með
undrunarsvip: „Hann er með Vidu hjá sér!“
Svo snéri hún sér aftur að mér og sagði:
„Vida er hjá honum." Síðan sagði hún: „Þú
vilt fá mig, pabbi — ég er að koma.““
Dr. Barrett varð fyrir svo miklum áhrifum
af því að Doris skyldi sjá Vidu, að hann safn-
aði saman öllum slíkum frásögnum, sem
hann gat fundið, og gaf þær svo út í bók,
sem bar nafnið Banaheðssýnir og út kom
1926.
etta var fyrsta kerfisbundna rannsókn-
in á þess konar fýrirbærum. Niður-
stöður Barretts voru þær, að hinir deyjandi
hafi séð í sýn látnar persónur, sem hafi kom-
ið til þess að færa þá til sinna himnesku
heimkynna. Hann komst þannig að þeirri
niðurstöðu, að slíkar sýnir séu algengari,
þegar hugur sjúklingsins er skýr og
skynsamlegur, og stundum komi það fram í
slíkum sýnum, sem hinn deyjandi eigi alls
ekki von á. Til dæmis undruðust börn oft að
sjá engla án vængja. Einnig kom fram í til-
fellum Barretts að sýnunum fýlgdu upp-
hafning, unaðslegar tilfinningar, ró og
friður. Þá nefndi hann einnig dæmi þess, að
viðstaddur ættingi eða hjúkrunarkona fyndi
einnig til þessara unaðslegu tilfinninga
ásamt hinum deyjandi manni.
Það voru einmitt þessar rannsóknir, sem
þeir dr. Karlis Osis og dr. Erlendur Haralds-
son tóku upp aftur með sama vísindalega
árangri.
Það hefur lengi verið skoðun mín, að
dauðinn sé engan veginn endir allrar mann-
legrar reynslu; að við lifum áfram að þessu
lífi loknu. Ég er alveg sammála Dag Ham-
merskjöld um það, að það sé ákaflega mikil-
vægt hverjum manni að gera sér sem fyrst
grein fyrir þessu sökum þess, að þessum
sannleik fylgir óhjákvæmilegur skilningur á
því, að reikningar okkar verða ekki gerðir
upp að fullu í þessu Iífi. Það er hverjum
hugsandi manni alveg Ijóst með því einu að
líta í kringum sig, að niðurstaðan af því að
trúa ekki á líf eftir dauðann hlýtur að leiða
til þeirrar skoðunar, að réttlæti sé ekki til.
Sú skoðun, að þetta líf sé öll tilvera
mannsins, getur þvi leitt til eyðileggjandi
hugsunarháttar. Ef maður telur sig staddan í
frumskógi þar sem ofbeldi, fals og fláræði sé
eitt til nokkurs gagns og sá sterki eigi tví-
mælalaust að ráða, þá getur slíkt leitt til
miskunnarlauss lífs, sem getur eyðilagt við-
komandi persónu.
eir sem trúa á annað líf, eins og komið
hefúr fram í vísindalegri könnun að
meiri hluti íslendinga gerir, eða telja það
beinlínis hafa verið sannað fyrir sér, sökum
þess sem þeir hafa upplifað, og hljóta því
jafhframt að gera sér þess fúlla grein, að
hver er sinnar gæfu smiður; að áminning
Páls postula um að eins og maðurinn sái
hljóti hann að uppskera, er lögmál, sem
enginn kemst undan.
En okkur gengur stundum erfiðlega að
átta okkur á því, hvort gæfan sé okkur hlið-
holl sökum rangs mats á því í hverju gæfan
liggur.
Hverja trú sem menn þykjast játa opin-
berlega, þá er það sannreynt að á Vestur-
löndum og víðast annars staðar er fólk fyrst
og fremst metið eftir hæfileikum sínum til
þess að safna fé og græða. Áhrifamesti guð
Vesturlanda er Mammon, þótt þess sé gætt
að viðurkenna það aldrei opinberlega.
Hér þarf að hefjast endurmat slíkra skoð-
ana og er það raunar hafið meðal fjölda
ungs fólks víða um heim. Það hefúr séð á lífi
foreldra sinna að gæfan er ekki föl fyrir fé
eða frama.
Meðal annars af þessum ástæðum hljót-
um við að fagna nýjum rannsóknum vísind-
anna, sem færa enn nýjar stoðir skynsem-
innar undir þá skoðun að látinn lifir.
VIKAN 31