Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 24
Tryggvi Ólafsson listsmálari er væntanlegur heim til íslands einhvern næstu daga — ef hann er ekki bara kominn, blessaður, þegar þessar línur birtast. Eins og listffóðir menn sjá, þá er myndin hér á síðunni eftir meistarann ífá Neskaupstað — en hún mun skreyta forsíðu bókar um Tryggva sem kemur út þann tuttugasta og fyrsta nk. Textann í þá bók skrifúðu þeir Halldór Björn Runólfsson list- ffæðingur og Thor Vilhjálms- son. Lögberg gefúr út. Margur er ríkarí — en hann hyggur, geta þeir nú með sanni sagt í Þjóðminja- safninu í Stokkhólmi. Þangað kom um daginn sérfræðingur ffá Austurríki, Silvia Ferino að nafni. Hún fann í safhinu litla teikningu eftir Rafael. Teikn- ingin er talin vera milljóna- virði. — Við héldum svo sem ekk- ert um þessa teikningu, sagði safnstjórinn, Börje Magnusson, — en Silvia Ferino er Rafael- sérfræðingur og hún segir að teikningin sé skissa að ffesku Rafaels sem nefhist „Drottinn vor birtist Nóa“. Sú ffeska er í Vatikaninu og var máluð árið 1508. Teikning þessi eftir Rafael hefur verið lengi í Svíþjóð. Hún barst þangað árið 1740 — eða á áratugnum eftir 1740. Þá keypti Carl Gustaf Tessin mörg þúsund teikningar effir gamla meistara. Þessar teikn- ingar fann Tessin þessi í París og gaf þær svo Gustaf þriðja, Svíakonungi, sem lét þær renna til konunglega safnsins. Þegar Þjóðminjasafnið sænska var reist á áratugnum eftir 1860 gengu teikningarnar þangað. (TT - Stokkólmi) Undir húifu follarans — nefnist ný skáldsaga sem Ið- unn er að gefa út þessa dagana og er eftir Kristján Jóhann Jónsson. Sagan er önnur skáld- saga höfúndar, en fyrir nokkr- um árum kom út bók hans, Haustið er rautt. Undir húfu tollarans er sam- tíðarsaga úr Reykjavík, „fjölskyldusaga," segir á bak- síðu bókarinnar, „dæmisaga úr íslensku þjóðfélagi... Aðal- persónur eru bræður tveir, Karl kennari og Björn iðnaðar- maður.“ HEILABROT Hingað til fslands rakst um daginn argentínskur blaðamaður og hafði í hót- unum um að skrifa langa ís- landsbók þegar heim kæmi, mörg hundruð síður, sagði hann, bara texti, engar myndir. — Er ekki erfitt að hugsa sér bók um fjarlægt land án mynda? — Minn texti er myndrænn, sagði hann sposkur. — En þú hefur ekki dvalið hér á landi nema í viku. Varla dugir sá tími til að skrifa bók upp á mörg hundruð síður? — Dvelji maður tvær vikur í einhverju Iandi, getur maður skrifað bók, sagði hann. — Sé maður mánuð eða tvo, getur maður í mesta lagi skrifað blaða- grein. Og slóri maður marga mánuði, hafi jafúvel vetursetu, þá getur maður í mesta lagi skrifað eitthvað á póstkort. Og setjist maður að í nýju landi — þá getur maður ekkert skrifað; þá hristir maður bara höfuðið. Trúlega mun sá argentínski standa við hótun sína - og skrifa langa og myndlausa bók um ís- land og íslendinga þegar heim kemur. Hann er vanur að vinna þannig, segir hann, hefur skrifað nokkrar bækur um lönd og þjóðir, siði og ósiði. Kannski tökum við okkur til og þýðum bókina. - Það verður áreiðanlega ekki metsölubók á íslandi, sagði hann, — en það getur vel verið að hún seljist vel í Argentínu. Þar seljast oft vel bækur sem fjalla um skrítna staði. Það þykir fínt að ferðast til skrítinna staða. / Það er vitaskuld ekkert fínt eða merkilegt við það að hangsa á stöðum eins og Mallorca, Rho- dos eða Torremolinos. Það er hins vegar fínt að fara til fslands, til Burundi og Jakútíu — og allra þessara hundsrassa sem enginn hefúr hingað til nennt að sækja heim. Og með það var hann far- inn - heim að skrifa íslandsbók. 24 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.