Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 5

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 5
•jeiwod jeiuöis :J!puÁujS9h Viltu opna verslun á Rauða torginu? Sovétmenn funda með íslenskum verslunarmönnum TEXTI: SIGMAR ÞORMAR Hefur þú áhuga á að stunda verslun og vlðskipti? Eða viltu kannski færa út kvíarnar, ef þú rekur þegar slíka starfsemi? Þá ættir þú ef til vill að ræða við rússneska verslunarfúlltrúann um málið. Það er nú ekki svo, að Sovét- menn ætli að ráðskast með ís- lenskt viðskiptalíf, heldur vilja þeir bjóða íslenskum kaup- mönnum upp á að stofnsetja verslanir í Moskvu! Viðskiptafúlltrúar sovéska sendiráðsins halda kaffifund með íslenskum verslunarmönn- um í dag, fimmtudag, þar sem þeir kynna möguleikana á slíku samstarfl við íslenska kapitalista í höfuðvígi kommúnismans. Umbætur Gorbachevs í Sovétríkjunum eiga sér nú stað víðtækar breytingar á efna- hagslífmu, í samræmi við um- bótastefiiu Gorbachevs flokks- leiðtoga, sem stefnir að auknu frjálsræði í viðskiptum og hefur vestrænum aðilum þegar verið leyft að hefja starfsemi þar í auknu mæli. Þótt ótrúlegt megi virðst, hafa sovétmenn þegar leyft vestræn- um aðilum að opna verslanir við Rauða torgið í Moskvu. Gorbac- hev hefur því ekki látið sitja við orðin tóm. Stefnan er að skrif- ræði og íhaldsemi eigi að víkja fyrir liðlegheitum í efnahagslífi landsins. Gorbachev vill nýta sér það besta úr vestrænum kapitalisma. ísland og Sovét Hvað varðar okkur um þetta allt? Viðskipti íslendinga og Sov- étmanna hafa lengi verið í föst- um skorðum. Þeir kaupa af okk- ur fisk og ull og við fáum olíu og Lödu í staðinn. Nú segja rúss- nesku viðskiptafúlltrúarnir að tími sé kominn til að gera þessi viðskipti fjölþættari, fá fleiri ís- lendinga til að taka þátt í þeim. Rússar segjast hafa áhuga á inn- flutningi, verslun, útflutningi og samvinnu um stofnun og rekst- ur fyrirtækja. Þetta eru meginmálin sem rússensku viðskiptafúlltrúarnir ræða við íslenska verslunar- Sovésku viðskiptafulltrúarnir Bosis Radivilov og Alexei Frolove (sem talar reyndar góða íslensku) telja að fleiri íslendingar ættu að sýna Sovétviðskiptum áhuga. Sovétmenn vilja opna dymar fyrir verslun og viðskiptum við Vesturlönd. menn á fundi á vegum Verslun- arráðs íslands í Húsi verslunar- innar í dag fimmtudag. Þeir segjast hafa áhuga á að kaupa fjölbreyttari vörur héðan og setja á stofn fiskiréttaverk- smiðjur o.fl. í samvinnu við ís- lendinga. Einnig telja þeir möguleika á að framleiða ís- lenskar tölvuvogir í Sovétríkjun- um. Skriffinskan Mörgum stendur vafalítið ógn af skriffinskunni í Sovétríkjun- um og fýsir því lítt að reka fýrir- tæki þar. Mönnum finnst yfir- leitt nóg um þyngslin í kerfinu hér heima. Viðskiptafulltrúarnir Boris og Alex úr sovéska sendi- ráðinu, lofa að þetta sé að breyt- ast og menn þurfi ekki að óttast endalausa bið eftir leyfúm og öðrum pappírum, þar sem skipulagsbreytingar Gorbac- hevs séu að færa þessi mál í lið- ugra horf. Hvort það er raun- verulega hægt á skömmum tíma, er svo annað mál. Sovéska báknið er þekkt fyrir annað en hraða ákvörðunartöku. Viðskiptin við Sovétríkin hafa þó ýmsa kosti, ef þau geta orðið að veruleika. Vestrænir sér- fræðingar í Sovétviðskiptum, segja að Rússar standi vel við gerða samninga og afhendi vör- ur á réttum tíma og það sem ekki er minnst mikilvægt, þeir eru sagðir greiða skuldir sínar stundvíslega. Greinarhöfundur er blaöafulltrúi Versl- unarráðs (slands. VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.