Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 60

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 60
MYNDBÖND PIRATES ★ Aðalhlutverk: Walter Matthau o.fl. Leikstjóri Roman Polanski Það var gott að Polanski skyldi ekki taka uppá því að sýna Pirates þegar hann heim- sótti okkur nú um daginn. Slíkt hefði verið ærið vandræðalegt, bæði fyrir hann og áhorf- endur. Fyrir mann sem gert hefur snilldarverk eins og Tess og Chinatown, hlýtur að vera afleitt að sitja uppi með þessa misheppnuðu mynd. Hana skortir bókstaflega allt, dulúð, gamansemi, ævintýri, eðlilegt rennsii, góð samtöl og styrka leikstjórn. Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig hvað maðurinn hafi verið að hugsa, með ómælt fé í höndunum og hug- mynd sem hefði getað orðið að afar góðri skemmtimynd. Pirates verður að flokka sem feilspor á ferli Polanskis sem áreiðanlega á eftir að ná sér á strik og magna galdur sinn fyrir unnendur hvíta tjaldsins innan skamms tíma. STAND BY ME ★ ★★ Aðalhlutverk: River Phoenix, Kieier Sutherland o.fl. Leikstjóri Rob Reiner Rob Reiner er kvikmyndagerðarmaður á svipuðum slóðum og John Hughes, en þeir kumpánar bera höfuð og herðar yfir aðra bandaríska kollega sína sem notast við börn og unglinga i myndum sínum. Fjórir drengir halda í leiðangur til að hafa uppá líki drengs sem leitað hefur verið lengi en einn þeirra hef- ur komist á snoðir um hvar það sé að finna. Leitin að líkinu verður þó ekki aðalatriði mynd- arinnar heldur persónur og hugsanir drengj- anna sjálfra um lífið, dauðann og tilganginn. Þessum stóru spurningum er síðan vafið inni hlýlegan feld gamansemi, spennu og frábær- lega vel skrifaðra samtala. Ein af betri mynd- um síðari missera. Ásgrímur Sverrisson X THE CAINE MUTINY ★★★ Aðalhlutverk: Humphrey Bogart, Van Johnson. Leikstjóri Edward Dmytryk. Ein af þessum traustu skemmtimyndum sem bárust frá Vesturheimi á fimmta og sjötta áratugnum, þessi undir öruggri handleiðslu framleiðandans Stanley Kramer, en nafn hans má yfirleitt telja gæðastimpil. The Caine Mutiny segir sögu Queegs skipstjóra og áhafnar hans um borð í tundurduflaslæðara í seinni styrjöldinni. Áhöfnin neyðist til að taka völdin á úrslitastundu, þegar skipstjórinn brotnar undan álaginu og herréttur fylgir i kjöl- farið. Ýmsum kann að þykja framsagnarmát-- inn gamaldags en maður getur þó ekki annað en dáðst að fagmennskunni þar sem orð og gerðir bera söguþráinn beina leið í höfn án nokkurra undanbragða eða útúrdúra. Einfald- lega góð, gamaldags skemmtun. TOP GUN ★★★ Aðalhlutverk: Tom Cruise, Kelly McGillis. Leikstjóri Tony Scott. Það verður að segjast eins og er; mér er meinilla við að viðurkenna það en mikið skratti er þetta góð mynd. Hún hefur allt sem slíka mynd má prýða. Sterkt meginþema (ungur piltur krefur fortíð sina um reikningsskil og verður að manni), mikinn hraða og kraft, ag- aðan leik og stílfærðan samkvæmt umgjörð myndarinnar og áhrifamiklar sjónrænar upp- lifanir. En óbragðið kemur þegar maður gerir sér grein fyrir því að ætlun höfunda myndar- innar var ekki að segja þroskasögu ungs manns heldur að stappa stálinu í bandarískan hernaðarmóral og þá gamalkunnu pólitík að skjóta fyrst og spurja svo. ROOM WITH A VIEW ★★★ Aðalhlutverk: Helena Bonham- Carter, Julian Sands, Daniel Day Lewis, Den- holm Elliot. Leikstjóri James Merchant. „Delightful, little comedy" myndu Bretar segja - og hafa reyndar sagt, ásamt Banda- ríkjamönnum sem tóku þessari mynd opnum örmum. Sama skalt þú gera því þessi mynd er yndisleg lítil perla og góður fulltrúi þess besta sem bresk kvikmynda- og frásagnarhefð stendur fyrir. Tvíeykið Merchant/lvory og handritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala endurskapa rómantískt andrúmsloft fyrra hluta aldarinnar í sögu af ákveðinni ungri stúlku sem staðráðin er í að koma undir sig fótunum í lífinu. Persónugerð, leikurog fram- setningarmáti með afbrigðum vel af hendi leyst. Hún á eftir að ylja þér um hjartarætur.... Myndir sem við mælum með á myndbandaleigum The Mission Dr. Strangelove Aliens A Clockwork Orange Hollywood Shuffle East of Eden the Caine Mutiny 60 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.