Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 18
Weinberger hefiir ávallt verið
einn af hörðustu „haukunum
í Washington, þótt það sé látið
heita að hann hætti vegna
veikinda konu sinnar er það
ekkert leyndaranál að hann er
mjög mótfallinn samningum
um afvopnun sem nú eru í
undirbúningi.
Weinberger
sá síðasti af
Kaliforníu-
genginu
*
Weinberger heimsækir hermenn í Fort Lewis.
Nú þegar Caspar Wein-
berger hefúr látið af starfl
vamarmálaráðherra eftir sjö
ára veru í því má Ronald Re-
agan sjá á eftir einum hinna
síðustu af nánum ráðgjöfum
sínum úr hinu svokallaða
Kalifomíugengi, það er
manna sem verið hafa með
Reagan frá ámnum er hann
var ríkisstjóri í Kaliforníu.
Opinberlega lætur Weinberg-
ar af störfúm vegna veikinda
konu sinnar en það er ekkert
leyndarmál að hann er mjög
mótfallinn samkomulagi því
sem Reagan og Gorbatsjov
munu undirrita um fækkun
kjarnorkuvopna nú í desember.
Weinberger verður minnst
öðru fremur vegna þess að í tíð
Reagans stóð hann fyrir mestu
uppbyggingu bandaríkjahers
sem þekkst hefur á friðartíma en
ÚTLÖND 7
ekkert lát hefúr verið á fjár-
streyminu til Pentagon á þeim
tíma sem Weinberger hefúr ver-
ið varnarmálaráðherra. Hann er
þó þekktur að öðru en örlæti í
fjárveitingum áður, t.d. hlaut
hann viðurnefhið „Hnífúrinn" er
hann var fjármálastjóri Reagan í
Kaliforníu í upphafi sjöunda ára-
tugarins. Viðurnefni hans
breyttist síðan í „Cap með skófl-
una“ er hann varð varnarmála-
ráðherra einkum vegna þess
hve miklu af fé hann mokaði í
varnarmálin.
Pentagon fékk á sig mikla
gagnrýni vegna þess hversu fár-
ánlega fé þessu var oft varið,
dæmi um 7000 dollara kaffivél-
ar og 100 dollara boddýskrúfur
komu upp á yfirborðið og vitað
er að mörg fýrirtæki sviku millj-
ónir dollara út úr samningum
sínum um smíði hergagna. Þessi
gagnrýni náði hámarki 1985 og
þá voru uppi raddir um að reka
ætti Weinberger úr embætti en
áralöng vinátta hans og Reagan
kom i veg fýrir slíkt.
Weinberger hefur ávallt verið
einn af hörðustu „haukunum" í
Washington og fer ekki dult
með það. Hann er alfarið á móti
samningum við sovétmenn um
niðurskurð kjarnorkuvopna því
hann telur að Sovétmenn muni
ekki standa við sína hlið slíkra
samninga og hann var ákafur
talsmaður þess að Bandaríkin
gripu inn í þróun mála á Persa-
flóa, sagði þá að ef þeir gerðu
slíkt ekki væri öruggt að Sovét-
menn myndu grípa tækifærið.
Carlucci framagjarn
embættismaður
Hinn nýi varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, Frank
Carlucci er framagjarn
embættismaður með flckk-
lausan feril innan stjórn-
kerfisins allt frá tímum Ric-
hard Nixons og hefur hann
því þjónað bæði forsetum
demókrata og rebúblikana.
Carlucci er nákunnur þeim
manni er hann tekur við
embætti af, Caspar Weinberger,
því hann var aðstoðarmaður
hans er Weinberger var fjár-
málastjóri Nixons og hann
fýlgdi Weinberger áfram er Ger-
ald Ford gerði hann að heil-
brigðisráðherra sínum.
Jimmy Carter hafði einnig not
fyrir Carlucci því hann gerði
hann að varaforstjóra CIA á
þeim tíma er Bandartkjaþing.
rannsakaði störf leyniþjónust-
unnar er nokkur hneyksli komu
upp á yfirborðið í þeirri
stofnun.
Er Ronald Reagan varð forseti
og bað Weinberger um að taka
stöðu varnarmálaráðherra gerði
Weinberger það að skilyrði að
hann fengi Carlucci sem stað-
gengil sinn en íhaldssöm klíka í
öldungadeildinni var lítt hrifin
af þeirri ráðstöfun þar sem Car-
lucci hafði þjónað Carterstjórn-
inni. Eftir að Carlucci hafði
gengt þessari stöðu í 2 ár reyndi
hann fýrir sér í einkageiranum
án mikil árangurs og er Reagan
þurfti að finna sinn fimmta
formann Þjóðaröryggisráðsins í
miðju Iran/Contra hneykslinu
féll staðan í hlut Carlucci. Starfs-
mannastjóri Hvíta hússins þá,
Donald Reagan, vildi fá annan í
þetta starf en Weinberger lagði
inn gott orð með sínum fyrra
samstarfsmanni.
Það var einkum hlutverk Car-
lucci að hreinsa til í Þjóðar-
öryggisráðinu sem farið var að
reka eigin utanríkismálastefnu
Frank Carlucci hinn nýi varn-
armálaráðherra Bandaríkj-
anna.
án samráðs við utanríkisráðu-
neytið og þykir hann hafa gert
þetta af miklum myndarskap.
Sem varnarmálaráðherra er
búist við að Carlucci verði mun
móttækilegri fyrir niðurskurði
kjarnorkuvopna en fyrirrennari
hans var og í tíð hans er búist
við að hægt verði á þeirri miklu
uppbyggingu bandaríkjahers
sem hafin var í tíð Weinbergers.
18 VIKAN