Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 32

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 32
Maja lítla og skáldskapurinn Þegar Maja litla var aö komast á stautaldurinn fóru kennarar hennar og aðrir uppalendur að halda að henni stafakverum. Og vegna þess að Maja var og er greind stúlka, lagði hún það á sig að læra að lesa, þótt henni fyndist það fremur leiðinlegt og með öllu óþarfi. - Ég geri það þara fyrir mömmu, sagði hún jafnan, þegar málið bar á góma. Frá því í frumbernsku hafði hún laðast að sjónvarpinu. Þeg- ar hún kom heim til sín á daginn var það hennar fyrsta verk að kveikja á tækinu, klifra síðan upp á stól og svo sat hún þar til hún valt út af, ellegar þá að móðir hennar kom og slökkti á ófétis kassanum og dró Maju nauðuga að matborðinu eða kom henni grátandi í háttinn. Þær voru aðeins tvær á heimilinu lengst af. Faðir Maju fór frá mæðgun- um þegar hún var fimm ára, flutti til konu sem bjó í næstu götu. Þangað fór Maja stundum í heimsókn, epda hafði hún lykil að íbúðinni og gat hleypt sér inn sjálf, ef henni svo sýndist. Hjá föður hennar og konunni hans var líka sjónvarp og stund- um laumaðist Maja þangað strax upp úr hádeginu og sat til kvölds og góndi á sjónvarpið. Nú er Maja orðin sextán ára. Hún hætti fyrir nokkrum árum að eyða sínum tíma framan við sjónvarpstæki, enda er hún andlega vakandi og með auknum þroska fékk hún áhuga á öðru. Hún er til að mynda talin mjög efnilegur dansari. Ég yrði ekki hissa þótt ég frétti af henni í frægustu ballettflokkum Evrópu. En hún syngur líka betur en flestir, er synd sem selur og hefúr tekið þátt í frjálsíþróttamóti. Foreldr- ar hennar eru afar stolt af henni, og það eins þótt hún lesi eigin- lega aldrei neitt, viti nánast ekk- ert um bókmenntir heimsins, hafi trúlega aldrei lesið bók til enda og fletti ekki blaði til ann- ars en að stauta sig fram úr bíó- og leikhúsauglýsingum. Pabba hennar finnst það soldið leiðin- legt að stelpan skuli aldrei lesa og eiginlega ekki geta það. En það er vegna þess að hann er sjálfur bókabéus og sískrifandi, reyndar afkastamikill rithöfúnd- ur. Mamma hennar er myndlist- armaður. Hún gerði myndina hér á síðunni. Þetta er vefur, og er nokkurs konar kveðja móður- innar til bernskuára Maju og sjónvarpsglápsins. Ég heimsótti mæðgurnar í haust. Þá stóð sjónvarpið á bak við hægindastól úti í horni og hafði verið breiddur yfir það plastdúkur. Það er svo undarlegt að þótt upprennandi stjörnur eins og Maja líti aldrei í bók og gefi sér ekíd heldur tíma til að slóra við sjónvarp (sem einu sinni var ævinlega kallað imba- kassi, vegna þess að menn þótt- ust vissir um að aðeins fífl horfðu á það eða kannski ffem- ur að sjónvarpið gerði menn að hálfvitum), þá fjölgar útgefnum bókatitlum um hinn vestræna heim og sjónvarpi er dælt á fólk í vaxandi mæli. Jafnvel dvergríki eins og ísland er með tvær og víst bráðum þrjár sjónvarps- stöðvar plús myndbandamark- að. Bækur eru gefnar út á vegum hinna hefðbundnu forlaga, á vegum bókaklúbba og lestrar- félaga og núorðið raunar á snær- um hvers kyns samtaka sem er- indi eiga við mannsöfúuðinn. Miðlun, helst fjölmiðlun, er lausnarorð okkar tíðar. Ritstörf af ýmsu tagi eru að verða stór- iðja sem veitir æ fleiri vinnu. Samt er Maja varla læs; og hún hefúr engan áhuga lengur á sjónvarpi, hefúr eiginlega aldrei lesið bók. Prentiðnaðurinn lifir nú mikið blómaskeið. Gamli Gutenberg myndi verða stoltur, ef hann fengi að rölta um hinar tuilkomnu prentsmiðjur nú- tímans. Höfundar koma með tölvudisklinga sína, stinga í vél og út úr vélinni kemur innbund- in pappírskilja, kannski fimmtíu þúsund eintök. í hverjum ein- asta mánuði fá milljónir lesenda í Evrópu (tugir þúsunda á ís- landi) bók senda heim á snær- um einhvers bókaklúbbs. í hverjum mánuði bjóða þessir klúbbar félögum sínum að lesa nýja eða nýlega skáldsögu — fyrir utan bókmenntir af ýmsu öðru tagi, bækur um blómarækt, líkamsrækt, matargerð, bílavið- gerðir og margt, margt fleira. Lesmálsiðnaðurinn virðist standa sig á markaðnum. Allt er i blóma. Skáldskapur og skapandi hugsun eru f'yrir- bæri sem markaðurinn sækist eftir. Auglýsingaiðnaðurinn ríð- ur yfir okkur eins og holskefla — og notfærir sér skáldskapinn á sinn útvatnaða hátt. Skáldsögur halda áfram að koma út. En skáldsagan, þetta fýrirbæri sem einhverju sinni var líkt við dómkirkju borgara- legrar hugsunar og hafði að geyma bæði predikan sem list- ræna úttekt og gagnrýni á sam- félagið - hefúr gerbreyst. Hún er að skreppa saman og verða eins konar úrdráttur eða í snatri samansett samsuða úr megin- straumi tíðarinnar. Ætli skáldsögur verði ekki mestanpart skemmtiefni í fram- tíðinni, skemmtun miklu frernur en þýðingarmikið innlegg í póli- tíska hugsun tíðarinnar? Maja fullyrti að hún ætlaði sér að lesa stóru, þykku skáldsögurnar og heimspekiritin einhvern tíma seinna. Kannski á eliiheimilinu, sagði hún. Ég leyfði mér að efast um að hún nennti að hressa upp á lestrarkunnáttuna, þegar hún væri komin þangað. Ég má bara ekki vera að því að liggja í þessu tauti núna, sagði hún. En hvers vegna verður ein- mitt bóklesturinn afgangs? spurði ég. Hann verður ekki bara af- gangs hjá mér, sagði hún. Við lifuni á breyttum tímum. Ætli okkur sé nokkuð sjálffátt? Já; Maja er enginn asni. Hver veit nema henni takist að hressa Armand Hammer Gamall vinur Leníns Vasa- peningar eða eitthvað í þá veru, hafa þau kannski hugsað Don- ald Woomer, múrari í Harr- isburg í Bandaríkjunum, og Linda Despot, sambýlis- kona hans, þegar þau fengu stóra lottóvinning- inn um daginn. Þau keyptu lottó-seðla fyrir 25 dollara og unnu 46 milljónir doll- ara. Þá tölu þarf að marg- falda með 38 til að fá út ís- lensku upphæðina - eða um það bil. Dollarinn hef- ur verið að falla. Hann ku hafa þénað milljarða króna á því að selja ódýrt áfengi, á olíu og á rússnesku byltingunni. Armond Hammer var einka- vinur Leníns, kapítalistinn sem alla sína tíð hefur verið með annan fótinn í Sovétríkjunum. Armand Hammer er nú 89 ára, býr á víxl í New York og Los Angeles og stundum er sagt að maðurinn sé hugmyndaauðgi kapítalismans holdi klædd. Hann er lágvaxinn karl, gervi- tennurnar losaralegar í munnin- um og hann pírir augun vegna nærsýni. Hann hætti að telja milljarðana sína þegar hann var 65 ára. Allt sem honum dettur í hug að kaupa fýrir peninga er innan seilingar fyrir þennan bubba. Og hann er frægur fýrir að hafa hitt persónulega hvern einasta leiðtoga Sovétríkjanna, allt frá Lenín til Gorbatsjoffs. Sovétsamband hans hófst 1921. Þá var hann nýútskrifaður læknir og skrapp til Moskvu og 32 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.