Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 50

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 50
Ijósaperu" hugsaði Hermann með sér. Hann heyrði suðið í eyrum sínum og fannst það vera eins og útvarpstæki á fullu, stillt á enga stöð; þetta var svæfandi. Her- mann fannst að hann liði í bylgjukenndum hreyfingum út í geiminn ... Skyndilega stóð Hermann upp og hélt í átt til námunnar. Hann vissi eiginlega ekki hvort hann væri vakandi, en hann æddi samt niður að námunni hröðum tif- andi skrefum. Hann stiklaði með miklum hraða á spýtnabrakinu yfir forina og leit flóttalega í kringum sig á draugalegar bygg- ingarnar sem virtust iða af draug- agangi í dauðleika sínum, eða það fannst Herman. Loks stóð hann aðeins í þriggja metra fjar- lægð frá opinu. Pað marraði drungalega í fúnu trégólfinu þeg- ar hann færði sig nær opinu og vindur þeytti upp þurri brúnleitri mold. Dimman þarna var ótrú- leg, svo svört. Hermann gekk eitt-tvö skref áfram og allt í einu stóð hann á barmi opsins milli lyftustoðanna, og rýndi niður í myrkrið. Aldrei hafði gnauðið verið hærra. F>á fann hann þá ógeðslegustu rotnunarlykt sem hann hafði fundið leggja upp úr námuopinu. Hermann rykktist aftur á bak sem skrækkenndum hósta. Hann hafði ekki risið nema til hálfs þegar hann fann sér til hroðalegrar skelfingar að eitt- hvað ýtti aftan á sig. Hermann rak upp hálf kæft öskur: ef hon- um yrði ýtt 15 sentimetrum lengra þá mundi hann detta nið- ur um opið. Hermann spyrnti fótunum af öllu afli í jörðina og reyndi að líta við, en gat það ekki. Honum virtist sem opið biði næstum græðgislega eftir því að geta kyngt honum niður í gap sitt. Hans eigin hjartsláttur ætl- aði að slíta ltkama hans í sundur og hann varð skyndilega renn- blautur af svita. Hermanni fannst þunginn ætla að rífa sig í tætlur og hann rykkti sér til hlið- ar og læsti höndum sínum utan um lyftustoð, og hélt sér þar dauðahaldi. Jafn skyndilega og þrýstingurinn byrjaði hvarf hann. Augu Hermanns tifuðu af hræðslu og líkami hans gekk upp og niður af skelfdum andar- drætti, hann heyrði ekki að hann hljóðaði í hverjum útblæstri. Líkami hans var skrúfaður fastur við staurinn. Svitinn braut ennþá út og klístraði föt hans og hár. Hermann reyndi að koma auga á 50 VIKAN árársarveruna ... en hann sá ekk- ert ... EKKERT. Hann heyrði skrjáf í kringum sig, það hræddi hann enn meira. Hendur Her- manns læstust enn fastar utan um stoðina. Timinn hafði lokað sig inni í augnablikinu og bærði ekki á sér. Hermann Raucher reyndi af öll- um mætti að hugsa skýrt ... lógískt, Guð, hann kunni ekki einu sinni Faðir vorið, hvað þá boðorðin tíu. Hermanni var það ljóst að hann var að missa vit- glóruna fyrst hann ætlaði að fara að biðja, ekki fannst arða af trú- rækni í honum. Hann tók sér leyfi frá hræðslunni og fram- kvæmdi allsherjar sálköfun: minnishólf merkt bænir í heilan- um - galtómt. . 10.000 volta hræðsla spann öskur utan um Hermann, þegar eitthvað byrjaði að spenna baug- fingur og litlafingur frá stoðinni hörðum, köldum og fantalegum tökum. Hermann herti takið af öllu afli, en fingurnir voru spenntir enn lengra frá, uns hornið fingur-handarbak var orðið 155°. Rafmagnaðir brestir tóku að spila í fingurliðum Hermanns. Síðan kom smellur, svo skerandi öskur Hermanns. ískaldur sviti spýttist í allar áttir, hann slengdi höfðinu sársaukalega í allar áttir, og hljóðbylgjur merktar sárs- auka dreifðust samviskusamlega út um loftið. Hönd hans kipptist krampakennt að líkama hans, og Hermann hafði gleymt atburða- rásinni vegna sársaukans, fann hann í gegnum dofann að hin hendin var spennt frá, og hann riðaði til falls. Augun voru blind- uð af vatni, svita og hræðslu, hann gat ekki stunið upp hljóði, eitthvað hafði tekið sér bólfestu í hálsinum og meinaði öllu hljóði útgöngu. Ur 1/1000000 úr sek- úndu að honumfannst, horfði hann niður í námuopið sem hafði opnað sig til fulls til að geta gleypt hann, kom hann auga á ... kaðal ... vírkaðal. Á meðan hann vó salt á brúninni settu lamaðar heilafrumur Hermanns saman skýra hugsun: „ég stekk á kaðalinn". Tilbúnar eins og hlaupatíkur spruttu taugafrum- urnar með boðin til útlimanna og fyrr en varði var hann stokkinn út í myrkrið til kaðalsins ... Lófarnir skullu á ísköldum, slepjugum og slímugum vírkaðli, þar sem ryð virtist þrífast á besta máta. Búkur fylgdi bragði, fyrst ein hendi, þá hin og fæturnir rúll- uðu sér í kringum kaðalinn og síðan skall líkami hans á vírnum. Hnykkur skók kaðalinn og Hermann dinglaði í myrkrinu. Kuldinn var ægilegur, gróf sér auðveldlega leið inn í holdið, kjötið, sinar og bein. Hann heyrði sinn eigin hjartslátt glymja í veggjum opsins. Öskrin og ópin sem Hermann hafði framleitt heyrði hann bergmála niður, neðar, lengra, dýpra. Hermann bar hönd að augun- um og þurrkaði vatnið, drulluna og leit niður fyrir sig. Svart ... ekki svart, heldur sótsvart, líkt og ljósagnir kæmust hvorki frá né að. Hann leit upp að opinu og reyndi að sjá það sem hafði ýtt honum fram af brúninni: ekkert ... EKKERT. Hvar var það, hvar, hvar, hvar ... hlátur, já hann gat svarið það, einhver ímynd hláturs utan úr myrkrinu, rykkjóttur hryglandi andardrátt- ur ... fótatak. Augun ætluðu að rifna út úr Hermanni og þau gleyptu hverja ljósögn sem þau náðu í; eyrun: tífölduðust... Það fjarlægðist, fjarlægðist. Hugsun, hugsun, allt sem gat talist hugsanaferli hafði fyrir löngu yfirgefið heila Hermanns eins og áhöfn yfirgefur brenn- andi skip fullt af sprengiefni. Þó skaust ein og ein úr felum: var kaðallinn traustur, hvernig komst hann upp aftur, af hverju hann? Þreyta og kuldi, skjálfti, gríðarleg spenna á þöndum vöðvun hans bankaði með raf- lostskenndu höggi í huga hans, efnislegum. Öll liðamót köld, ísköld; stirð, hnýtt og harðlæst: óhreyfanleg. Tilfinningin var eins og hjá liðagigtarsjúkling. Nú fyrst tók hann eftir því að hann seig hægt og rólega niður kaðalinn, kaldan og sleipan með þykkt ryðlag á sér eins og vel smurð brauðsneið. Járnflísar úr kaðlinum byrjuðu að ganga inn í lófa Hermanns, sem æpti hálf- kæfðu veini undan sársaukanum. Hann reyndi með ísköldum vöðvum sínum að klifra ofar en ... en seig bara neðar, þessi lykt, andstyggðar viðbjóður neðan úr opinu, átökin og skelfingin höfðu dregið úr honum allan kraft ... allan, mergsogið hvert einasta Newton úr vöðvum hans, hann bara seig og seig .. mjög hægt og markvisst meðan fleiri og fleiri járnflísar úr kaðlinum stungust inn í berar, kaldar hendur hans. Skælandi af sárs- auka, með hendurnar fullar af járnflísum og kaðli, fann hann allt í einu að enginn kaðall var á milli fóta hans, vírsaumurinn var á enda, búinn. Dýpsta, örvæntingarfyllsta óp alheimsins glumdi nú í göng- unum, frá mannveru sem var dauðadæmd á hroðalega myrkra- legan hátt í sögu heimsins. Hann grétt eins og barn, krakki. í ör- væntingu sinni tók hann að sveifla sér til og frá á kaðlinum, þegar hendur hans áttu nokkra sendimetra ófarna að enda kað- alsins. Þungur var hann, en bif- aðist. Á hugsunar stökk hann af vírsaumnum í átt til veggjanna. Hendurnar fálmuðu með ómennskum hraða eftir gripi ... hann skall á ísaldarköldum veggnum ... og greip í, já stein- nibbu. Von skaut upp í huga hans um að kannski ætti hann eftir að komast upp þangað til krak hljóð og steinmylsnur hrundu yfir hann. Hermann Raucher féll aftur fyrir sig með skerandi öskri niður t ... NÁM- UNA. Næst vissi hann af sér þegar hann skall á ískalt yfirborð drullupolls. Æðisgengin krampi gekk um líffæri Hermanns á meðan hann klauf vatnið, sem var varla heitara en 4°C. Her- mann klesstist með smelli á botn drullupollsins. Það var frekar frystu, krömdu mannakjöti sem skaut upp á yfir- borðið heldur en Iifandi manns- líkama. Sársauka hafði Her- mann fyrir löngu gleymt enda hafði taugakerfinu slegið út fyrir löngu. Með einhverju sem átti að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.