Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 10
DANMÖRK Danskt skip með vopn til íran? Danskt skip, Danica Four, er nú á leið til Austurlanda f]ær með vopnafarm innan- borðs frá Svíþjóð, Frakklandi og Bretlandseyjum. Talið er nokkuð öruggt að vopn þessi séu á leið til íran, í gegnum Singapore. Skipið er tæp 1000 tonn og er heimahöfn þess Nakskov á Lálandi. Eigendur eru Folmer og co. í Kaupmanna- höfn. Það tók vopnafarm um borð í Varberg í Svíþjóð og hélt þaðan til Cherbourg í Frakk- landi þar sem fleiri vopn voru lestuð um borð en áður hafði skipið tekið vopn í Bretlandi. Henrik Berlau ritari danska sjómannasambandsins segir að farmur Danicu Four sé örugg- lega á leið til Persaflóa, annað hvort til írak eða íran. Eigendur skipsins segja aftur á móti að skipið sé á leigu og viti þeir ekki áfangastað þess eða hvaða farm það ber. Hinsvegar sé það Ijóst að skipið megi ekki sigla á hafhir við Persaflóann vegna þess hve ástandið sé ótryggt þar né held- ur megi það sigla til Suður Afr- íku vegna viðskiptabanns Dana á það land og séu ákvæði uni þetta í leigusamningnum. Nokkur fjöldi danskra skipa hefur í ár tekið þátt í vopna- flutningum, m.a. til Persaflóans og nú er til meðferðar á danska þinginu frumvarp þess efhis að dönskum skipum verði bannað að sigla með vopn til landa sem eiga í stríði. Það eru vinstri flokkarnir á danska þinginu sem hafa þvingað hina borgaralegu stjórn til að leggja fram frum- varpið en bæði stjórnin og dönsku skipafélögin eru mjög andvíg þessu frumvarpi. GRIKKLAND „Félagar og vinir" Hin bandaríska eiginkona Papandreou, Margarita, hefi.tr loksins fallist á að ræða um hneykslismál það, er kom upp er ljóst var að eiginmaður hennar var í tygjum við hina 33 ára gömlu flugfreyju Dim- itra Liani. „Þar sem er reykur þar er Papandreou og Liani saman í sjónvarpsþætti hennar. eldur,“ segir Margarita en vill að öðru leyti ekkert segja sem skaðað gæti pólitískan feril manns hennar. í viðtali við tímaritið The Progressive seg- ir hún: „Við ætlum að lifa sam- an áfram sem félagar og vinir og sem eiginmaður og eigin- kona...“ og síðar segir hún að hjónaband þeirra geti ekki haggast „ ... vegna atburðar sem næstum hver kona upp- lifir á ævi sinni.“ SVÍÞJÓÐ Eiturlyfja- hringur upprættur Um tuttugu manns voru handteknir af sænsku fíkni- efhalögreglunni nótt eina í síðustu viku. Hér er um að ræða einn stærsta eitur- lyfjahring sem starfað hef- ur í landinu. Fleiri hand- tökur fylgdu í kjölfarið næstu daga og samhliða var lagt hald á mikið magn af amfetamíni en andvirði þess nam nokkrum millj- ónum sænskra króna. Lögreglan hefur fylgst með þessum eiturlyfjahring í nokk- ur ár en jók mjög eftir- grennslanir sínar er tollurinn í Helsingjaborg lagði hald á 23 kíló af amfetamíni sem falið var í varadekki bíls' á leið frá Danmörku til Svíþjóðar nú í september. SUÐUR-AFRÍKA Sænskar löggur í Suður-Afríku Sænskir lögreglumenn frá Stokkhólmi hafa undanfarið ár farið í nokkrar ferðir til Suður-Afríku þar sem þeir hafa m.a. tekið þátt í æfing- um með lögreglumönnum þar. Hinir sænsku eiga nú á hætttu að missa störf sín vegna þessa en lögregluyfir- völd í Stokkhólmi eru nú að rannska þetta mál. Lögreglumennirnir, sem eru tiu talsins, munu hafa hvatt fé- laga sína til sams konar ferða- laga til að .hjálpa hvítu stjórninni...“ Ef í ljós kemur að lögreglu- mennirnir hafa farið þessar ferð- ir í frítíma sínum er lítið sent lögregluyfirvöld geta gert en komi í ljós að um þjónustuferðir var að ræða munu lögreglu- mennirnir missa störf sín þar sem allar slíkar ferðir verða að vera til landa sem sænsk stjórn- völd eiga eðlileg samskipti við, en einnig ma nefna að Sænska lögreglumannasambandið hefur fordæmt stjórnvöld Suður- Afríku. Lögreglumennirnir sem hér um ræðir eru ur Norrmalms hverflnu, en gegn lögreglu- mönnum þar hafa áður kornið ásakanir um öfgar til hægri, mis- notkun valds og ofbeldi. EVRÓPUBANDALAGIÐ Milljarðar í súginn Milljarðar króna fara árlega í súginn hjá Efnahagsbanda- lagi Evrópu vegna þess hve lönd innan EBE rækta slæmt tóbak. Rannsóknarnefnd sú sem er efnahagslegur varð- hundur F.BE heldur þessu firam í nýrri skýslu um málið. í skýrslunni segir að tími sé til kominn að kanna ítarlega hvað verði um þá 5 milljarða danskra króna sem fara í tóbaksgeirann hvert ár og eiga að styrkja fram- leiðslu á tóbaki sem engir ntöguleikar eru á að markaðs- setja. Rannsóknarnefndin segir enn- fremur að styrkjakerfi EBE að þessu leyti taki alls ekki mið af því sem er að gerast á heims- markaði hvað tóbak varðar og að framleiðslan svari ekki kröfum neytenda. 10 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.