Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 4

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 4
Notaðar bandarískar bifreiðar viðsjárverðar: Fimmtungur þeirra með falsaða ökumæla Innflutningur á not- uðum bandarískum bifreiðum til landsins hefur aukist gífurlega í ár miðað við síðasta ár. í fyrra voru 80 slíkar bif- reiðar fluttar inn til landsins en það sem af er þessu ári eru þær orðnar 634 talsins. Kaupendur þessara bif- reiða ættu hinsvegar að vara sig á þeim því sam- kvæmt könnun sem tímaritíð Changing Tim- es gerði er fimmtungur þeirra með falsaða öku- mæla, það er vegalengd- in sem sést á ökumælin- um hefur verið skrúfuð niður til að auka verð- mæti bifireiðarinnar í endursölu. í grein CT um þetta mál seni ber yfirskriftina: „Ökumæla- svindl, það er verra en þú heldur," segir að vandamál þetta sé raunar ekki aðeins bundið við notaðar bifreiðar í Banda- ríkjunum því nýlega varð upp- víst að Chrysler-verksmiðjurnar hefðu tekið úr sambandi öku- mæla á 60.000 nýjum bifreiðunt sem starfsmenn höfðu ekið, áður en bifireiðarnar voru send- ar sölumönnum um öll Banda- ríkin. Tímaritið segir að um það bil einn bíll af hverjum fimm sem seldir eru notaðir í Bandaríkjun- um hafi falsaðan ökumæli og vitnað er til NHTSA eða Þjóð- vegaöryggisstofnunarinnar sem segir að ökumælar séu skrúfeðir að meðaltali aitur um 30.000 mílur í þremur milljónum bif- reiða á ári og geri seljendum þannig kleyft að svíkja kaupend- ur um allt að 1000 dollara á bil þannig að þetta sé 3 milljarða dollara iðnaður á ári. (Ríílega 4 VIKAN 100 milljarðar isl. kr.). Tímarit- ið segir að ökumælafals sé nú orðið svo algengt að þú skulir aldrei trúa því sem standi á öku- mælinum um ekna kílómetra sama hver sé að selja þér bílinn. Með hliðsjón af hinnl gíftir- legu aukningu sem orðið hefúr á innflutningi notaðra banda- rískra bíla hingað til lands á þessu ári má áætla að af þeint 634 biffeiðum í ár séu um 130 þeirra með falsaðan ökumæli. Kaupendur þessara bifreiða ættu því að athuga gaumgæfi- lega, áður en þeir festa kaup á bifreiðinni, hvort líkur séu á að átt hafi verið við ökumælinn, til dæmis hvort skrúfúr séu lausar í mælaborðinu eða ummerki um að þær hafi verið losaðar nýlega. Ef ökumælirinn snýst ekki al- mennilega við reynsluakstur er það vísbending um að átt h:tfi verið við ökumælisbarkann og gott er að athuga slit á hjólbörð- um og hijggdeyfum sem oft er ekki í neinu samræmi við það sem uppgefið er um hve rnikið bifreiðinni hafi verið ekið. —FRI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.