Vikan


Vikan - 12.11.1987, Side 4

Vikan - 12.11.1987, Side 4
Notaðar bandarískar bifreiðar viðsjárverðar: Fimmtungur þeirra með falsaða ökumæla Innflutningur á not- uðum bandarískum bifreiðum til landsins hefur aukist gífurlega í ár miðað við síðasta ár. í fyrra voru 80 slíkar bif- reiðar fluttar inn til landsins en það sem af er þessu ári eru þær orðnar 634 talsins. Kaupendur þessara bif- reiða ættu hinsvegar að vara sig á þeim því sam- kvæmt könnun sem tímaritíð Changing Tim- es gerði er fimmtungur þeirra með falsaða öku- mæla, það er vegalengd- in sem sést á ökumælin- um hefur verið skrúfuð niður til að auka verð- mæti bifireiðarinnar í endursölu. í grein CT um þetta mál seni ber yfirskriftina: „Ökumæla- svindl, það er verra en þú heldur," segir að vandamál þetta sé raunar ekki aðeins bundið við notaðar bifreiðar í Banda- ríkjunum því nýlega varð upp- víst að Chrysler-verksmiðjurnar hefðu tekið úr sambandi öku- mæla á 60.000 nýjum bifreiðunt sem starfsmenn höfðu ekið, áður en bifireiðarnar voru send- ar sölumönnum um öll Banda- ríkin. Tímaritið segir að um það bil einn bíll af hverjum fimm sem seldir eru notaðir í Bandaríkjun- um hafi falsaðan ökumæli og vitnað er til NHTSA eða Þjóð- vegaöryggisstofnunarinnar sem segir að ökumælar séu skrúfeðir að meðaltali aitur um 30.000 mílur í þremur milljónum bif- reiða á ári og geri seljendum þannig kleyft að svíkja kaupend- ur um allt að 1000 dollara á bil þannig að þetta sé 3 milljarða dollara iðnaður á ári. (Ríílega 4 VIKAN 100 milljarðar isl. kr.). Tímarit- ið segir að ökumælafals sé nú orðið svo algengt að þú skulir aldrei trúa því sem standi á öku- mælinum um ekna kílómetra sama hver sé að selja þér bílinn. Með hliðsjón af hinnl gíftir- legu aukningu sem orðið hefúr á innflutningi notaðra banda- rískra bíla hingað til lands á þessu ári má áætla að af þeint 634 biffeiðum í ár séu um 130 þeirra með falsaðan ökumæli. Kaupendur þessara bifreiða ættu því að athuga gaumgæfi- lega, áður en þeir festa kaup á bifreiðinni, hvort líkur séu á að átt hafi verið við ökumælinn, til dæmis hvort skrúfúr séu lausar í mælaborðinu eða ummerki um að þær hafi verið losaðar nýlega. Ef ökumælirinn snýst ekki al- mennilega við reynsluakstur er það vísbending um að átt h:tfi verið við ökumælisbarkann og gott er að athuga slit á hjólbörð- um og hijggdeyfum sem oft er ekki í neinu samræmi við það sem uppgefið er um hve rnikið bifreiðinni hafi verið ekið. —FRI.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.