Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 38
að austan. Hann var svoleiðis að ég þurfti alltaf að standa. Hann vakti mig alltaf þegar við komum hérna í sundið og í merkin. Mér fannst hann alltaf svo óöruggur. Ég fór því til Guðmundar Guðmundssonar sem þá var útgerðarstjóri, en seinna varð hann sparisjóðs- stjóri í Sparisjóði Hafnarfjarðar, og ég sagði bara við hann: — Nú ætla ég að hætta, Guðmundur. Ég ætla ekki að láta þennan mann drepa mig. Og ég ætla að segja þér það núna og ef þið takið það ekki til greina að þá fer illa, og það er ekki síst ykkar. Svo fór báturinn á vertíð og þá fékk hann fljótlega í skrúfúna og var nærri því kom- inn upp á Sandana. Það var skorið frá honum og hann var dreginn til Vestmannaeyja. Svo lagði hann netin aftur og þá út af Þorlákshafnarberginu. En hann fékk aftur í skrúfúna og varð að skjóta upp rakettu og það var náð í hann og það var skorið úr skrúfúnni. Síðan lét hann út netatrossurnar og fór inn. Þetta var sama daginn og trilla fórst í Sundinu hérna. Um kvöldið var slökkt á innsigling- arljósunum og það var ekki tal- ið fært að sigla inn. En skip- stjórinn ætlaði inn en hefur ekki farið rétt og hann tekur niðri á kjölnum og það braut af honum stýrið. þarna varð Fram allur. Þegar ég frétti þetta þá grét ég því ég sá svo eftir bátnum. Þetta var svo mikið listaskip. Þó við værum með fúllt á honum dekkið í S-A roki þá haggaðist hann ekki. Eftír að ég var á Fram þá var ég í þrjú ár með honum Sæ- mundi Sigurðssyni skipstjóra á m/b Ársæli Sigurðssyni. Já, ég skal segja þér söguna af því. Sæ- mundur vildi fyrst fá mig með sér norður á síld, en ég vildi í fyrstu ekki fara en hann suðaði í mér. Ég taldi að ég mundi hafa það eins gott á færum hérna fyrir sunnan, það var svo mikill ufsi þá. En svo sló ég til og það var farið norður. En ég veiktist. Ég fékk svona heiftarlega í hálsinn. Það var ekki til tafla í apótekinu um borð, hafði gleymst að kaupa í það og það var ekki til ein tafla. Svo ég bað Sæmund um að fara með mig inn, en hann ansaði mér ekki. Ég var orðinn svo veikur að ég varð að vera með opinn munn- inn til að geta andað. Svo vildi svo heppilega til að við fengum síld, 90 tunnur og fórum með aflann inn til Siglufjarðar. Þar var ég drifinn inn á spítala. Tvisvar sinnum þurfti að skipta um rúmföt því ég svitnaði svo mikið. Ég var sprautaður með pennisilini og þá fór mér fljót- lega að skána upp úr því. Ég var á spítalanum í nokkra daga og var þá orðinn svo góð- ur að ég gat rétt staulast niður á bryggju. Svo fór ég að kanna hvort ég gæti fengið far með einhverju skipi út á miðin sem gæti komið mér um borð í Arsæl. En það gekk illa. Þeim leist held ég ekki á gripinn. Ég var fölur. Svo var það togarinn Hafliði sem tók mig með. Skip- stjórinn sagði að ef við hittum ekki á Ársæl þá yrði ég kannski að vera um borð allt sumarið en þá yrði ég að borga fæðið. Ég sagði að það væri allt í lagi. Svo var farið út og að Langa- nesi en þar lá þá allur flotinn í vari í norðanroki. Ég benti skip- stjóranum á Ársæl þar sem hann lá fyrir föstu, en hann vildi ekki fara of nærri. En svo vildi til að það var verið að fllytja gashylki frá varðskipi. Ég held það hafi verið vitavörður- inn. Svo það var kallað í talstöð- ina á varðskipið og þeir á bátn- um beðnir að flytja mig yfir í Ársæl. Ég fann það þegar ég fór að róa með þeim á bátnum að ég hafði oft verið hressari og betri en þetta. En svo lögðum við að Ársæli. Ég lét þá passa upp á það að koma ekki við skipshliðina því strákarnir á Ár- sæli voru allir niðri og sváfú. Ég beið svo þangað til bátur- inn var farinn frá og kominn í land en þá fór ég fram í. Þeir vöknuðu sumir og ég man að Guðmundur, bróðir Sæmundar, reis upp og sagði: — Hvað, Geiri kominn. Hvernig komstu? En ég sagði ekki eitt einasta orð. Þeir höfðu ekki heyrt neitt þeg- ar við lögðum að. Ég bara horfði á þá því ég var reiður undir niðri. Þá gall í Guðmundi: - Ertu dauður eða hvað? Get- urðu ekki svarað. Ertu dauður eða lifandi? Ég passaði mig á því að segja ekki eitt einasta orð og ég held bara að þeir hafi verið farnir að skjálfa. Siggi Skagen, sem við kölluðum svo, var þarna og. ég sá að það voru komnir rauðir flekkir í andlitið á honum. Ég hugsaði með mér að nú halda þeir að ég sé dauð- ur, svo að þegar Guðmundur hleypur til og ætlaði að snerta mig þá vék ég mér undan. Guð- mundur æddi upp á dekk til að gá hvort það væri nokkur bátur sem hefði getað flutt mig um borð en hann sá auðvitað ekkert. Þeir fóru að ræða það sín í millum að ég hlyti að vera dauður og kominn þarna aftur- genginn. Ég passaði mig á því að í hvert sinn sem Guðmund- ur ætlað að káfa á mér að hvessa á hann augun og þá var eins og hefði slegið hann á vangann með blautum sjóvett- lingi. Svo hann hætti alltaf við. Guðmundur sagði mér það seinna að þeir hefðu raunveru- lega trúað því að ég væri dauð- ur. Þeir vissu að ég var illa hald- inn þegar ég fór á spítalann og höfðu reyndar verið að hlusta eftir því í útvarpinu hvort dán- artilkynningin yrði ekki lesin. En þeir höfðu auðvitað ekkert frétt. En loksins setti Guðmundur í sig rögg og stökk fram og átti alveg eins von á því að hann færi í gegn, en þegar hann festi á mér hönd varð flagnaðarfund- ur og Guðmundur hrópaði upp yfir sig og bókstaflega dansaði við mig: — Þetta er þá hann Geiri en hvernig komstu? Og nú féll allt í ljúfa löð. Þeim létti vissulega. Að dreyma fyrir daglátum Hérna í Grindavík er ég bú- inn að vera í 14 ár og líkar það vel. Núna á ég 35 tonna stálbát sem ber sama nafnið og gamli báturinn minn, Farsæll. Alveg skínandi góður bátur og við höfúm fiskað vel á honum. Hann fékk 1000 tonn í fyrra en ég var bara með hann á vertíð- inni. Báturinn var á dragnót yfir sumarið og mér er illa við drag- nótina. — Eitt þúsund tonn á 35 tonna bát. Það er mikill afli. Voruð þið með þorskanet á vertíðinni? —Já, með net á vertíðinni. En mér er voðalega illa við drag- nótina og trollið. Ég vil stoppa dragnótina og líka togarana. Eg á strák á togara og hann sagði mér að suma dagana hendi flot- inn hundruðum tonna útbyrðis af smáfiski og öðru sem þeir ekki vilja hirða og á meðan get- ur enginn fiskur komið til hryggningar. En það ráða þessu eiginhagsmunir og pólitík. En ég hefi oft verið heppinn. Tvær vertíðir fékk ég 240 tonn hvora vertíð á litla bátinn. Það liggur við að það hefði ver- ið betra að fá ekki svo mikið því þeir fóru illa með mig í sköttum. Við vorum fjórir á þá en ég fékk yfir 700 þúsund krónur þá í skatta og ég var nærri því búinn að missa húsið, en ég var með 10 manna heim- ili. Já, þetta var á litla bátinn. Ég var þá í Hafharfirði og fekk eins mikið í skatta og 19 leigubíl- stjórar. Þetta var alveg hræði- legt. En það var oft gott fiskirí á ferin. Ég fékk dýptarmæli hjá hon- um Sæmundi úr Ársæli Sigurðs- syni. Það var Simrad. Ég þekkti alveg sortirnar af fiskinum á mælinn, hvaða tegundir og svo stærðirnar. Nú eru komnir þessir litamælar en ég botna ekkert í þeim. En ég þekkti þetta alveg á gamla dýptarmæl- inn hvort það var síld, sandsíld, karfi, ýsa eða þorskur. Fiskur- inn hagar sér nefnilega mismun- andi eftir tegundum. — Segðu mér, Geiri, hvað veldur því að sumir menn virð- ast alltaf fiska vel á meðan aðrir fá ekki bein úr sjó? — Ég veit það ekki hvað veldur, en svo mikið er víst að þegar ég var áður fýrr í Þorláks- höfn á bát sem hét Faxi að þá dreymdi mig alltaf fýrir því hverjir yrðu hæstir á vertíðinni. Ég vissi það alltaf fyrirffam. Þá sagði ég við strákana að við yrðum næst-hæstir en gætum orðið hæstir ef rétt væri farið að. Þá var bátur að fá 1000 fiska í trossu en við fengum bara ekki neitt. Ég gat auðvitað ekki verið að segja skipstjóranum til en ég benti honum þó á stað sem væri líklegur. Hann hefúr líklega trúað mér því hann sagði okkur að setja út baujuna og svo voru trossurnar lagðar hver af annarri. Biddu nú við. Við fengum alveg kjaft-fúllan bátinn og svoleiðis var það til vertíðarloka. Og það varð þannig að við urðum næst- hæstir. En eins og mig dreymdi hefðum við getað orðið hæstir og við hefðum bara þurft að vera með fjórar netatrossur í staðinn fyrir 6 og róið meira út í Grindavíkurdýpið. Þá hefðu við orðið hæstir á vertíðinni eins og mig dreymdi. Ég hugsa að þá dreymi marga fyrir daglátum, en það fara margir dult með þetta. Mig dreymir fleira en fyrir góðum afla. Mig dreymir til dæmis allt- af fýrir vondu veðri og hvað það verða margir dagar. Ég sagði oft við strákana að nú yrði tveggja daga bræla og það brást ekki. Það er afleitt að dreyma kvenfólk sem lætur vel að manni. Ef mann dreymir þrjár, þá verður þirggja daga bræla. — En ég skal segja þér aðra sögu. Hún gerðist í vöku. Einu sinni heyrði ég kvenmann syngja í útvarpinu. Og söngur- inn var svo fallegur að ég fékk bara gæsahúð og ég hallaði mér 38 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.