Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 51

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 51
kallast hundasund kraflaði Her- mann sig á þurrt, tjaslaði sér á land og lét líða yfir sig. Ekki vissi hann hve lengi hann hafði legið í yfirliði, tímaskyn var honum horfið hugtak, en hann raknaði við sér við það að eitthvað þægilegt, já hann fór ekki ofan af því, þægilegt kropp- aði í flakandi sárugar hendur hans, eða það fannst honum í gegnum daufar taugar sínar. Hann opnaði löturhægt blýþung augnlok sín og reisti höfuðið. Myrkrið, þykkt sem blek um- lukti alla námuna, fyrir utan daufa skýmuna sem kom niður um opið. Augu Hermanns lög- uðu sig að myrkrinu og færðu sig uppeftir handleggnum, sem eitthvað virtist gæla við. Þegar Hermann Raucher sá hvað það var sem olli þessu þægi- lega kroppi kippti hann að sér hendinni með leifturhraða og háum skræk; rotta, já slepjulega brún, feit og ógeðsleg rotta með skærgul augu hafði verið að gæða sér á flakandi sárum hans, eða heldur því sem eftir var af hönd- um Hermanns, hrökklaðist nú undan hvæsandi. Hermann öskraði, bölvaði, reyndi að fleygja einhverju nær- tæku í ofboði út í myrkrið á eftir rottunni. Skjálfandi með titrandi augu snéri hann sér í allar áttir ... rottir, námurottur, stórar og feitar, þær létu sig ekki muna um það nokkrar saman að rífa full- orðinn mann á hol. „Þær eru bara til í sögum ekki raunveru- leikanum ... EKKI í raunveru- 1...“ Honum tókst varla að sann- færa sjálfan sig með þessari staðreynd, ef það var þá stað- reynd. Hermann fann nú fyrir hádegismatnum í hálsinum. Dettandi droparnir úr loftinu fannst honum æra sig og gnauðið fyrir ofan öskrandi. Sem sérfræðingur vissi hann að allar námur hafa loftræstiop einhvers staðar, það hlyti að vera; ljós, ég þarf ljós, kyndil eða eitthvað, skaut upp í huga hans. Hann stóð upp á fæturnar, kalda og brakandi sára og þreif- aði fyrir sér í myrkrinu því skyggni hans var varla meira en faðmur fram á við og staulaðist áfram með glyrnurnar spenntar til hins ýtrasta. Hermann heyrði sína eigin blóðdropa detta í takt við dropana sem duttu úr loftinu. Hermanni fannst eins og hann væri staddur út á miðju ísilögðu vatni, óheldum ís og hann ætti að fikra sig í land með bundið fyrir augun; áfram, ég verð! Hermann Raucher hafði ekki staulast meira en fimm fet er hann steig ofan á eitthvað sem fyrst gaf eftir, en brotnaði síðan með mörgum smellum. Hrylli- legasta rotlykt sem hann hafði á ævi sinni fundið gaus upp. Hann greip í ofboði fyrir vit sín og magi hans gekk upp og niður. Lítil spýja gekk upp í lófa Her- manns með rammri sýrulykt úr hans eigin maga. Svimi slengdi honum á harðan steinbing. Fót- urinn var fastur í kviðarholi á hálfrotnuðu líki. Verkamennirn- ir höfðu auðvitað rotnað mun hægar þarna niðri í kuldanum og líkið var greinilega rottuétið, því einhver hafði gætt sér á eyrum, augum, hálsi og brjósti líksins ... Hjartað stoppaði, og ekkert annað en fáir vesældarlegir vöðv- ar vörnuðu því að augun dyttu út úr Hermanni Raucher þegar hann sá þennan viðbjóð; feitar, viðurstyggilegar lirfur skriðu hér og þar inn og út um hin ýmsu op líksins, þær voru jafnvel lagðar af stað upp fótinn á honum sjálfum. Hermann fraus, bara fraus, gat ekkert gert nema star- að á þetta ógeðslegasta og við- bjóðslegasta fyrirbæri sem hvergi ætti heima nema í ómannsæm- andi hryllinssögum. Hann fékk ekki meðvitundina fyrr en hann fann að lirfurnar voru komnar upp á mitt lærið. Með kraftmikl- um rykk reyndi Hermann að losa fótinn frá þessum hrotta, en aðeins rétt lyfti skorpnu manns- myndinni og sat jafnfastur. Hann heyrði dynkinn þegar höfuð líks- ins rúllaði út í myrkrið, síðan hægri höndin, síðan annar fótur- inn við hnéð og rotnunarþefur- inn ruddist út í loftið. Hermann sparkaði og sparkaði, fastar og fastar, veinaði og veinaði í hverju sparki og verkamaðurinn hélt áfram samviskusamlega að detta í ennþá fleiri parta þangað til að ekkert stóð eftir nema búkurinn, sem loksins sleppti takinu á Hermanni og slengdist með ofsakrafti út í myrkrið. Hermann ældi og ældi með krampakenndum kippum og spýjan ruddist út úr honum og smurði sér á allt sem fyrir varð með smellihljóði, þegar það hitti gólfið. Hann rennblotnaði af svita sem klístraði sér við upp- söluna. Hann féll afturábak, algjör- lega máttvana af hreyfingu í útældum fötum sínum. Lyktar- skynið var hætt að virka því fnykurinn og óþefurinn ofbauð venjulegu lyktarskyni mannsins. Hermann hélt áfram að kúgast en hætti loks, þegar maginn var orðinn blástífur af krampa. „Eru þetta endalok mín“ skældi hann. „Eru ... eru þett...“ Hans eigin grátkippir, þessarar vorkunnar- sömu og einmanalegustu mann- veru í heiminum yfirgnæfðu orð hans. Hann þagnaði. Kuldinn, svo þrúgandi ískaldur hrifsaði þá minnstu löngun Hermanns til að hreyfa sig frá honum. Allir hans kraftar, hvort sem þeir voru hinir minnstu eða stærstu voru horfnir fyrir löngu; hann sætti sig allt í einu við það að komast ekki upp og eina sem hann þráði var að deyja; já strax, biðja dauðann að færa sig út úr þessari martröð. Hermann barðist ósjálfrátt við að nota þann litla kraft sem eftir var til að anda. Þá fyrst vakti athygli hans á gólfinu skrjáf, einna líkast smjatti. Hermanni tókst að opna augn- lokin með afgangsorku: ROTT- UR, átta til tíu rottur, stórar, feitar, brúnar slorugar rottur með næstum lýsandi gul augu voru að gæða sér á ælu hans, hans ælu ... og rifu matarleifar og gegnsýrða tæjukekki í sig með hroðalegri græðgi ... Hermann gat ekki einu sinni hljóðað, heldur gusaðist upp úr honum spýja yfir hann allan. Eins og fingri væri smellt hættu rotturnar að tyggja og litu leift- ursnöggt til Hermanns, gulum djöfulslegum augum. Þær sáu hann liggjandi þarna í eymd sinni og ælu, og hann var ekkert annað en bráð í þeirra augum sem gaman yrði að smá saman naga til dauða, lostæt ljúffeng bráð. Rotturnar höfðu jafnsnöggt raðað sér í kringum hann og nálguðust hann skipulega, hægt og örugglega hvæsandi af frekju um hver mætti rífa úr honum augun fyrst, með gul djöflaleg augun spennt af græðgi, slefandi. Hermann gat ekkert, ekki neitt, ekki hrópað, bægt þeim frá sér, staðið upp og varið sig ... þær mundu rífa hann á hol hljóð- laust ... Þá fannst Hermanni Raucher hann vera aftur kominn upp í brekkuhallann sem hann hafði lagt sig, já hann gat svarið það að hann fann svala kvöldgoluna leika um kinn sér ... allt í einu rann það upp fyrir honum að þetta var draumur, hræðileg martröð sem hann þyrfti aðeins að vakna úr ... Hermann Raucher safnaði saman þeim fáu kaloríum sem hann átti eftir til að klípa sig dug- lega í lærið svo hann mundi vakna; hann fann fyrir sársauk- anum í gegnum svefninn. Hann fylgdist með sjálfi sínu kafa upp úr draumaveröldinni og leita upp til yfirborðsins og skjóta þar upp Hermann Raucher opnaði augun í myrkrinu og horfði á rotturnar stökkva á sig ... □ VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.