Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 30

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 30
Þó vil ég minnast hér á efhi sem jafnvel íslendingar geta ekki deilt um, en það er að eitt sinn skal hver deyja. Þegar þess er gætt, að þessi örlög bíða okkar allra, þá er það furðulegt hve sjaldan er á þetta minnst. Það er varla gert nema við jarðarfarir eða í Iofgreinum um látna. Hafa menn þá engan áhuga á þessum vissu forlögum sínum? Vafalaust. En það þykir ekki smekklegt að minnast of oft á það. Hvers vegna? Ætli hin ömurlega mynd, sem vísindin hafa dregið upp af dauðanum eigi ekki einhvern þátt í því? Hvernig er þá þessi mynd? Hvað er læknum og hjúkrunar- konum kennt um dauðann? Þetta: Þegar hjartað hættir að halda blóðrásinni gang- andi fær heilinn ekki lengur neina næringu og skemmist mjög fljótt. Það tekur ekki lengri tíma en stundarfjórðung eða svo. Þegar svo er komið, segja textar læknavís- indanna, er persónuleiki sjúklingsins ekki lengur íyrir hendi. Hann hefúr verið eyði- lagður fyrir fúllt og allt. Einstaklingurinn hættir að vera til. • • ldum saman hafa læknaskólar kennt læknum og hjúkrunarkonum þessa óhugnanlegu og fagnaðarsnauðu kenningu. Og hvaða fólk er svo þetta, sem heldur þess- um skoðunum að okkur? Það er fólkið sem ætlast er til að hjálpi okkur á banabeði — hjálpi okkur til að sætta okkur við dauðann! Þess er tæplega að vænta, að þeir sem trúa þessu telji þetta sérstaklega örvandi umtals- efni. En þá vaknar spurningin: Hefur þessi kenning verið svo vel staðfest, að þar kom- ist enginn efi að? Er þetta heilagur sannleik- ur, sem við getum treyst hvernig sem á stendur? Eða varðar okkur kannski ekkert um þetta? Heimskunnur maður komst svo að orði um það: „Ekkert val í líflnu kemst undan áhrifum þess hverjum augum persónuleikinn lítur á örlög sín og dauða. Þegar allt kemur til alls er það skilningur okkar á dauðanum, sem ákveður svörin við öllum þeim spurning- um, sem líflð leggur fyrir okkur. Af þessu leiðir nauðsyn þess, að búa sig undir hann.“ Og hver sagði þetta? Það var Dag Ham- merskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Ég brá þeirri spurningu upp áðan, hvort læknisfræðin væri að segja sannleikann um að dauðinn sé endir allrar tilveru mannsins. Þótt undarlegt megi virðast eru það ein- mitt þeir sem eru að deyja, sem mynda and- mælin gegn þessari læknisfræðilegu kenn- ingu. Hvers verðum við vör þegar við deyj- um? Hvað segir hinn deyjandi undir lokin? Er dauðinn í skilningi hins deyjandi hrein útþurrkun eða nýtt upphaf? Það skal fúslega viðurkennt, að flestir sjúklingar virðast líða inn í meðvitundar- leysið án þess að verða varir við það. En svo eru bara aðrir sem eru bersýnilega með fúllri vitund til loka og segjast „sjá“ inn í það sem fyrir handan er og geta skýrt ffá þessari reynslu sinni áður en þeir gefa upp öndina. Þetta fólk sér í sýnum látna ættingja og vini. Sumir sjá trúarlegar persónur. Það sér ójarðneskt umhverfi, sem einkennist af birtu, fegurð og mjög sterkum litum. Og þessari reynslu fylgir algjör breyting á líðan viðkomandi persónu. Þessum sýnum fylgja ró, friður, upphafúing og trúarlegar tilfinn- ingar. Hinn sjúki hlýtur fagran dauðdaga, þvert á móti hinni venjulegu deyfð, drunga og ömurleika, sem almennt er búist við þegar fólk deyr. að er athyglisvert um þá, sem ekki sjá neinar sýnir, að þeir verða engu síður varir við þessa stórkostlegu breytingu á líð- an sinni, sem meðal annars lýsir sér í því að sársauki og þjáning hverfur. Yfirskilvitleg reynsla deyjandi fólks er vit- anlega engin nýlunda. Árið 1977 kom út í New York bók, sem ber nafnið At the Hour of Death (Á dauða- stund) og vakti mikla athygli. Höfundar þessarar bókar eru tveir og er mér sérstakt ánægjuefni að geta tekið það fram, að annar þeirra er íslendingur. Bókin er eftir þá dr. Karlis Osis, sem er meðal kunnustu sálar- rannsóknamanna Bandaríkjanna og rannsak- aði meðal annars sálræna hæfileika miðilsins Hafsteins Björnssonar. Hinn höfúndurinn er dr. Erlendur Haraldsson, sem þegar hefúr skrifað mjög athyglisverða bók um könnun á dulrænni reynslu íslendinga, trúarviðhorf- um og þjóðtrú, sem ber nafnið Þessa heims og annars. Það er þegar orðið nokkuð langt síðan dr. Kalis Osis fór að fá vaxandi áhuga á því, sem fólk sér og segir á banabeði. Árið 1966 kom út bók eftir hann í Bandaríkjunum um rann- sóknir hans á þessum efúum og vakti hún mikla athygli. En fyrsta könnun dr. Osis á þessum sviðum var þó gerð 1959-60, sam- kvæmt ósk Parapsychology Foundation. En árið 1972 fékk hann styrk til sams konar rannsókna í gjörólíku menningarsam- félagi, Indlandi, og til samstarfs í þessum indversku rannsóknum fékk hann í lið með sér íslendinginn dr. Erlend Haraldsson. Þessi indverska rannsókn var gerð til þess að ganga úr skugga um það, hvort niður- stöður af rannsókninni í Bandaríkjunum væru dæmigerðar fyrir bandarísku þjóðina. En niðurstöður könnunarinnar á Indlandi reyndust þær sömu, þrátt fyrir gjörólíka menningu, trúarbrögð og lífsviðhorf þess- ara ólíku þjóða. Ein bók er, eins og kunnugt er, komin út á íslensku um þetta fróðlega efni, en það er bók Raymonds A. Moody, jr., Lífíð eftirlífíð. Hún vakti gífurlega athygli þegar hún kom út í Bandaríkjunum 1975. Þótt sannarlega sé margt merkilegt að finna í bók Moodys, þá verður bók þeirra doktoranna Osis og Erlends, Á dauðastund, þó sennilega að teljast fyrsta vísindalega rannsóknin á þeim fyrirbærum, sem svo margir hafa lýst á dauðastund sinni, en þeir áttu tal við yfir 1000 lækna og hjúkrunar- konur á Indlandi, sem frá slíku höfðu að segja. essar rannsóknir hafa nú vakið svo mikla eftirtekt, að vísindin hafa orðið að skapa nýtt orð um þessi fræði og er það orðið thanalogy, eða dauðafræði. Kunnasti og virtasti sérfræðingur á þessu sviði í Bandaríkjunum er dr. med. Elisabeth Kúbler-Ross í Flossmoor í Illinois. En hún skrifar einmitt formála að báðum þeim bókum, sem ég hér að framan hef nefút um þessi fyrirbæri. í formála bókar Moodys, Lífíð eftir lífíð, segir hún m.a.: „Ég tel að við séum komin að krossgötum á andlegum málum mannlegs lífs. Við verðum að taka í okkur kjark til þess að opna ýmsar lengi luktar leiðir og játast um leið þeim sannleik, að vélræn, vísinda- leg tækni okkar tíma er þess ekki umkomin að takast á við fjölmargar ráðgátur og fyrir- bæri mannlegs lífs.“ Sýnir við dánarbeð eru vitanlega ekki fremur en önnur sálræn fyrirbæri neitt ný- næmi. Þetta hefúr fylgt mannkyninu frá upphafi vega, enda er slíkra fyrirbæra getið „Við verðum að taka í okkur kjark til þess að opna ýmsar lengi luktar leiðir og játast um leið þeim sannleik, að vélræn, vísindaleg tækni okkartíma er þess ekki umkomin að takast á við fjölmargar ráð- gátur og fyrirbæri mannlegs lífs," segir í formála að bók Raymonds A. Moody jr. Lífið eftir lífið. 30 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.