Vikan


Vikan - 19.11.1987, Síða 16

Vikan - 19.11.1987, Síða 16
UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Magnús Geir Þórðarson leikhússtjórl. Svipmynd úr leikritinu. Hluti leikaranna í „Gúmmí- Tarzan“. Neðri röðin f.v. Magn- ús Þ. Torfason, Trausti Haf- steinsson og Tryggvi B. Davíðs- son. Efri röð f.v. Guðmundur Eyfells, Magnús, Bryndís B. As- geirsdóttir og Sigríður H. Bjömsdóttir. „Flippaðasta leikhús sem ég hef komið í,“ sagði ljós- myndarinn er við gengum niður stigana af fjórðu hæð Hafnarstrætis 9, eftir að hafa fylgst með æfingum Gaman- leikhússins á „Gúmmi- Tarzan" sem leikhúsið tekur til sýninga á Galdraloftinu þann 21. nóvember nk. Leikhús þetta er ekki bara „flippað" að ytri umgerð, svart- málað lítið herbergi að miklu leyti undir súð og tekur aðeins 50—60 manns í sæti heldur er það athyglisvert fyrir þá sök að leikhússtjórinn Magnús Geir Þórðarson er aðeins 14 ára. Magnús Geir er nokkuð brattur, segir að leikhúsið hafi starfað s.l. 2 ár en hópurinn var áður í leikfélaginu Tinnu, undir stjórn Guðbjargar Guðmunds- dóttur... „okkur fannst þeir fúll- orðnu stjórna of miklu og því ákváðum við að setja sjálf upp leikhús..." segir Magnús. Hjá honum kemur fram að síðustu 2 árin hefúr leikhúsið sett upp 5 verk og umsíðustu páska tóku þau þátt í fyrstu al- þjóðlega þingi barnaleikhúsa í Hollandi. Þar vakti .Gaman- leikhúsið athygli fyrir þá sök að í því var enginn fúllorðinn eins og hinum 19 leikhúsunum sem voru á þinginu. Magnús segir að um 20 af þeim taki þátt í uppsetningunni á „Gúmmí-Tarzan" en þau hafa sjálf unnið leikverkið upp úr samnefndri bók og er þeirra út- gáfa nokkuð breytt frá þeirri út- gáfu sem Leikfélag Kópavogs setti upp hér um árin m.a. er aðeins einn söngur í því nú. Aðspurður um framtíðina segir Magnús að hún sé óráðin er sýningum á „Gúmmí-Tarzan“ lýkur en jafnvel sé inn í mynd- inni að setja upp sýningar í skól- um hér á höfuðborgarsvæðinu. —FRI 14 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.