Vikan


Vikan - 19.11.1987, Síða 34

Vikan - 19.11.1987, Síða 34
Á meðan sumarsólin skín, skipuleggja flestir daginn þannig að þeir nái sem flest- um útivistarstundum. Ljósi Ljós er, auðvitað, sjálf- sagður hlutur. Samt er feest- um ljóst hver áhrif og hlut- verk þess eru í raun og veru. Ljós birtir ekki ein- ungis umhverfi okkar, heldur eru sálfræðingar, félagsfræðingar og læknar smám saman að komast að raun um að það hefur einnig áhrif á mannlega hegðun. Á meðan sumarsólin skín, skipuleggja flestir daginn þann- ig að þeir nái sem flestum úti- vistarstundum. Nesti úti í móa, sólbað í laugunum, skreppitúrar um helgar, gönguferðir, eða bara sólskins-rangl um bæinn, verða freistandi möguleikar á að lífga upp á daginn. Grámygla vetrarins er gleymd. Takmarkið er að njóta hverrar sólskins- stundar. Þá eru blöð og tímarit fúll af viðvörunum um skaðvæn- leg áhrif ljóss: ofþomun húðar- innar, skaða af völdum sólbruna, húðkrabba, og annað slíkt. Nýjar rannsóknir benda samt sem áður til þess að náttúruleg birta hafi einnig jákvæðar hlið- arverkanir sem hafl grundvallar áhrif á líkamlega og andlega heilsu manna. Því miður geta ekki allir notið góðs af nema með meiri háttar röskun á dag- legum venjum, bæði heima og í starfi. Nátturulegt Ijós Skortur á náttúrulegu ljósi getur verið bein afleiðing inni- vem í hinum ýmsu byggingum og farartækjum, sem geta hindr- að allt að 90% af náttúrulegu ljósi í að komast að fólki. Venju- legar glerrúður hleypa ekki í gegn stærstum hluta ljósrófeins. Því er giskað á að um 16 stundir rafrnagnsljóss hafi minni jákvæð áhrif á líkama og tilfinningalíf manna en ein stund í náttúm- legu Ijósi. Hefðbundin innilýs- ing sem stenst meðal kröfúr, hvort heldur er á vinnustað eða heima, kemur aðeins að litlu leyti í stað sólarbirtu. Hún sam- svarar minna en 10% þeirrar birtu sem jafnan má finna í skugga eikartrés á björtum sól- ardegi. Af þessu má því marka að fæst okkar fa það magn nátt- úmlegrar birtu sem ákjósanleg- ast væri.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.