Vikan


Vikan - 19.11.1987, Side 46

Vikan - 19.11.1987, Side 46
Hádegismatur fyrir fjóra Heitt osta salat Fersk salatblöð og steiktur ostur - er nýjasta salatsamsetningin - og ofan á er sett bragðmikil sinnepssósa! 4 bollar af blönduðum salatblöðum, (t.d. kínakál, iceberg eða annað kál sem fæst). 5 msk. olífu olía 3 msk. sítrónusafi 2 tsk. fínsaxaður graslaukur 1 tsk. Dijon sinnep 1 egg, hrært saman 1/3 bolli brauðmylsna, krydduð eftir smekk 1 msk. Parmesan ostur 1 msk. sesamfræ, ristuð 1 krókostur, skorinn í þykkar sneiðar. olífur ef vill 2-3 msk. smjör. Salatblöðin þvegin og þurrkuð og raðað á diska, plastfilma sett yfir og kælt. Blandið saman olíu, sítrónusafa og sinn- epi í krukku með loki á. Hristið vel sam- an og kæliö. Eggið sett í grunna skál, brauðmylnsnu parmesanosti og sesamfræjum blandað saman í annarri skál. Ostsneiðum dýft í eggið, síðan hulið með raspblöndunni. Smjör hitað á pönnu og osturinn látinn útí. Hitaður við meðalhita í 4-5 mínútur þar til gullin brúnn, snúið við og hin hliðin elduð eins. Salatsósan hrist vel og hellt yfir salat- blöðin. Osturinn settur út á og meiri salatsósu hellt yfir. Borið fram strax.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.