Vikan


Vikan - 19.11.1987, Page 49

Vikan - 19.11.1987, Page 49
vaxa. Ef vaxandi fjöldi af búr- hval rennir hérna um á hverju ári þá borða þeir nú sitt. Það er samkeppni um fiskstofnana og allir þurfa sinn hlut, menn og dýr. Við sjáum oft mikið af búrhval á tiltölulega litlum svæðum. Það er áreiðanlegt að rannsóknir þarf að auka á öllum sviðum til að auðveldara sé að finna jafnvægi. Skynsemin verð- ur að fá að ráða. — Það var svo mikið skrifað um hvalavinina sem hlekkjuðu sig við byssu og mastur einmitt um borð í þínu skipi. Hvað viltu segja um svona uppátæki? — Ég vil nú fyrst og fremst segja það að mér sárnaði að þetta skyldu vera íslendingar sem þarna voru á ferðinni. Ég áttaði mig ekki á því að þeir skyldu vera orðnir svona rót- tækir, en það leyndi sér ekki að þeir eru með sömu slagorðin og sömu tiltektirnar og þessir út- lendingar sem eru í þessu. Og það er alveg sama þó það sé ver- ið að útskýra fyrir þessum mönnum hvað okkar veiðar fara Hvalur dreginn upp rennuna í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Það þarf ekki að fjölyrða um að þessi atvinnuvegur íslendinga fer illa fyrir brjóstið á hvalfriðunarsinnum. fram á tiltölulega þröngu svæði. Það kemst engin glóra að hjá •þeim. — Heldurðu að svona aðgerðir séu af einlægni gerðar og að það sé raunverulega friðunin sem vakir fyrir mönnum, eða eru þetta einhverjar annarlegar hvatir? — Það er erfitt að segja, en það er ljóst að þessir menn fara ekki með rétt mál í sínum áróðri. Það má kannski kalla það einlægni að þeir vilja algjöra friðun, en ekki bera við ofveiði, sem er ekki staðreynd. Og þetta er bor- ið á borð fyrir fólk um allan heiminn. Fólk les blöð og horfir á sjónvarp og vill trúa því að það sé farið með rétt mál. Ef fólk vill kynna sér málin og til dæmis líta á sjókort og gera sér grein fýrir hvað veiðar fara fram á af- mörkuðu svæði og leggja niður fýrir sér af skynsemi hvað þetta er í raun lítið magn sem tekið er, þá er augljóst að fullyrðingar þessara svokölluðu friðunar- manna standast ekki. - En þegar vísindaveiðunum lýkur, telurðu þá að það muni koma í ljós að hvalastofnarnir séu nægilega sterkir? - Já, ég tel að það sé öruggt. Ég treysti vel okkar vísinda- mönnum og trúi á störf þeirra og að þeir sjái vel um þessi mál. - Hefirðu þá trú á að hval- veiðar hefjist að nýju á eðlilegan hátt, eða samkvæmt einhvers konar kvótakerfi eða allavega í einhverjum mæli? — Já, ég hefi trú á því ef skynsemin fær að ráða og það er þörf á þessu. Þetta er matvæla- iðnaður. Það verður kannski far- ið rólega af stað eftir árið 1990. Þetta er hægt að stunda á tveim- ur eða þremur bátum í einhverj- um mæli. — Þú hefur þá trú á að öfga- mennirnir læknist eða sannfær- ist? — Eða þá að þeir fá kannski áhuga á einhverju öðru. Þeir ættu að snúa sér meira að kjarn- orkunni eða menguninni. Meng- unin kemur til með að drepa fleiri hvali en veiðarnar í fram- tíðinni ef sama þróun helst áfram. - Nú vil ég spyrja þig sem hvalaskyttu um atriði sem oft hefúr verið um rætt. Drepast hvalirnir strax þegar þeir eru skotnir eða þurfa þeir að heyja dauðastríð? - í 95—9896 tilfella eru það dauðaskot. En það geta liðið 2- 3 mínútur í örfá skipti. Ég veit allra mest um 4 mínútur. Nú erum við með nýja gerð af skutl- um frá Norðmönnum þar sem við náum því að skjóta dauða- skoti alveg 9896. Það er mikil bót að þessum nýju skutlum. - Svo það er ekki algengt að hvalirnir heyi dauðastríð? - Nei, það er mjög sjaldgæft. Það kom einu sinni með okkur á Sigurður Njálsson skipstjóri á Hval 9 við hvalabyssuna í stafhi skipsins. sjóinn enskur dýralæknir til að kanna þetta og hélt hann fyrst að hvalirnir sem vilja lyfta sporðinum eftir að þeir eru skotnir, upp í báruna, að þeir væru lifandi. Hann var með okk- ur í þrjár vikur að kanna þetta og mældi þetta og komst að raun um að það var ekki tilfellið að þeir lifðu af skotið. Þessi könnun kom ágætlega út. Þá vorum við með eldri sprengj- urnar. Svo er það einnig raunin að í þeim fáu tilfellum sem hval- irnir drepast ekki strax þá missa þeir meðvitund og kveljast því alls ekki. — Hefur samvinna ykkar hval- veiðimanna við vísindamennina verið góð? - Já, mjög góð. Ég vil segja til fyrirmyndar. Við höfúm fert fýr- ir þá skýrslur, bæði sóknar- skýrslur og svo talningarskýrsl- ur á öllum hvölum sem við sjá- um á hafinu, bæði hrefnur, há- hyrninga og hverskonar aðra höfrunga. Þetta höfúm við gert í tíu ár eða lengur, en það er lögð enn meiri áhersla á þetta núna. Það er gott skipulag á þessu. — Að lokum. - Ég vona bara að fólk átti sig og að við getum haldið þessum veiðum áfram á skynsamlegan hátt. Sumir eru hræddir vegna fiskmarkaða okkar erlendis en ég hefi trú á að allir, innanlands sem utanlands, átti sig. Það þarf á öllu að halda í okkar einhæfa þjóðarbúskap bæði smáu og stóru. Það er ekki hægt að segja að það eigi að drepa sumt en friða annað. Það verður allt að haldast í hendur og jafhvægi þarf að nást í lífskeðjunni allri. Jón Kr. Cunnarsson VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.