Vikan - 19.11.1987, Side 57
Ekkert fararsnið á Michael
Fox úr Fjölskylduböndum
Hann er alltaf jafn smá-
strákalegur, sama hvort hann
er að leika uppann Alex Keaton
í Fjölskylduböndum, tímaflakk-
arann í Back to the Future eða
framagosann f The Secret of
My Success sem sýnd er í
Laugarásbíói þessa dagana.
Michael J Fox er einfaldlega
pínulítill og barnalegur í fram-
an þrátt fyrir að vera 26 ára
gamall. Og á því græðir hann
stórfé.
Michael Fox og sjónvarps-
þættirnir Fjölskyldubönd eiga
hvoru öðru mikið að þakka. Þætt-
irnir gerðu hann vinsælan og
hann er aftur á móti ómissandi
fyrir þættina eigi þeir að halda
vinsældum sínum.
Eftir að hafa slegið í gegn í
Fjölskylduböndum var Michael
boðið aðalhlutverkið í myndinni
Back to the Future. Myndin varð
vinsælasta mynd ársins og litli
sakleysislegi drengurinn var
skyndilega orðinn súperstjarna.
Forráðamenn sjónvarpsþáttanna
fylltust þá skelfingu þar sem van-
inn er að sjónvarpsstjörnur yfir-
gefi þættina sína um leið og þær
eru búnar að hasla sér völl í kvik-
myndum.
Ekkert slíkt er þó á dagskránni
hjá Michael. Hann segir að án
þáttanna væri hann ekkert, þeir
hafi gert hann að því sem hann er
í dag, og honum finnist hann
standa í þakkarskuld við fram-
leiðendurna fyrir að hafa gefið
honum tækifæri.
Það er samt enginn dans á rós-
um að leika bæði í kvikmyndum
og sjónvarpsþáttum. f raun er
það alveg tvöföld vinna og mjög
krefjandi. Þegar Michael var að
leika í Back to the Future vann
hann frá sjö á morgnana fram yfir
miðnætti sex daga í viku. Fyrir
hádegi las hann handrit og mætti
svo á æfingar og tökur fyrir þætt-
ina. Þegar því var lokið seint um
eftirmiðdaginn fór hann beina leið
í tökur á myndinni sem stóðu svo
fram yfir miðnætti.
Síðan hefur hann varla átt frí-
dag og verkefnin hrannast upp
auk þess sem vinna þarf einn
sjónvarpsþátt í hverri viku. Mic-
hael er þó ekki á því að álagið sé
of mikið. - Ég er alger vinnusjúkl-
ingur. Mér Ifður illa ef ég hef ekki
einhver verkefni til að einbeita
mér að, segir hann. Þó hefur
hann ekkert á móti því að sletta
úr klaufunum þegar tækifæri
gefst og hann er þekxtur fyrir að
koma ótrúlega miklu magni af
bjór ofaní ekki stærri iíkama.
Þegar blaðamaður spurði hann
hvað væri mesta magn sem hann
hefði drukkið, svaraði hann: -
Áður fyrr gat ég, eftir staðgóða
máltíð sem samanstóð af tveimur
pylsum, hamborgara og
frönskum, komið niður ellefu
dósum. Síðan brosti hann kank-
víslega og sagði: - En ég var
mun eldri þá. Ég er miklu yngri
núna.
Þrátt fyrir alla velgengnina hef-
ur Michael þó reynt að halda sér
á jörðinni. Hann heldur mjög
góðu sambandi við fjölskyldu
sína og reynir að ofmetnast ekki.
Hann segir meira að segja að sér
finnist visst óréttlæti í því að hon-
um skuli hafa vegnað svona vel á
meðan ekkert gengur hjá öðrum.
- Það tók mig langan tíma að
sættast við sjálfan mig. Þegar
manni gengur svona vel á maður
það til að segja „hvað hef ég gert
til að verðskulda þetta?“. Manni
finnst maður vera hálfgerður svik-
ari. Hvers vegna ætti ég að geta
leyft mér hluti sem fæstir geta lát-
ið sig dreyma um? Svo mikið er
víst að þegar partýið er búið og
öllum er sama um hvað Michael
Fox er að gera verð ég mjög sátt-
ur með mitt. Ég vona samt að
þetta endist I nokkur ár í viðbót.
Ég er alger
vinnusjúklingur.
Mér líður illa ef
ég hef ekki
eitthver verkefni
til að einbeita
mér að segir
Michael Fox
sem ekki þarf
að kvarta yfir
velgengninni. „
VIKAN 55