Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 7
Bemheilsa
með hjólp náttúrunnar - eða œðri afla
■ Fá börn kvef og eyrna-
bólgur af því að drekka
kúamjólk; mjólk sem
ætluð er ungviði sem
vex geysilega hratt og
meltir fæðuna tvisvar?
■ Ertu viss um að þú þolir
að borða brauð?
■ Vissirðu að netlur eru
góð hjálp við getuleysi?
■ Vissirðu að rúgur og
kanill geta orsakað
gigtarverki í hnjám?
■ Maríustakkur getur
hjálpað konum ef
blæðingar eru miklar.
■ Túnfífill er margra
meina bót!
TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR
MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON
„Við erum það sem við borðum" er
orðatiltæki sem heyrist æ oftar í umræð-
unni um góða heilsu og vellíðan. Þeim
sem annt er um heilsu sína og útlit leggja
ríka áherslu á að borða eingöngu hollan
mat, fá nægan svefh og flestir stunda einn-
ig einhverja líkamsrækt og eru mikið úti
við — enda er þetta fólk yflrleitt hreystin
sjálf uppmáluð. Óþolandi hresst segja þeir
sem ekki nenna, en fá líka margir að kenna
á því seinna meir.
Óhollar lífsvenjur og mataræði leiða oft
þegar til lengdar íætur til ýmiss konar van-
líðunar og kvilla sem hrjá viðkomandi í
tíma og ótíma. Fæstum dettur þó í hug að
óhollar lífevenjur geti verið orsökin og
margir láta sig hafa það að vera aldrei al-
mennilega hressir, aðrir Ieita sér læknis-
hjálpar strax og enn aðrir leita aðstoðar
hjá þeim sem stunda óhefðbundnar
læknisaðferðir, en þeir sem það gera hér á
landi eru ótrúlega margir.
Nokkrir stunda grasalækningar, aðrir
eru „hómópatar" en þeir stunda það sem
kallað er smáskammtalækningar, sumir út-
búa blómadropa sem sálarlífinu hjálpa, hér
eru nokkrir sem nota hugarorku og anda-
lækningar, „kírópraktor" eða hnykkir losar
um þegar líkaminn er stífúr og bólginn,
það gera nuddarar einnig, nokkrir nota
nálastunguaðferð, sumir dáleiða og svona
mætti lengi telja.
Allir þessir aðiljar, sem óhefðbundnar
læknisaðferðir stunda, væru ekki starfandi
ef enginn leitaði til þeirra enda hefur verið
sagt um okkur íslendinga að við værum
I ótal poka og sekki sækja þau Linda og
John jurtir og mæla og blanda þar til réttur
skammtur hefur fengist - skammtur sem
kannski hjálpar einhverjum að losa um
hósta eða losna við verki.
einstaklega móttækileg fýrir þessum
læknisaðferðum. Áhuganum á þeim höfúm
við kynnst af eigin raun hérna á Vikunni. í
22. tbl. 1986 sögðum við ffá ungri stúlku,
Ragnheiði Björk Guðmundsdóttur, sem
tókst að lækna sig af liðagigt og hætti að
nota öll lyf vegna gigtarinnar — en af þeim
hafði hún þurft að taka stóran skammt dag-
Iega — eftir að hafa fengið aðstoð hjá konu
hér í Reykjavík sem ráðlagði henni varð-
andi mataræðið, sagði henni hvaða fæða
hefði slæm áhrif á heilsu hennar og hver
ekki. Auk þess býr þessi kona yfir einhvers
konar krafti sem hún beitir til að flýta fyrir
lækningu og Ragnheiði hefur tekist að
halda heilsunni góðri og þarf ekki á lyfjum
að halda ef hún fer að ráðum konunnar
góðu.
Því er skemmst ffá að segja að eftir að
viðtalið við Ragnheiði birtist þá linnti ekki
símhringingum til hennar, ritstjórnar Vik-
unnar og greinarhöfundar ftá fólki hvað-
anæva að af landinu og allir vildu fá meira
um þetta að vita. Ragnheiður sagði að ef
hún hefði vitað að svo margir hefðu áhuga
þá hefði hún haldið saman nöfnum allra
þeirra sem hringdu því hópurinn var það
stór að hægt hefði verið að stofna samtök.
Rúmu ári eftir birtingu greinarinnar var
enn verið að hringja til okkar hér á rit-
stjórninni og spyrja um Ragnheiði eða
konuna sem læknaði hana, sem vissi sem
var að ótal manns óska eftir hjálp eins og
þeirri sem hún veitir og því vildi hún ekki
að nafn hennar birtist því þá vissi hún að
hún myndi þurfa að neita mörgum um að-
stoð af því hún hefði ekki getað annað
effirspurn.
Við fórum því á stúfana og ákváðum að
reyna að kynna okkur örlítið nánar hvað
er að gerast hér í þessum málum og byrj-
uðum á því að hafa samband við ung hjón
sem ekki alls fýrir löngu opnuðu stofu þar
sem þau stunda grasalækningar. Stofan er á
Laugavegi 26, 2. hæð og grasalæknarnir
heita Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir og
John Smith. Linda féllst á að segja okkur
lítillega frá starfi þeirra hjóna.
„Náttúran á til plöntur
við öllum sjúkdómum“
Linda tók á móti okkur á stofunni þeirra
á Laugaveginum og bauð upp á sérlega
bragðgott og sjóðandi heitt jurtate.
— „Settirðu eitthvað út í til að gera það
sætt?“
„Nei, ekkert. En það er mulin Iakkrísrót
í teinu og hún gefúr þetta góða bragð.“
Teið færði vellíðan sem hélst í langan
tíma, enda var einstaklega þægilegt að sitja
þarna og spjalla við Lindu, sem sagði að
hún hefði lengi vitað af grasalækningum
áður en hún skellti sér út í námið.
„Ég fór til Englands til að læra grasa-
lækningar, í School of Herbal Medicine.
Þetta er erfitt nám en alltaf skemmtilegt.
Við lærum almenna læknisfræði en þetta
er ekki eins langt nám læknisfræði hér og
í stað þess að læra um lyf þá lærum við um
grös. “
— „En eru ekki mörg lyf unnin úr
jurtum?“
,Jú. Þá er með rannsóknaraðferðum
fúndið út hvaða efni það er í jurtinni sem
hjálpar. Efnið er þá einangrað úr plöntun-
um og það unnið sem lyf. Lyfið er gefið í
lækningarskyni, en þá koma oft hliðarverk-
anir sem ekki gerist þegar jurtin öll er
gefin. Plantan sjálf virðist hafa eitthvað í
sér sem temprar verkun efhisins."
í skólanum hitti Linda ungan mann sem
feddur er í Englandi en hefúr búið lengst
af í Suður-Afríku og telur sig því þarlend-
an. Þetta var John Smith sem nú er eigin-
maður hennar og nú starfa þau saman að
grasalækningunum. Þegar fólk kemur til
þeirra í viðtal er það spurt náið út í matar-
æði og heilsufar. Út frá þeim upplýsingum
geta þau Linda og John oftast farið nærri
um hvað að er og veita ráðleggingar sam-
kvæmt því og blanda auk þess grös sem
hjálpa eiga viðkomandi og flýta fyrir að
hann nái góðri heilsu á ný.
Margar jurtir sem þau nota til lækninga
er hægt að fá hér á landi, en þar sem Linda
og John fóru ekki að starfa hér fyrr en í
haust þá gátu þau lítið safnað sér af jurtum
hér og fengu þess í stað flestar þeirra frá
Englandi eða Ameríku. í skólanum lærðu
VIKAN 7