Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 51
SAKAMÁLASAGA
Morðið ó
föstudaginn
langa
Frh. afbls. 49-
var frá Lillehammer, stóð við afgreiðslu-
borðið, en sneri sér strax við, þegar þeir
komu inn.
- Þessa leið, sagði forstjórinn, og gekk
á undan honum upp tröppurnar. Líkið lá
í sömu stöðu og það hafði verið, eftir að
næturvörðurinn hafði ýtt því um koll...
Alstedt stóð drykklanga stund og horði á
það.
Annar sérfræðinganna kom með
brunaöxina. Á annarri hlið skaftsins var
axarblað, en á hinni hliðinni var hamar.
Það þurfti ekki sérfræðing til þess að sjá,
til hvers hún hafði nýlega verið notuð,
en samt fúndust ekki nýleg fingraför á
henni. Bremann forstjóri sagði, að eng-
inn hefði snert á öxinni, fyrr en í nótt.
Alstedt rannsakaði varlega vasa
Krinners. Hann fann sígarettuveski,
munnstykki, kveikjara og nokkra pen-
ingaseðla. Og í öðrum vasa fann hann
umslag. Hann tók það og hristi. Bréfmiði
féll úr því og á gólfið. Hann setti upp
hanska tók bréflð og breiddi úr því.
Hann las:
Þér eruð víst hriíhir af peningum
konu yðar, ekki satt? En það er ekkert vit
í því, að þér sitjið einir að þessu. Ég, t.d.
vil gjarnan fá eitthvað af þeim, svo sem
eins og hálfa milljón króna eða svo. Vilj-
ið þér biðja konu yðar að útfylla tékka,
og hafa eina línu auða, svo að ég geti
fyllt út mitt nafh, þegar ég framvísa
honum. Þér skuluð seinna fá að vita,
hvar þér eigið að skilja tékkinn eftir. Ef
þér gerið þetta ekki, fær konan yðar að
vita um ástarsambönd yðar.
Það var auðvitað engin undirskrift,
ekki einu sinni X eða eitthvað í þá áttina.
- Óvenjulega heimskulegt, sagði
Alstsedt.
— Hvað er þetta, spurði forstjórinn
ákafur. — Hvað er heimskulegt?
— Æ, ég tók nú heldur mikið upp í
mig, svaraði Alstedt. — Athugaðu, hvort
það eru nokkur nothæf fingraför á þessu,
bætti hann síðan við, sneri sér að öðrum
hjálparmanni sínum og rétti honum
umslagið og bréfrniðann.
—Jæja, sagði hann svo og sneri sér aft-
ur að forstjóranum.
— Hvað gerðist hér á hótelinu í gær-
kvöldi? Hefur eitthvað sérstakt átt sér
stað, meðan þessir gestir hafa verið hér.
— Ég hef talað við nokkra gesti, sagði
Bremann, og það hefur sýslumaðurinn
líka gert. Lögregluþjónninn frá Lille-
hammer situr nú með þeim inni í borð-
salnum og tekur skýrslu.
Sérfræðingurinn kom í því aftur með
bréfið, og tilkynnti Alstedt, að það væru
engin fingraför á því, nema hins látna.
Hins vegar sagði hann, að það væri ilm-
vatnslykt af því.
Anstedt fékk svo að vita um þann orð-
róm sem hafði farið af sambandi Krinn-
ers og leikkonunnar. Hann bað um að fá
að tala við leikkonuna. Honum var sagt
að hún sæti í borðsalnum eða í reyksaln-
um.
Alstedt gekk niður og heilsaði sýslu-
manninum og lögregluþjóninum frá
Lillehammer og lét síðan kynna sig fyrir
Rósu Lind. Það var eins og leikkonan
væri hrædd.
- Ég vildi gjarnan fá að tala við yður
einslega, sagði Alstsedt, — á herbergi
yðar. Hún kinkaði kolli og lagði af stað.
Herbergið var snyrtilegt og þar var
allt í röð og reglu. Alstedt tók upp um-
slagið og bréfið. — Vilduð þér vera svo
góðar að lykta af þessu, sagði hann.
— Þetta er sama ilmvatnstegund og ég
nota, hvíslaði hún og horfði niður á
snyrtiborðið.
— Einmitt það. En þekkið þér þá þetta
umslag og þetta bréf? Hafið þér séð það
fýrr?
— Nei, svaraði leikkonan.
Hún talaði lágt, en það hljómaði sann-
færandi.
— Þér vilduð ekki vera svo vænar að
skrifa naíhið yðar með blokkskrift,
spurði Alstedt. — Gjarnan á þetta umslag.
Hún tók við umslaginu, — og Alstedt
til mikillar ánægju setti hún nokkur
fingraför á það í leiðinni. Það var svo
miklu skemmtilegra, þegar slíkt kom af
sjálfu sér. Síðan tók hún sjálfblekung
upp úr veskinu hjá sér. Hún skrifaði
nafnið sitt hægt og örugglega. Hann leit
á skriftina.
— Skrifið þér oft slíka skrift?
— Nei aldrei, — næstum aldrei, hvíslaði
hún hrædd.
Hún var frískleg. Alstedt skildi Kinner
vel, þegar hann hugsaði um lýsingarnar
á frú Kinner.
- Takk fýrir, þetta er nóg, - í bili, sagði
hann og kvaddi.
Forstjórinn beið fýrir utan.
- Getið þér sagt mér, hvar ég get
fúndið ffú Kinner? spurði Alstedt.
- Hún hefur fengið taugaáfall og er
uppi á herbergi sínu og neitar að tala við
nokkurn mann.
— Ég þarf að tala við hana, sagði AJ-
stedt stuttlega.
Frú Krinner lá á legubekk og horfði
upp í loftið. Hún ansaði ekki bankinu, en
Alstedt gekk engu að síður inn í her-
bergið, og forstjórinn á hæla honum.
— Frú Krinner, sagði Bremann, - Al-
stedt yfirlögregluþjónn vill tala við yður.
Þá sneri hún höfðinu að þeim og leit á
þá tómum augum. Á borðinu við hliðina
á henni var sódavatnsflaska, kúlupenni
og nokkrar töflur. Hún virtist vera tals-
vert þung, en forstjórinn hafði sagt að
hún væri góð á skíðum. Hún horfði nú
fast á Alstedt, og augnalok hennar titr-
uðu.
— Hafið þér nokkra peninga á yður?
spurði Alstedt.
— Nei, svaraði hún, og reis á fætur. —
Ég er vön að borga með tékkum.
— Já, einmitt það, sagði þá Afstedt. —
En þér vitið, frú Krinner, að ef maður
yðar hefði beðið yður um þúsund króna
ávísun, og sagt, að það ætti ekki að gefa
hana út á neinn sérstakan, þá hefðuð
bæði þér og hann getað fengið að vita í
bankanum, hver hefði leyst tékkann út,
eftir að hann hefði verið útfylltur.
— Já, auðvitað, sagði hún dauflega, og
leit á Alstedt. — En hann hafði hreina
samvisku, og þess vegna bað hann mig
ekki um peningana til þess að borga fjár-
kúgaranum.
- Hvaða fjárkúgara?
— Þessum, sem skrifaði bréfið, sagði
hún ákveðið, en skildi á sama augnabliki,
að hún hafði talað af sér.
- Það eru aðeins ég og fingrafarasér-
fræðingurinn sem vitum hvað stendur í
bréfinu. Ég tók það úr vasa Krinners,
sagði Alstedt og lagði áherslu á hvert
orð.
— Hann... hann fór svo illa með
mig... ég var eins og fífl framan í öllu
fólkinu. Hann var skepna... Hann átti
þetta skilið... æpti hún allt í einu upp.
— Hún er verslunarkona og á að vita
allt um ávísanir. Það var sérstaklega
heimskulegt að biðja um tékka, sem ekki
var stílaður á neinn sérstakan. Og
enginn, — ekki einu sinni leikkona, —
myndi setja ilmvatnið sitt á kúgunarbréf.
Hins vegar gæti afbrýðisöm eiginkona
gjarnan notað ilmvatn ástkonu eigin-
mannsins og keppinautar síns sem
undirskrift undir slík bréf. Á þessu hóteli
er lítill vandi að komast inn á herbergi
annarra gesta, því það er venjulega
ólæst. Og enn eitt atriði var það, að und-
ir venjulegum kringumstæðum drepur
fjárkúgari ekki þann sem hann vill kúga.
Hann vonast eftir að fá peningana, og í
versta falli kemur hann upp um hann,
sem var grundvöllur kúgunarinnar, í
þessu tilfelli framhjáhald, sagði Alstedt
við Bremann forstjóra og Eriksen lög-
regluþjón, þegar þeir sátu að snæðingi
skömmu áður en flugvélin átti að leggja
af stað til Osló.
— Ég verð að kannast við, að samband-
ið milli gestanna hefur verið sérstaklega
frjálslegt hér á hótelinu, sagði Bremann
og brosti. — Það verður víst á hvers
manns vörum innan skamms.
— Það var gott að lögregluþjónarnir
snertu ekki á neinu, áður en þeir komu
frá Osló, sagði hann við Eriksen. - Yfir-
lögregluþjónar eiga það nefnilega til að
verða talsvert sárir, þegar embættis-
menn standa upp frá skrifborðunum og
leysa vandamálin.
—Já, yfirlögreglumenn hafa líka þau
sérréttindi að mega vera svolítið sárir,
sagði Alstedt, og bað um aðeins meira af
reyktum laxi. - Reyktur lax er það besta,
sem ég fær, — og staða yfirlögreglu-
mannsins jafhast ekki á við slíkt sælgæti.
En staða lögreglumannsins, gerir hún
það?
VIKAN 51