Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 66
Grikkir
fangelsa
Mollý
-hún gleymdi
agúrkunni!
Eftir að hafa eytt sem
svarar til tæpra tveggja
milljóna íslenskra króna í
veitingastað sinn varð
gúrkuskortur Mollý að
falli.
Bresk amma hefur verið
dæmd í 5 mánaða fangelsi í
Grikklandi fyrir að bera ekki
agúrku á borð fyrir ferðamenn
sem koma í veitingaliús hennar.
Molly Huddleston var hand-
tekin og látin dúsa í fanga-
geymslu vegna þess að hún
hafði brotið lög staðarins sem
kveða á um að þetta grænmeti
sé ávallt til reiðu fyrir matar-
gesti. Eina grænmetið sem hún
hafði að bjóða var kál sem hún
segir að matargestir sínir kjósi
heldur. Eftir svefnlausa nótt í
fangelsinu var Mollý færð fyrir
rétt á Rhodes þar sem verðlags-
eftirlitið kærði hana fyrir alls
konar einkennilega „glæpi“.
Þar á meðal var að hafa sett
Chilikássu á bakaða kartöflu og
látið borga aukalega fyrir, einnig
að bera ekki matseðil á borð
hvers og eins en þó var verðlag
á öllu alltaf sýnt greinilega. Hún
barðist við tárin þegar dómur-
inn var kveðinn upp. „Þetta eru
allt svo miklir smámunir. Ég trúi
því ekki að þetta sé að gerast,"
sagði hún snökktandi. „Ég eyddi
um 30.000 pundum í veitinga-
húsið — öllu sparifé mínu — og
nú koma þeir fram við mig eins
og ég sé ótíndur glæpamaður."
Afbrýðisemi nálægra
veitingahúsaeigenda
Mollý var leyft að yflrgefa
fangelsið eftir að hafa áfrýjað og
hún hótar nú að leggja málið
fyrir Mannréttindadómstól Evr-
ópu. Þangað til reynir hún að
verða sér úti um 1000 pund
sem samkvæmt lögum staðarins
nægir til að kaupa sig frían frá
ákærunni. Ekki hefur þurft að
loka veitingastað hennar, Hjá
Molly (Molly’s Place) og hún
segir að þar sé útúr fullt á
hverju kvöldi. Þangað sækja
einkum erlendir ferðamenn
sem eru mjög ánægðir með að
fá hefðbundinn breskan mat —
og það er ástæðan fyrir því að
eigendur nálægra veitingastaða
eru afbrýðisamir.
Lögreglan sem kom á staðinn
tók með sér reikning upp á 4
pund sem var fyrir tveim kar-
töflum með cilli og tveim gos-
drykkjum. Samkvæmt lögum á
kartafla ekki að kosta meira en
35 pence. Þeir sögðu að það
skipti engu máli þó á kartöfluna
væri settur góður skammtur af
chillikjötkássu. „Ég sýndi þeim
fram á kostsnaðinn af þessum
rétti en þeir vildu ekki hlusta. Af
einhverri ástæðu virtust þeir
fastákveðnir í að handtaka mig.“
Enginn eftir heima til
að passa barnabörnin
„Ég sagði þeim að ég væri
eina fullorðna manneskjan á
staðnum og að ég hefði engan
sem gæti hugsað um barnabörn-
in mín sem væru í heimsókn hjá
mér. Þau eru 10 og 11 ára en
lögreglunni var alveg sama. Ég
var neydd til að dvelja í klefa án
vatns, matar eða salernisað-
stöðu. Lögreglan svaraði því
einu til að ég skvldi vera þakklát
fyrir að þurfa ekki að dvelja í
klefa með öðrum föngum."
Morguninn eftir hlustaði hún
orðlaus á þær furðulegu ákærur
sem á hana voru bornar og á
dóminn sem hún fékk fyrir. „Ég
frétti af því að fyrir nokkrum
dögum var þýskur ökumaður
dæmdur í 6 rnánaða fangelsi fyr-
ir að hafa nærri því drepið tvær
manneskjur á Rhodes en ég fékk
5 mánuði útaf kartöflu. Er þetta
réttlæti?
„Mamma varð að segja mér
þetta þrisvar sinnurn áður en ég
trúði henni. Ég hélt að þetta
væri fáránlegt grín," sagði dóttir
Mollýar. „Það er auðsjáanlega
verið að reyna að flæma hana
burt. Allir innlendu veitinga-
húsaeigendurnir eru afbrýði-
samir Út í hana.“ Sunday Express/BK
SK0P í VIKUL0KIN
Oj barasta
Sex ára gutfi kom heim til sín
einn daginn með fullan munninn
af tyggigúmmíi sem hann tuggði
og tuggði. Mamma hans spurði
hvar hann hefði fengið tyggjó.
„Ég fann það úti á gangstétt
hérna fyrir utan,“ svaraði hann og
flýtti sér að beeta við: „en þetta er
allt í lagi - ég þvoði það í polli.“
Sjö daga vika
„Slæmt kvef væri ekki svo
slæmt ef ekki kæmu til alls konar
ráð velviljaðs fólks í kringum
mann. Ég hef komist að því að
með því að fara að þessum ráð-
um þá tekur það u.þ.b. viku að
læknast af kvefinu - án ráðanna
tekur það sjö daga!
þurrka alltaf undan skónum
eftirleiðis!
Eltur heim
af ókunnri konu
Gamli maðurinn var f læknis-
skoðun og að henni lokinni var
hann beðinn um að segja næsta
manni að koma inn. Hann opnaði
hurðina fram á biðstofu og sagði:
„Næsti, gjörið svo vel!“
Hann fór síðan í frakkann sinn
og lagði af stað heim. Þegar hann
hafði gengið svo sem 100 metra
varð hann var viö að hann var
eltur.
„Hvert erum við að fara?“
spurði konan á eftir honum -
þetta var - „naesti" sjúklingurinn
á biðstofunni.
Það kom í Ijós að hún var
þarna í fyrsta skipti og hélt að
gamli maðurinn væri læknirinn!
66 VIKAN
0miRUClS B 475 820 287
MIKLIGARÐUR
0CULUS
FJARÐARKAUP
NÓATÚN
SLÁTURFÉLAG
SUÐURLANDS
AMAR0
HAGKAUP
SJAÐU
ELSKAN
ÞEIR
HALDAST
UPPI!
S0KKABUXUR
HNÉS0KKAR
DIMUP
MIKIÐ ÚRVAL
í LITUM,
ÁFERÐ
0G MUNSTRI
UTS0LUSTAÐIR: