Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 13
eitt rúllettuborðið. Rúllettan geturgefið afsér
35 faldan vinning ef heppnin er með í för.
8. Sunnudagur 06.03’88: Hotel Pullman
opnar sérstaka hátíðardagskrá tileinkað
hinni sérstæðu menningu frá Bæjarlandi í
Suður-Þýskalandi. „Það var nú alveg óþarfi
að hafa svona mikið fyrir okkur,“ sagði
Guðrún við hótelstjórann þegar hátíðarhöld-
in byrjuðu. Hilkhuysen hótelstjóri skellihló og
útskýrði að hátíðin hafi verið undirbúin löngu
áður en vitað væri að áskrifendur Vikunnar
kæmu í heimsókn. Guðrún og Páti voru þó
tilnefndir heiðursgestir hátíðarinnar, ásamt
þjóðdönsurum frá Bæjaraiandi, sem
skemmtu viðstöddum af mikilli list.
Á myndinni eru v-þýsku sendiherrahjónin
í Luxemburg, Herr Dr. Munz og frú, frú Hilk-
huysen og maður hennar Hilkhuysen hótel-
stjóri Hótel Pullman, Guðrún og Páll, ásamt
félögum úr bæheimska þjóðdansaflokknum
„ D ’Hirschbergler".
9. Síðar á sunnudeginum lá leiðin til bæjar-
ins Vianden. (Luxemborgarar bera nafnið
fram sem „Fjanden"). Þar eru miklar og
merkilegar menningarminjar, þar á meðal
Vianden kastalinn, sem er víðfrægur í Evr-
ópu. Kastalinn stendur víggirtur á hæð yfir
bænum og er ekki erfitt að ímynda sér það
andlega hyldýpi sem hefur verið á milli al-
múgans og aðalsins í lénsskipulagi fortíðar-
innar þegar maður lítur þetta trausta virki
tróna yfir bænum og grösugum dalnum.
10. Á leið heim frá Vianden rákust ferða-
langarnir frá Vikunni óvænt inn á notalegt
veitingahús, Brassiere René í litlum fögrum
bæ sem heitir Diekirch. Eigandi staðarins
rak skyndilega upp fagnaðaróp þegar hann
heyrði á samtal hópsins. „Islendingar!"
Hrópaði hann á örlítið bjagaðri íslensku.
„Konan mín er íslensk, ég hringi strax í
hana, “ sagði hann og lét ekki standa við orð-
in tóm. Stuttu seinna mætti Sigríður kona
hans og fagnaði hópnum innilega. „Það er
ekki svo oft sem við sjáum íslendinga hér,
en ég vil endilega hvetja landa mína á ferða-
lagi í Luxemburg og iíta hér inn, við munurri’
örugglega taka vel á móti þeim. René mað-
urinn minn elskar allt sem er íslenskt, nema
verðlagið heima, þegar við förum í heim-
sókn. En hann vill samt hvergi annars staðar
vera á jólunum. íslensk jól eru engu lík,“
sagði Sigríður með söknuði í röddinni. Á
myndinni eru René og Slgríður Wagner
ásamt dóttur þeirra Guðrúnu.
11. íslendingum þykir jafnan lítið til koma í
utanlandsferðum, ef þeir geta ekki litið að-
eins í búðir, áðuren haldið erheim. Á mánu-
deginum kom Benzinn góði því í góðar
þarfir, því þá var haldið til borgarinnar Trier í
V-Þýskalandi, þar sem verslun og viðskipti
eru með meiri blóma en víða annars staðar
i álfunni. Verðlag í Trier, sem er um 50 km
frá Luxemburg er með ólíkindum hagstætt
og hægt er að kaupa hágæðavörur á vægu
verði. Guðrún og Páll stóðust ekki freisting-
una og komu hlaðin pinklum heim á hótel
um kvöldið. „Nú er okkur óhætt að halda
heim til ísiands á morgun,” sagði Guðrún
sposk. Mynd: Guðrún með nokkra pinkla á
verslunartorgi í Trier. / baksýn er gamalt
tollhlið frá timum Rómverja.
VIKAN 13