Vikan


Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 13

Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 13
eitt rúllettuborðið. Rúllettan geturgefið afsér 35 faldan vinning ef heppnin er með í för. 8. Sunnudagur 06.03’88: Hotel Pullman opnar sérstaka hátíðardagskrá tileinkað hinni sérstæðu menningu frá Bæjarlandi í Suður-Þýskalandi. „Það var nú alveg óþarfi að hafa svona mikið fyrir okkur,“ sagði Guðrún við hótelstjórann þegar hátíðarhöld- in byrjuðu. Hilkhuysen hótelstjóri skellihló og útskýrði að hátíðin hafi verið undirbúin löngu áður en vitað væri að áskrifendur Vikunnar kæmu í heimsókn. Guðrún og Páti voru þó tilnefndir heiðursgestir hátíðarinnar, ásamt þjóðdönsurum frá Bæjaraiandi, sem skemmtu viðstöddum af mikilli list. Á myndinni eru v-þýsku sendiherrahjónin í Luxemburg, Herr Dr. Munz og frú, frú Hilk- huysen og maður hennar Hilkhuysen hótel- stjóri Hótel Pullman, Guðrún og Páll, ásamt félögum úr bæheimska þjóðdansaflokknum „ D ’Hirschbergler". 9. Síðar á sunnudeginum lá leiðin til bæjar- ins Vianden. (Luxemborgarar bera nafnið fram sem „Fjanden"). Þar eru miklar og merkilegar menningarminjar, þar á meðal Vianden kastalinn, sem er víðfrægur í Evr- ópu. Kastalinn stendur víggirtur á hæð yfir bænum og er ekki erfitt að ímynda sér það andlega hyldýpi sem hefur verið á milli al- múgans og aðalsins í lénsskipulagi fortíðar- innar þegar maður lítur þetta trausta virki tróna yfir bænum og grösugum dalnum. 10. Á leið heim frá Vianden rákust ferða- langarnir frá Vikunni óvænt inn á notalegt veitingahús, Brassiere René í litlum fögrum bæ sem heitir Diekirch. Eigandi staðarins rak skyndilega upp fagnaðaróp þegar hann heyrði á samtal hópsins. „Islendingar!" Hrópaði hann á örlítið bjagaðri íslensku. „Konan mín er íslensk, ég hringi strax í hana, “ sagði hann og lét ekki standa við orð- in tóm. Stuttu seinna mætti Sigríður kona hans og fagnaði hópnum innilega. „Það er ekki svo oft sem við sjáum íslendinga hér, en ég vil endilega hvetja landa mína á ferða- lagi í Luxemburg og iíta hér inn, við munurri’ örugglega taka vel á móti þeim. René mað- urinn minn elskar allt sem er íslenskt, nema verðlagið heima, þegar við förum í heim- sókn. En hann vill samt hvergi annars staðar vera á jólunum. íslensk jól eru engu lík,“ sagði Sigríður með söknuði í röddinni. Á myndinni eru René og Slgríður Wagner ásamt dóttur þeirra Guðrúnu. 11. íslendingum þykir jafnan lítið til koma í utanlandsferðum, ef þeir geta ekki litið að- eins í búðir, áðuren haldið erheim. Á mánu- deginum kom Benzinn góði því í góðar þarfir, því þá var haldið til borgarinnar Trier í V-Þýskalandi, þar sem verslun og viðskipti eru með meiri blóma en víða annars staðar i álfunni. Verðlag í Trier, sem er um 50 km frá Luxemburg er með ólíkindum hagstætt og hægt er að kaupa hágæðavörur á vægu verði. Guðrún og Páll stóðust ekki freisting- una og komu hlaðin pinklum heim á hótel um kvöldið. „Nú er okkur óhætt að halda heim til ísiands á morgun,” sagði Guðrún sposk. Mynd: Guðrún með nokkra pinkla á verslunartorgi í Trier. / baksýn er gamalt tollhlið frá timum Rómverja. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.