Vikan


Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 30

Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 30
1 „Aðalverkefnið í ár verður bók um Kúbu“ Vikan rœðir við Ingibjörgu Haraldsdóttur um ritstörfin og sitthvað fleira TEXTI: SICRÍÐUR ARNARDÓTTIR UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON „Það er ósköp gaman að hafa orð- ið fyrir vali þínu það er alltaf gott að fá viðurkenningu fyrir það sem maður er að gera,“ sagði Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur, en hún hlaut menningarverðlaun DV, fyrir þýðingu sína á Fávitanum eítir rúss- neska skáldið Dostojevskí. Ingibjörg heftir skrifað 2 Ijóðabækur, þýtt 5 skáldsögur frá Rússlandi og S-Ame- ríku. Einnig hefur hún þýtt ljóð, smásögur og Ieikrit. Ingibjörg sagði að sér hefði komið á óvart að fá verðlaunin því hún reikni yflr- leitt ekki með því að þýðingar séu settar jafnfætis frumsömdum skáldsögum. Einnig hefðu komið út svo margar góðar bækur fyrir síðustu jól. Ingibjörg lærði á sínum tíma kvik- myndaleikstjórn í Sovétríkjunum, bjó þar í sex ár og flutti þá til Kúbu þar sem hún bjó í önnur sex ár. Hún var gift kúb- önskum manni og vann sem aðstoðarleik- stjóri í leikhúsi í Havana. Ingibjörg eignað- ist barn á Kúbu en föðurlandsástin var sterk og hún skildi og kom heim með barnið. „Ég hef ekki unnið við kvikmynda- leikstjórn eftir að ég kom heim. Mér fannst vera svo langt um liðið síðan ég lauk námi þannig að mér fannst eðlilegt að flnna mér eitthvað annað að gera. Ég fór að vinna sem blaðamaður, skrifaði m.a. kvikmynda- gagnrýni í nokkur ár. Ég hafði geflð út Ijóðabók og var svo heppin að fá starfslaun úr rithöfúndasjóði. Mig langaði til að fást við þýðingar og nota þau mál sem ég lærði erlendis þ.e. spönsku og rússnesku. Því ákvað ég að byrja að þýða bókina Meistar- inn og Margaríta. Ég var lengi að þýða hana eða í um tvö ár, vegna þess að ég var í fúllri vinnu sem blaðamaður og þýddi því aðeins á kvöldin og um helgar. Ástæðan fýrir því að þessi bók varð fyrir valinu var að ég hafði lesið hana oft og haít dálæti á henni. Ég vissi að þetta var erflð bók og ef ég gæti þýtt hana, gæti ég þýtt margar aðrar.“ Eins og að spila í happdrœtti Um nokkurra ára bil hefúr Ingibjörg verið í fullri vinnu við að þýða. Hún hefur alltaf valið sjálf þau verk sem hún hefúr þýtt, nema bækurnar frá S-Ameríku. Þá liggur því beint við að spyrja hvort upp- áhalds rithöfundarnir hennar séu sovéskir. ,Já, Dostojevskí og Búlgakoff eru mitt upp- áhald en ég hef líka gaman af fjöldamörg- um öðrum höfundum. Af íslenskum rithöf- undum sem ég hef mikið dálæti á má nefna 30 VIKAN Svövu Jakobsdóttur og Álfrúnu Gunn- laugsdóttur. Aðspurð um það hvernig búið væri að rithöfúndum hérlendis í dag sagði Ingi- björg að það væri mjög misjafnt í hvernig aðstöðu rithöfúndar væru. „Taxtar fyrir þýðendur eru mjög lágir og það eru greidd sömu laun fyrir vandasamar þýð- ingar og einfaldar þýðingar. Þetta býður upp á hroðvirknisleg vinnubrögð því þeir sem eru að reyna að lifa af þýðingum hafa ekki næga peninga og verða að flýta sér til að geta fengið fleiri verkefhi. Launakjörin hafa þó farið batnandi ffá því sérstakur þýðingasjóður var stofnaður upp úr 1980. Útgefendur eru nú viljugri að borga þýð- endum þvi þeir fá til þess styrk úr sjóðnum." Ingibjörg sagði ennfremur að það vandkvæði sem fylgir því að vinna við ritstörf er að launasjóður rithöfúnda er allt of lítill. Úr sjóðnum er borgað einu sinni á ári, nánar tiltekið í mars. „Þetta er eins og að spila í happdrætti, maður verður að bíða mánuðum saman eftir að fá svar um hvort maður hljóti rithöfúndalaun." Ingi- björg sagðist þó ekki vera á þeirri skoðun að allir sem telja sig vera rithöfúnda ættu að vera á háum launum og skrifa endalaust. „Mér finnst launasjóðurinn vera mjög já- kvætt framlag til rithöfúnda en sjóðurinn þyrfti að vera öflugri. Allt sem gert er fyrir rithöfunda er mjög jákvætt en þetta er bara svo nánasarlegt. Maður sér svo mikið bruðl og sóun í þjóðfélaginu. En um leið og farið er að tala um peninga fýrir menn- inguna í landinu er ekki til aur. Al- menningur virðist telja það sem veitt er í listir og menningu vera blóðpeninga, að minnsta kosti ef tekið er mark á lesenda- bréfúm dagblaðanna rétt eftir að lista- menn hafa fengið úthlutað úr þar til gerð- um sjóðum. Konurnar spennandi „Ég tek karlrithöfunda ekki meira alvar- lega heldur en kvenrithöfunda," sagði Ingibjörg þegar hún var innt álits á því hvort karlmenn ættu auðveldara með að hasla sér völl sem rithöfundar, hvort þeir væru teknir meira alvarlega en konur. „Sögulega séð hefur verið erfiðara fyrir konur að hasla sér völl á sviði bókmennt- anna, á því er enginn vafi. Einhverra hluta vegna eru og hafa alltaf verið fleiri karlrit- höfundar. Konur byrja líka miklu seinna á ævinni að skrifa. En þetta er allt að þokast í rétta átt. Mér flnnst meira spennandi það sem er að koma frá konum en karlrithöf- undum hér á íslandi." Ingibjörg sagði að vinnan væri næstum eina áhugamálið sitt. „Mér finnst þetta skemmtileg vinna, hún á vel við mig. Mér líður ágætlega þegar ég sit ein við tölvuna niðri í kjallara. Ég hef líka óskaplega gam- an af að fara í leikhús, en geri lítið af því. Kannski vegna þess að ég er alltaf að reyna að flnna smugu til að komast í kjallarann og vinna. Yngra barnið mitt hún Kristín er sex ára og er því svo stutt í skólanum á daginn. Frá kl. 1 — 5 er eini fasti tíminn sem ég hef til að vinna. Því nota ég hverja stund sem gefst til að vinna. Líflð hrein- lega gengur út á það að flnna tíma til að þýða. Þess vegna fer lítið fyrir öðrum áhugamálum. Hvað um kvikmyndir, já? Það er nú svo skrítið með þær. Ég er menntaður kvikmyndaleikstjóri og ætti því að brenna í skinninu af að komast í kvikmyndahús. Ég skrifaði svo lengi um kvikmyndir að ég fékk nóg. Ég bara læsti þessum dyrum. Áhuginn entist ekki lengur og því fer ég ekki nema nokkrum sinnum á ári í bíó.“ Örlagaeggin, fermingarbók og Kúba Ingibjörg er með margt nýtt í pokahorn- inu. Um þessar mundir er hún að þýða stutta skáldsögu eftir Bulgakoff. Sagan heitir Örlagaeggin og kemur út í Kilju- klúbbi Máls og Menningar. Einnig er hún að ritstýra tilvitnanabók fyrir Mál og menningu. Þetta eru tilvitnanir í íslenskar bókmenntir, spakmæli og fleyg orð. „Ég lá yflr íslenskum bókum í þrjá mánuði og leitaði uppi tilvitnanir í þessa bók.“ Ingi- björg sagðist halda að þetta væri fýrsta bók sinnar tegundar hér á íslandi sem ekki er þýdd. Þetta er ef til vill upphafið að stærra verki. Til að byrja með á þetta að vera lítil, falleg bók sem á að stíla inn á fermingar- gjafamarkaðinn, að sögn Ingibjargar. Þegar öll fermingarbörnin hafa opnað pakkana sína í vor stendur mikið til hjá Ingibjörgu og hennar íjölskyldu. Þau ætla að leggja upp í ferðalag til Kúbu. Ingi- björg, maður hennar Eiríkur Guðjónsson, sonur hennar Hilmar Ramos 12 ára og Kristín Eiríksdóttir 6 ára ætla að dvelja á Kúbu í 5 vikur. Ekki er þetta einungis skemmtiferð heldur á að sameina skemmt- un og vinnu því þau hjónin ætla að gefa út bók um Kúbu. Eiríkur tekur myndir í bók- ina en Ingibjörg mun sjá um ritstörfln. „Ég veit ekki alveg hvernig bók þetta verður. Aðalhugmyndin er að þetta verði persónu- leg bók því ég kem þarna aftur eftir 13 ár. Ég mun rifja upp gömlu tímana og bera saman við nútímann. Einnig mun ég tala við fólkið sem ég þekki þar. Þar sem ég var aðstoðarleikstjóri í leikhúsi nær öll árin sem ég bjó á Kúbu var flest fólkið sem ég þekkti á einhvern hátt tengt leikhúsinu og menningarlífinu. Það kemur því af sjálfu sér að ég er forvitnust að sjá lista- og menningarlífið á Kúbu í dag. Þessi bók verður aðalverkefni mitt á þessu ári og ég stefni að því að láta hana koma út fyrir næstu jól,“ sagði Ingibjörg Haraldsdóttir að lokum. □
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.