Vikan - 24.03.1988, Side 8
Nomagaldur
og gulrœtur
TEXTI: CUNNAR GUNNARSSON
Nornir eiga að vera með skærlitan skýlu-
klút, herðasjal og hringa á hverjum flngri.
Pær eru dökkar á hörund, augun sitja
djúpt, neflð krókbogið og þær rýna í krist-
alskúlu. Nornin sem undirritaður hitti
einn morgun fýrir skemmstu var ekki með
skuplu og herðasjalið sást hvergi. Og hún
var ekki með króknef ellegar sérlega dökk.
Hún var ung, glaðleg og bauð upp á kaffi.
Og dró ffam kristalskúiuna. Ekki til þess að
spá eða segja fyrir um óorðna atburði eins
og völva Vikunnar heldur til þess að kom-
ast að því hvernig mér liði. Hún sagði að
útgeislun mín hefði áhrif á kúluna — eða
eitthvað í þá veru.
Nokkrum dögum seinna lenti undirrit-
aður í samkvæmi og hitti þar miðaldra
hjartaskurðlækni. Sá var eins og hjarta-
skurðlæknar eiga víst að vera, horfði á
mann sposkur, andiitið lífsreynslulegt og
maðurinn ögn þunglyndislegur. Þegar
hann leit til mín fannst mér að hann kæmi
ekki auga á persónu af neinu tagi heldur
bara kjöt, bein og blóð. Eins og kjötiðnað-
armenn sem eiga það til að benda á alikálf-
inn inni í fjósi og fara að tala um T-bein-
steikur, lundir og hamborgara. Til þess að
gleðja hjartaskerarann sagði ég honum að
ég hefði hitt norn nýlega sem gæfi fólki
safann úr einhverjum grösum og hvað sem
að því væri, þá yrði það albata á endanum.
Hann horfði á mig áhyggjufullur. Og, sagði
ég, — ég heyrði um daginn um nuddara
sem er svo næmur í fingurgómunum að
styðji hann á stað þar sem manni er veru-
lega illt þá kippir hann að sér hendinni því
sársaukinn smýgur í hann, það er eins og
hann hafi brennt sig.
— Hvar í veröldinni er fólk sem segir
svona vitleysu? sagði læknirinn og horfði
alvarlegur á mig yfir gleraugun.
— í Reykjavík, sagði ég.
— Ég hélt að svonalagað hefði verið
kveðið í kútinn fyrir hundrað eða tvö
hundruð árum, sagði læknirinn og hnykl-
aði brýnnar eins og hann hefði áhyggjur af
samkeppninni. Ég hnyklaði líka brýnnar,
því að í rauninni var mér líkt farið og
honum: Nornir sem finna það út með
Lítið til skráð
um lœkningamátt
íslenskra jurta
þau að rækta og vinna úr jurtunum. Jurt-
irnar eru unnar á ýmsa vegu: þær eru
þurrkaðar á sérstakan hátt, við hitastig
sem hvorki er of hátt né lágt og þar sem
loft leikur um þær; rætur eru skornar nið-
ur og stundum er duft unnið úr jurtunum
sem jafhvel er sett í pilluhylki.
„Það er mikið af grösum sem hægt er að
nota og sagt er að náttúran eigi til plöntu
við hverjum einasta sjúkdómi í mönnum
og skepnum." Segir Linda. „En það eru
einnig til margar plöntur sem eru stór-
hættulegar. T.d. er Venusarvagn ein eitrað-
asta jurt sem til er — a.m.k. í útlöndum. Og
svo er kartaflan af einni eitruðustu jurta-
ættinni. Mjög góð þekking verður því að
koma til áður en menn geta farið að nota
grösin til lækninga. Margt af því sem við
lærðum í skólanum kemur beint frá amer-
ísku indíánunum. Indverjar eru einnig
með grasalækningar og þar er hefðbundið
að nota grös.
Lítið til skráð um
lœkningamátt íslenskra jurta
Við lærum af skráðum heimildum og því
finnst mér að þeir sem búa yfir þekkingu
eigi að deila henni með öðrum. Ég er t.d.
að vinna að ritgerð um íslenskar jurtir sem
ég ætla að gefa út. Hér er mjög fátt til skrif-
8 VIKAN
að um lækningamátt íslensku jurtanna og
því þurfa þeir sem þær ætla að nota eigin-
lega að byrja ffá grunni því þeir sem þær
þekkja vilja ekki deila vitneskjunni. í gegn-
um tíðina virðast ekki hafa verið margir
hér sem eitthvað hafa þekkt íslensku
grösin, en þó er eitthvað til skráð, t.d. bók
ffá 1859 eftir Alexander bónda Bjarnason
sem heitir „Um íslenzkar drykkurtir."
— „Geturðu nefnt einhverjar íslenskar
jurtir sem gott væri fyrir hvern og einn að
eiga heima við?“
„Maríustakkur vex víða, en sú jurt er t.d.
mjög góð fýrir kvenfólk. Ef blæðingar eru
of miklar þá setur jurtin reglu á slímmynd-
un í leginu. Laufin eru þá þurrkuð, síðan
mulin og lagað úr þeim te. Fíflarætur eru
góðar fyrir liffina og þær má þurrka á eig-
inlega hvaða máta sem er. Rótin er soðin í
15 mínútur og seyðið drukkið. Laufin af
fíflunum eru einnig þurrkuð og síðan hellt
yfir þau heitu vatni og seyðið drukkið, en
þau eru sérlega þvagörvandi og kalíumrík.
Hófififill veitir eina bestu hjálpina við að
losa um hósta og þá sérstaklega í börnum.
Börn eru ekki byggð
til að drekka kúamjólk
Það eru til margar jurtir sem eru mjög
góðar fyrir börn og það er dálítið skrítið
að börn sækjast oft í jurtir sem eru góðar
fýrir þau, eins og t.d. hundasúrur sem eru
mjög vítamínríkar. Kamilla er góð fyrir of-
virk börn. En oft stafa kvillar sem hrjá
börn af ofnæmi. Þegar fólk kemur til okkar
þá eyðum við löngum tíma í að tala við
það til að komast að því á hvaða fáeði það
kristalskúlum hvað amar að hélt maður að
væri liðin tíð.
Ég fór að spyrjast fýrir og frétti þá af
ýmsu fólki sem fékkst við lækningar og
hafði engin próf ellegar læknadeildir að
baki. Eins og við vitum eru þær legíó sög-
urnar sem við á íslandi kunnum af fólki
sem hefur samband út yfir gröf og dauða
og sendir hrjáðum líkn með einhverjum
ráðum. Margrét á Öxnafelli læknaði eða
sendi kunningja mínum lækni að handan.
Hann varð algóður af brjósklosi, segir
hann, á einni nóttu eða var það þegar hon-
um seig í brjóst eftir hádegismatinn ein-
hvern tímann. Og Einar á Einarsstöðum
læknaði líka fólk í kippum. Eða sendi því
lækna úr andaheiminum. Þetta er hluti
mannlífs og trúar sem erfitt er að rannsaka
vísindalega og þess vegna erum við ekkert
að velta þessu fyrir okkur í alvöru, hjarta-
skurðlæknirinn og ég. Við tótlum bara
hrosshárið okkar eins og hingað til.
Maðurinn er það sem hann lætur í sig,
segir einhvers staðar. Það er sjálfsagt mik-
ið til í því. Og af því tilefhi barði ég uppá
hjá einum af grasalæknum höfuðstaðarins.
Sá gefur sig út fyrir að vera „alvöru“-
læknir, hefur að baki nám og próf og veit
margt um mannlegan krankleika og lækn-
ingamátt grasa.
Það var að því leyti skemmtilegra að
heimsækja þennan grasalækni en heimilis-
lækninn að hann gaf sér tíma. Hann spjall-
aði Iengi og ítarlega við mig, reyndi að
grafa upp löngu liðna sjúkdóma og komast
að villum í mataræði. Mér fannst bara gam-
an að njóta svona íhugullar athygli í heilan
klukkutíma. Læknirinn sem ég hef stöku
sinnum heimsótt hefur engan tíma til að
slóra svona yfir hverjum einstökum. Bið-
Hóffífill
veitir einna bestu
hjálpina til að losna
við hósta.
lifir og oft er breyting á mataræði helming-
urinn af lækningunni.
Börn sem sífellt eru með eyrnabólgur
eða asma þarf oftast að taka af mjólk. Mörg
börn hér eru með mjólkurofhæmi. Böm
eru ekki byggð til að drekka kúamjólk.
Hún er ætluð stómm dýmm sem vaxa
óhemju hratt auk þess sem þau melta fæð-
una tvisvar. Því er börnum sem fara of
snemma á kúamjólk sérlega hætt við að fá
ofnæmi. Þau fá kvef og sífellt lekur úr nef-
inu á þeim, kvefið verður að eymabólgu
sem getur þróast út í asma.
Mjólk getur líka verið slæm fyrir fullorð-
ið fólk. Mjólk eykur allt slím, en slímhúð
liggur alls staðar innst í líffærunum. Slæm
slímhúð getur gengið í erfðir og þeim sem
hættir til að fá móðurlífsbólgur og blöðm-
bólgur ættu ekki að drekka mjólk. Með því
að tala við fólk er oft hægt að komast að
því hvort þeir em með ofnæmi, því fylgja