Vikan


Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 17

Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 17
Magnús Guðmundsson á fermingardaginn þann 16. apríl 1967, ásamt ömmu hans Helgu Sveinsdóttur, sem lést fyrir nokkrum árum. Varanlegasta gjöfin voru bœkur „Þegar ég fermdist í apríl 1967 var siður að gefa fermingarbömum úr, helst sjálftrekkjandi, ég man að ég fékk svakafínt Pierpoint gullhúðað úr, sem entist mér í nokkur ár. Svo fékk maður að sjálfsögðu silfurhring og skyrtuhnappa úr sama ásamt bind- isnaelu. Þetta þótti mjög fínt allt saman. Það var eins og núna líka vinsælt að gefa peninga, eða öllu heldur vinsælla að þyggja þá, ég fékk held ég um 20.000 krónur sem var mikill peningur þá. Svo fékk maður að sjálfsögðu ný fermingarföt. Ég fékk Kórónaföt sem pabbi valdi, en mér líkaði þau aldrei, þar sem þau voru ekki með útvíðar skálmar, eins og þá var að komast í tísku,“ segir Magnús Guðmunds- son, sem nýlega lét af störfum sem ritstjóri Vikunnar. „Sonur minn fékk hins vegar hljómflutn- ingstæki, ýmis konar viðlegubúnað og svipaða upphæð í peningum," segir hann. Friðfmnur, sonur Magnúsar fermdist í fýrra. „Flestar fermingargjaflrnar mínar eru löngu týndar, en ég á þó enn þá gjöf sem mér þótti einna minnst til koma á ferming- ardaginn, en lærði að meta síðar. Það var indæl kona, Guðrún Emilsdóttir, amma vinar míns og leikfélaga, Eyjólfs Kjalars Emilssonar heimspekings, sem gaf mér rit- safh dr. Helga Péturs, Nyjala, einhverja af fýrstu útgáfum verksins. Eg þakkaði henni að sjálfsögðu kurteislega fýrir gjöflna, en fannst nú æði þunnur þrettándi að fá bara einhverjar bækur firá svona miklu vina- fólki. Eyfi gaf mér eitthvað sjálfur, penna og einhvern pening að mig minnir, en amma hans vildi gefa mér þessar bækur firá sjálfri sér. Hún hefur greinilega þekkt mig betur en ég gerði sjálfur á þessum tíma, því þegar ég fór að þroskast fór ég að lesa bækurnar af einhveri rælni og fýlltist þá miklu þakklæti í garð Guðrúnar. Mér þótti þá leitt að ég hafði ekki haft vit til að skilja hversu dýrmæt þessi gjöf var þegar hún var gefin. Nú vildu vafalaust margir gefa mikið fýr- ir að eiga þessa útgáfu af öllum Nýölum dr. Helga Péturs,“ segir Magnús. „Vasaklútur og bindi “ „Ég var fermdur í gömlu kirkjunni á Akureyri sem staðsett var niður við fjöru. Presturinn var séra Friðrik Rafinar, maður með svo höfðinglegt og veraldlegt yfirbragð, að ég fann til þæginda í návist hans án þess að guðs- ríkið kæmi þar nokkuð við sögu,“ sagði Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur og ritstjóri í samtali við Vikuna þegar við báðum hann að rifja upp fermingu sína fyrir tæpum sextíu árum. „Ég hef eflaust farið í gegnum ritúal það sem fýlgir undirbúningi hverrar fermingar og ég svaraði rétt þeim spurningum sem fýrir mig voru lagðar, át mína oblátu og drakk vínið. Ég hafði áður haft nasasjón af landa norður í Skagafirði og fannst því ekki mikið til um vínið. Ég man ekki lengur hver voru fermingarsystkini mín því ég var svo nýfluttur til Akureyrar er þetta átti sér stað og hafði ég því nær engu fólki kynnst og það er áreiðanlegt að með mér var enginn fermdur úr minni „heima- byggð", þá hefði ég munað eftir því enda þekkti ég alla við Norðurgötuna þar sem ég bjó á Akureyri." Á þessum tímum var ekki til siðs að gefa stórar gjafir, en bakaðar voru kökur og boðið upp á kaffi og heitt súkkulaði. Ég man að súkkulaðið var svo sterkt og mengt að mér varð óglatt af því.“ Feðgarnir Magnús og Friðfinnur bera saman bækur sínar. INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON Dœtur Svanlaugs ,Á þessum tíma bjuggu dætur Svaniaugs bæjarverkfræðings í foreldrahúsum í sama húsi og ég. Man ég að eina fermingargjöfin sem ég fékk var ffá þeim og það var vasa- klútur og hálsbindi, fallega blátt með hvít- um doppum, en slíkan grip hafði ég ekki átt áður. Seinna um vorið gáfu foreldrar mínir mér svo nýtt Phillips-reiðhjól og þar með er allt upptalið hvað varðar mína ferm- ingu.“ □ VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.