Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 32
KYNNING
Hávaxnar konur
fá búð fyrír sig
Hönnuður fatnaðarins
í Exell leggur áherslu
á að fötin séu kvenleg,
eins og þessi kjóll ber
með sér.
Föt með klassísku
sniði og I litum
sem ekki eru mjög
háðir tískusveiflum
eru ríkjandi. Hér
eru góðar buxur
sem ganga jafnt
sumar sem vetur
og skemmtileg
blússa við.
K' onunum finnst það
mjög góð tilfinning að
>. geta gengið inn í búð
og fengið á sig föt sem passa
- að þurfa ekki lengur að
hafa það á tilfinningunni að
þær séu öðru vísi en aðrir
bara af því þær eru stórar,“
segir Sandra Róbertsdóttir
eigandi einu verslunarinnar
sem sérhæfir sig í fatnaði
fyrir hávaxnar konur - 175
cm og hærri. Þetta er versl-
unin Exell á Hverfisgötunni,
en meðeigandi Söndru er
dóttir hennar, Sigrún Stella
Einarsdóttir.
Stella þekkir vel af eigin raun
hvernig það er að reyna fá á sig
passandi föt þegar hæðin er yfir
meðlagi, því Stella er 185 cm á
hæð. „Ef t.d. síddin á kjól var
nokkurn vegin rétt, þá var mitt-
ið á honum á allt öðrum stað en
mittið á mér,“ segir Stella. Áður
en þær mæðgur réðust í að opna
svona sérhæfða verslun eins og
Exell er, þá gerðu þær smákönn-
un á því hversu mikið er um sér-
lega hávaxið kvenfólk hér.
Þeirra niðurstaða varð sú að hér
væru um 10% kvenna — og jafn-
vel fleiri — 175 cm á hæð eða
hærri.
Þær fóru því að leita að fatn-
aði sem hentaði og þegar Sigrún
Stella sá smáklausu í Observer
um konu í París sem sérhæflr sig
í fötum á hávaxnar konur, þá
höfðu þær mæðgur samband við
hana strax. Þessi kona er fransk-
ur fatahönnuður, Carole de
Wech, og er hún sjálf mjög há.
Hún hannar fötin og rekur verk-
stæði þar sem þau eru saumuð.
Stella sagði að þetta væri eini
staðurinn í París, sem þær vissu
um, sem sérhæfði sig í þessum
fatnaði. Carole tók þeim mæðg-
um mjög vel og þær sáu strax að
hennar fatnaður myndi henta
þeim vel, en Carol leggur
áherslu á að hafa fötin kvenleg,
úr góðum efnum og ekki um of
háð tískusveiflum, þannig að
þau detta ekki úr tísku á örfáum
mánuðum.
„Ungar konur sem koma inn í
búðina, segja sumar að þeim
flnnist fötin of „konuleg", segir
Stella, en Carole er tiltölulega
nýbyrjuð og hefur takmarkað
sig við vissan aldurshóp til að
byrja með. Hún er núna að fara
að huga að hönnun léttari fatn-
aðar sem hæfir líka þeim yngir,
eins og t.d. gallabuxur. Þegar
hún er tilbúin með nýja Iínu þá
sendir hún okkur sýnishorn og
við pöntum eftir þeim. Við
reynum að hafa úrvalið eins fjöl-
breytt og hægt er, en auk fatnað-
arins frá Carole þá höfum við
látið útbúa peysur fýrir okkur
hér heima.“
Stella segir að versluninni hafi
verið vel tekið, þó viðskiptin
hafi farið hægt af stað, en Exell
var opnuð 12. desember sl.
32 VIKAN