Vikan - 24.03.1988, Side 28
KVOLDRETTIR
1. 120 g lifur, hálfur iaukur,
hvorutveggja skorið í þunnar
sneiðar, 50 g sveppir hreins-
aðir og brytjaðir, 1 tómatur
skorinn í báta. Steikt á pönnu
í 1 tsk. af matarolíu þar til
lifrin er meyr. Snætt með
250 g af grænni papriku, 50 g
af lauk, allt niðursneitt, steikt
á pönnu í 1 tsk. matarolíu.
Kryddað með salti, pipar og
papriku.
2. 125 g kálfakjöt steikt í 1 tsk.
af matarolíu, kryddað með
salti og pipar. Snætt með 1
spældu eggi og 2 tómötum í
sneiðum sem brugðið hefur
verið á pönnuna. Kryddað
eftir smekk.
3. 1 mögur skinkusneið (120
g) þurrsteikt, krydduð með
salti og pipar og velt upp úr
kúmeni eða hveitiklíði. Legg-
ið tómatsneiðar á þriggja-
kornabrauð, skinkuna þar
ofan á og kryddið eftir
smekk. Þetta er síðan snætt
með 250 g af agúrkum sem
eru afhýddar og skornar í
strimla. Látið suðuna aðeins
koma upp á agúrkunum og
kælið síðan. Hellið svo yflr
þetta legi úr 2 msk af rjóma
(13%), kryddið með salti,
pipar, hökkuðu dilli og ef til
vill örlitlu af engifer.
4. Hakkið hálfan lauk og 1 hvít-
lauksrif og blandið saman við
100 g af hökkuðu nautakjöti.
Setjið 250 g spínat í pott,
hellið yfir 2 msk af vatni,
leggið kjötið síðan ofan á og
kryddið nteð salti og pipar.
Gerið holu í kjötið og Iátið
eitt hrátt egg þar í. Látið rétt-
inn malla við vægan hita í
hálftíma.
5. 200 g kjúklingur steiktur í 1
tsk. af matarolíu. 125 g
sveppir, hreinsaðir og skorn-
ir í tvennt, settir saman við
ásamt örlitlu vatni og látið
malla undir loki. Skerið 125
g aspas úr dós í litla bita og
leggið ofan á kjötið. Kryddað
eftir smekk.
6. 100 g magurt svínakjöt brún-
að í 1 tsk. af matarolíu. 200 g
rifnar gulrætur lagðar yfir
kjötið ásamt örlitlu vatni,
salti, pipar og steinselju. Lát-
ið þetta ntalla undir loki þar
til það er orðið meyrt. Borð-
að með 120 g af soðnum
kartöflum.
7. 100 g græn paprika skorin í
hringi og 50 g Iaukur í sneið-
um velt á pönnu í 1 tsk. af
matarolíu. Skerið niður 150
g af fiski í smástykki og legg-
ið á pönnuna ásamt örlitlu
vatni. Látið þetta malla þar til
það er orðið meyrt. Þetta er
borðað með 1 msk. tómat-
krafti, 1 msk. rjóma, fíntsax-
aðri steinselju og sítrónu-
bátum.
SJÓNVARPSSNARL
1. 1 epli (125 g) rifið niður og
blandað út í eina stífþeytta
eggjahvítu og safa úr einni
sítrónu.
2. 30 g græn paprika smátt
skorin, 1 tómatur, 10 g mög-
ur skinka og 50 g magur ost-
ur kryddað með salti og
pipar.
3. 1 glas af rauðvíni eða hvít-
víni.
4. 200 g agúrka afhýdd og rifin
gróft niður blönduð út í 1 dl
af súrmjólk, kryddað með
steinselju, salti og pipar.
5. Sjóðið 1,5 dl af kjötkrafti.
Rétt áður en þetta er borðað
er ein eggjarauða hrærð út í.
1 tómatur er borðaður með
þessu.
6. 80 g hreðkur, ídýfa úr 60 g
súrmjólk kryddaðri eftir
smekk, til dæmis með tómat-
krafti, salti, pipar, karrý, sinn-
epi og sítrónusafa.
7. 2 tómatar í sneiðum, 1 msk.
sýrður rjómi, 18%, hrærður
með fíntsaxaðri steinstelju.
Borðað með 1 stk. hrökk-
brauði.
O OO ^I
llllllllllllll'
a> , cji
co
ro
imlm
0NV19N3 Nl aaviAI
CO OO ">J
CT>
~i------1-----r
ssvi93aaid-NV3a
cn .p* CJ
28 VIKAN