Vikan


Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 40

Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 40
Sendið póstinum biéf! Pósturinn mun reyna að svara öllum ykkar spurn- ingum, veita ráð og birtir einnig bréf þeirra sem vilja deilu reynslu sinni með öðrum eða þurfa af einhverjum orsökum að létta á hjarta sínu. VIKAN PÓSTURINN HÁALEIHSBRAUT 1, 105 RVÍK Okkur semur ekki Dóttir mín og kærasti hennar búa hjá mér ásamt barni sem hún eignaðist með fyrri kærasta sínum. Mér og henni semur alls ekki og hún ætlast til að ég passi fyrir hana barnið hvenær sem henni dettur í hug og ef ég ekki samþykki þá fer allt í háaloft. Það er ekki hægt að ræða þetta við hana því hún öskrar bara á mig og fer í burtu. Kærastinn hennar er mjög indæll og mér finnst eins og ég hafi þar eignast son og mér þykir auðvitað mjög vænt um barnabarn mitt og þess vegna hef ég ekki beðið þau um að flytja út. Aftur á móti vil ég gjarnan eiga einhvern tíma fyrir sjálfa mig, sem tekst ekki eins og ástandið er nú. Hvað er til ráða? Amma í vanda. Ástandið ersvo sannarlega flókið. Lík- lega veit dóttir þín að þú vilt ekki segja þeim að fara og þess vegna hegðar hún sér á þennan hátt - og kemst upp með það. Kannski er þín eina von að ná til hennar í gegnum kærastann. Hann verð- ur að gera henni grein fyrir því að hún hafi komið illa fram og að hegðun hennar geri það að verkum að þið getið ekki búið öll saman og haft það gott. Þú verður að standa ákveðin með honum og segja henni hvað það er sem þú sért tilbúin að gera fyrir hana og hvað ekki. Þú skalt ekkert vera að ræða það - þar sem það hefur sýnt sig að það þýðir ekkert - þú setur einfaldlega reglur sem verður að fara eftir. Er allt búið á milli okkar? Við erum búin að vera saman í næst- um eitt ár og haft það gott saman, þá sagði kærastinn minn við mig, upp úr þurru að hann væri ekki viss um að hann vildi vera á föstu lengur og að hann þyrfti tíma til að hugsa málið. Hann er 19 og ég 17. Ég hef ekki h itt hann núna í þrjár vik- ur og hann hefur ekki haft samband. Ég hef frétt að hann væri mikið úti með vin- um sínum en aö hann hafi ekki sést með annarri stelpu. Ég sakna hans mikið. Á ég að hringja til hans? Suðurnesjastelpa Þú ættir ekki að hringja. Þar með þvingarðu hann til að taka ákvörðun á staðnum, eða hann endurtekur bara að hann þurfi meiri tíma. Hvernig væri að þú skrifaðir honum bréf í staðinn, þar sem þú segðir honum að þig langaði að vita hvernig gengi hjá honum og hvort hann langaði að hitta þig aftur. Þá fær hann tíma til að hugsa sig vel um og ef hann svarar ekki þá verðurðu að taka því að hann hefur ekki áhuga á að endurnýja sambandið. Þetta er erfitt, en þá geturðu farið að snúa þér að öllum hinum fiskun- um sem eru í sjónum - ekki satt? 40 VIKAN Hvernig bregstu við framhjáhaldi? í síðustu viku greindum við frá því að framhjáhald giftra kvenna hefði auk- ist mjög á síðustu áratugum og væru konumar nú að ná körlunum í þess- um efnum, það er að tæplega helmingur þeirra hefði haldið framhjá áður en þær náðu fertugsaldrinum. í framhaldi af þessari umfjöllun hringdu nokkrar konur í okkur til að greina frá reynslu sinni í þessum efnum svo og því hvemig þær myndu bregðasf við ef þær uppgötvuðu að eiginmaður þeirra eða sambýlismaður héldi framhjá. Hér koma frásagnir nokkurra kvenna sem hafa viljað tjá sig um þessi mál. „Gráta, öskra, ég er svo brjálæðislega ást- fangin af sambýlismanni mínum, svo háð honum tilfinningalega að ég fæ gæsahúð við hugsunina um að hann haldi íramhjá mér.“ 24, ára, ritari. „Ég ætti ekki að segja þetta en hið fyrsta sem ég myndi gera væri að fá mér eina ró- andi.“ 41 árs, búsmóðir. „Ég barði elskhuga minn í andlitið er hann sagði mér að hann hefði verið með annarri konu. Síðan henti ég öllum eigum hans í gólfið, kallaði hann öllum illum nöfhum og öskraði mig hása. Eftir það var ég tilbú- in að setjast niður með honum ræða þetta mái í alvöru." 27 ára, myndlistarkona. „Ég mundi svara honum í sömu mynt, fara í rúmið með fyrsta manni sem mér litist vel á og vera viss um að sambýlismaður minn vissi af því. Það er ekkert eins gott á bragðið og hefndin." 25 ára, setjari. „Ég mundi hafa samband við heimilislækn- inn. Án gríns. Með aila þessa kynsjúkdóma grasserandi í þjóðfélaginu myndi ég fyrst athuga mína eigin heilsu og síðan hafa áhyggjur af tilfinningum mínum." 33 ára, bókhaldari. „Ég hef átt elskhuga sem voru grimmir og gleymnir, elskhuga með áfengisvandamál og kynlífsvandamál. En eitt get ég aldrei fýrirgefið og það er að elskhugi minn sofi hjá annarri konu. Hugsunin um að hann hafi verið með annarri, kannski aðeins nokkrum tímum áður en hann kemur í rúmið með mér, er einum of mikið til að þola.“ 35 ára, skrifstofustúlka. „Þið hafið heyrt setninguna „Farðu heim til mömmu". Það gerði ég. Fór til móður minnar úti á landi og var þar í tvær vikur til að jafna mig. Stundum er gott að eyða tíma með fólki sem maður hefur þekkt frá barnæsku." 40 ára, húsmóðir. „Hrækja í andlitið á honum. Hver þarf á þessu að halda ofan á alla aðra bömmera í lífinu?" 23 ára, verkakona. „Berja saman samning milli okkar. Lífið er samningaborð og þetta er eitt af aðalmál- unum.“ 28 ára, lögfrœðingur. „Hvað er „ffamhjáhald"? Því miður finnst mér það vonleysislega gamaldags að ræða um slíkt í dag. Ef maðurinn þinn vill smá- fjölbreytni í lífinu þá hann um það.“ 24 ára, afgreiðslustúlka. „Þetta er ekki heimsendir. Við getum litið á dæmið þannig að það er drepleiðinlegt að borða á sama veitingastað á hverju kvöldi svo af hverju eigum við að búast við að fólk fari í rúmið með sömu persón- unni á hverju kvöldi?" 32 ára, kemtari. „Ég hleyp til vinkonu minnar með öll mín vandamál og þetta yrði engin undantekn- ing.“ 24 ára, þroskaþjálfi. „Yfirgefa hann.“ 25 ára, fóstra. OSTURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.