Vikan - 24.03.1988, Page 19
Helgi Kristjánsson, verslunarstjóri í Hljómbæ, fyrir framan hluta af
ferðatækjunum sem eru á boðstólum þar.
Hér sýnir Gunnar Gunnarsson, markaðsstjóri Japis, okkur úrval af
sjónvörpum, en þau eru orðin vinsæt fermingargjöf í kjölfar tilkomu
Stöðvar 2.
HLJOMTÆKI I FERMINGARGJOF:
Kaupa afruglara fyrir peningana
Undanfarin ár hafa hljómtæki
verið ein vinsælasta ferming-
argjöfin og þá engu skipt
hvort kynið á í hlut. Eftir því
sem verðið á hljómtækjasam-
stæðum hafa farið lækkandi
með árunum hafa æ fleiri
litið á þær sem raunhæfan
kost þegar leitað er að ferm-
ingargjöf handa barninu.
Blaðamaður og Ijósmyndari VIKUNN-
AR fóru í tvær af stærstu hljómtækja-
verslununum til að athuga hvað væri í
boði þar fyrir þessa fermingavertíð. í
Hljómbæ við Hverfisgötu tók Helgi
Kristjánsson verslunarstjóri á móti okk-
ur og leiddi okkur í allan sannleikann
um það sem er á boðstólum í verslun-
inni. Fyrst sýndi hann okkur samstæðu
frá Pioneer sem þeir eru með fermigar-
tilboð á. Samstæðan samanstendur af
hálfsjálfvirkum plötuspilara, tvöföldu
segulbandi, stafrænu útvarpi með mögu-
leika á tuttugu og fjögurra stöðva forvali,
2X65 Watta magnara og tveimur hátöl-
urum. Svona kostar samstæðan 49.850
kr. Ef geislaspilara er bætt við kostar
hann 16.127 kr. aukalega.
Draga línuna við
fimmtíu þúsund krónur
Að sögn Helga virðist þessi samstæða
ætla að verða vinsæl gjöf frá foreldrum
fermingabarna. Að hans sögn virðast
margir draga línuna við fimmtíu þúsund
krónurnar í sambandi við gjafir. Þó
minntist hann tilvika þar sem farið væri
út í mun dýrari tækjakaup, til dæmis var
maður sem keypti fúllkomna samstæðu
með öllu á í kringum 120.000 kr. til að
gefa í fermingargjöf í fyrra. Þá samstæðu
átti að vísu að nota fyrir fjölskylduna þar
til drengurinn flytti að heiman.
Það er þó margt fleira á boðstólum í
Hljómbæ sem hægt er að gefa fermingar-
börnum en hljómtækjasamstæður. Þeir
eru með mikið úrval af ferðatækjum sem
kosta allt frá 6.000 kr. og upp í 48.000
kr. sem er sama verð og á samstæðunni
sem nefiid er hér að ffaman. Dýrustu
ferðatækin eru eiginlega hljómtækjasam-
stæður í samþjöppuðu formi, því í þeim
eru ótrúlega sterkir magnarar, tvöföld
segulbandstæki og geislaspilari auk
útvarps. Helgi vildi þó meina að markað-
urinn fyrir ferðatæki virtist vera að mett-
ast því mjög algengt væri að í dag væru
til tvö eða fleiri tæki á mörgum heimil-
um.
Lítil sjónvörp skyndi-
lega orðin vinsœl
í fýrra urðu lítil sjónvörp svo skyndi-
lega vinsæl fermingargjöf með tilkomu
Stöðvar tvö. „Þau seljast vegna þess að
fólk vill fá að hafa tæki sín í friði og losna
þar af leiðandi við rifrildi er kunna að
koma upp er velja þarf á milli sjónvarps-
rása,“ sagði Helgi um þessa gjöf. í Hljóm-
bæ eru til 14 tommu sjónvörp og með
fjarstýringu kosta þau um 24.000 kr. en
án hennar um 22.000 kr.
Að lokum má svo nefha vasatölvurnar
sem virðast alltaf standa fýrir sínu sem
fermingagjöf. Áður fýrr voru þær svo
dýrar að algengt var að ættingjar samein-
uðust um að gefa þær, en í dag eru þær
á mjög viðráðanlegu verði. Skólatölvur
ffá Sharp kosta á bilinu 1.500 kr. til
4.500 kr. allt eftir því hverjum eiginleik-
um þær eru búnar.
„Nýtist krökkunum líka
þegar þeir fara að búa“
í Japis leiddi Gunnar Gunnarsson okk-
ur í allan sannleika um úrvalið hjá þeim
af fermingagjöfúm. Hann sagði að vegna
nýtilkominna tollalækkana réði fólk nú
ffekar við að kaupa góð hljómtæki. „Við
leggjum áherslu á það að vera með
gæðavöru sem nýtist krökkunum líka
þegar þeir fara að búa sjálfir. Við látum
öðrum það eftir að standa í 15.000
króna plaststríði, það eru ódýr tæki þar
sem gæðin eru ekki mikil. Gæði kosta
sitt, það segir sig sjálft að það kostar
meira að framleiða vandaða vöru.“
Aðaltromp Japis fyrir fermingarnar er
Technics samstæða sem heitir X-800 og
kostar 37.870 kr. staðgreidd. í henni er
hálfsjálfVirkur plötuspilari, stafrænt út-
varp með sextán stöðva minni, tvöfalt
kassettutæki og 60 sínuswatta magnara
auk tveggja hátalara. Geislaspilari kostar
svo 17.980 kr. aukalega. Þessi samstæða
er með fjarstýringu.
Þeir í Japis eru líka með úrval ferða-
tækja á verðbilinu 5.000 kr. til 15.000
kr. Þá eru fjórtán tommu sjónvörpin á
um 19.000 kr. hjáþeim í Japis, og Gunn-
ar var sammála Helga í því að þau hefðu
fyrst orðið vinsæl fermingagjöf í fýrra í
kjölfar tilkomu Stöðvar 2. Þá benti hann
einnig á að krakkar sem margir hverjir
ættu tölvur gætu þá notað sjónvörpin
sem litskjá fyrir tölvurnar.
Tölvur hafa einmitt um árabil verið
mjög vinsæl fermingagjöf og Japis verð-
ur með sérstakt fermingatilboð á BBC
tölvum sem þeir hafa umboð fyrir.
Þess má svo að lokum geta að eftir
fermingarnar í fyrra var mikið um að
fermingarbörnin keyptu afruglara fyrir
fermingarpeningana. Það fylgir ekki sög-
unni hver borgi síðan afnotagjaldið til
Stöðvar 2. Hitt er víst að öll fjölskyldan
hefúr gott gagn og gaman af dagskránni
sem Stöð 2 býður upp á. Ekki er svo ólík-
legt að sömu fermingarbörn og/eða fjöl-
skyldur þeirra fjárfesti í aukasjónvarps-
tæki fyrir heimilið vegna aukinna val-
kosta sem affuglarinn býður. □
VIKAN 19