Vikan


Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 46

Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 46
RAUPAÐ OG RISSAÐ TEXTI OC TEIKNINGAR EFTIR RACNAR LÁR. Lítil saga um Gvend í Kúxhafen Guðmundur var ekki mikill fyrir mann að sjá en var harður nagli, þó fremur í orði en á borði. Á yngri árum stundaði Gvendur togarasjó- mennsku og var á svonefndum síðutogurum, en þeir hafa sem kunnugt er runnið sitt skeið. Nú eru það skuttogararnir sem gilda, trollið tekið inn um afturendann og fer megnið af vinnunni um borð, fram undir þiljum. Jæja, en við vorum að ræða um hann Gvend og sagði í upphafi að hann hefði ekki veirð mikill fyrir mann að sjá. Gvendur var lægri en í meðallagi og vægast sagt veimil- títulegur. En Gvendur stóð sína plikt um borð í síðutogurunum og var vinsæll af félögum sínum. Eitt sinn sem oftar er Gvendur staddur í Kúxhafen ásamt skips- félögum. Aflanum hafði sem sagt verið landað þar að þessu sinni. Eins og lög gera ráð fyrir fóru skips- félagarnir saman í land til að skemmta sér. Þegar þeir voru staddir í þeim fræga stað Djonní- mann brutust út slagsmál. Gvendur var svo óheppinn að lenda undir einum heljarmiklum þýskum bel- jaka og gat sig ekki hreyft. Tók Gvendur að blána en áður en hann lognaðist út af vegna öndunarörð- ugleika tókst honum að kalla til félaga sinna: „Takiði helvítis manninn ofan af mér áður en ég drep hann!“ Sko minn karl Stúlka nokkur sem var alin upp í guðsótta og góðum siðum spurði hvers vegna rigningin kæmi. Var henni sagt að það væri vegna guðs vilja. Eitt sinn þegar rignt hafði í nokkra daga vaknaði sú litla við það að komið var gott veður. Hún leit út um gluggann og sá veðra- brigðin. Þá varð henni að orði: „Sko minn karl, engir pollar." Samlíkingin Tveir litlir bræður sátu og ræddu um guð. Meðal annars ræddu þeir hversu stór guð væri og kom sam- an um að hann hlyti að vera af- skaplega stór. Þá varð eldri bróð- urnum að orði: „Guð er svo stór að sólin er nafl- inn á honum.“ Annríki Maður nokkur átti erindi við Bjarna sem kallaður var barnakall. Þegar Bjarni hafði boðið manninum til stofu baðst hann afsökunar á óreiðunni, kona sín væri þreytt og hefði lagt sig. „Já, það er nú í lagi,“ segir gest- urinn, „en hvað eigið þið mörg börn?“ „Þau eru nú sex,“ svarar Bjarni, „sex, fimm, fjögurra, þriggja, tveggja og eins árs.“ „Fyrirgefðu," segir þá gesturinn, „ég er kannski að tefja þig?“ Öðruvísi á Akureyri Lítil stúlka í Reykjavík fékk móð- ursystur sína í heimsókn frá Akur- eyri. Móðursystirin var nokkuð feit- lagin. Eitt sinn eru þær frænkur staddar í baðherberginu og spyr þá sú litla: „Ert þú með barn í maganum?" „Nei, svarar frænkan, „ég er svona feit af því ég borða svo mikið.“ „Svoleiðis koma nú börnin," seg- ir sú litla. „Nei, segir frænkan, „þau koma nú ekki þannig.“ „Nú,“ spyr sú litla, „hafið þið það ekki svoleiðis á Akureyri?" Leikaranafnið Einu sinni sem oftar var verið að taka leikna kvikmynd í Reykjavík. Leitað var eftir statistum til að koma fram í myndinni. Meðal þeirra sem leitað var til var Jón skáld frá Pálm- holti. Nokkrir kunningjar sátu saman á kaffihúsi og var á meðal þeirra Jón- as Svafár skáld. Þar kemur máli manna að minnst er á væntanleg- an kvikmyndaleik Jóns frá Pálm- holti. Minntist þá einhver á það að nú yrði að finna leikaranafn á Jón eins og tíðkast um væntanlegar stórstjörnur á sviði kvikmyndalistar- innar. Þá segir Jónas: „Hvernig líst ykkur á nafnið Johnny Palmolive?" \ 46 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.