Vikan - 24.03.1988, Side 10
Föstudagur 04.03. '88: Páll Slgurdsson og Guðrún Þorbergsdóttir, áskrifendur Vikunnar, við
komuna til Hotel Pullman. Benzinn góði, sem bílaleigan Lux-Rent-a-Car lánaði hópnum
óvænt og endurgjaldslaust, stendur fyrir aftan hjónin.
Áskrifendum Vikunnar var boðið í Casino
2000 sem er nýtt spilavíti í bænum Mondorf
les Bains í námunda við þýsku og frönsku
landamærin.
Stórkostleg œvintýra-
ferð til Lúxemborgar
- segir Guðrún Þorbergsdóttir, dskrifandi Vikunnar
„Ég hélt fyrst að þetta væri gabb þegar
Magnús Guðmundsson, ritstjóri Vik-
unnar, hringdi í mig föstudaginn 19.
febrúar og sagði að ég hefði verið
dregin út úr hópi áskrifenda til að fara
fyrir blaðið í helgarferð til Lúxem-
borgar,“ segir Guðrún Þorbergsdóttir,
sá heppni áskrifandi Vikunnar sem
hlotnaðist ásamt eiginmanni sínum,
Páli Sigurðssyni, lúxusferð til fúrsta-
dæmisins Lúxemborgar sem farin var
í boði Flugleiða, Hotel Pullman í
Lúxemborg og Vikunnar.
Hugmyndin að boðsferðinni var sú
að einhverjir áskrifendur Vikunnar
sem gætu flokkast undir að vera full-
trúar þess breiða hóps sem í daglegu
taU er nefndur því óljósa nafni al-
menningur myndu kynna sér þá
þjónustu sem boðsaðilar í Lúxemborg
hefðu upp á að bjóða. Magnús Guð-
mundsson ferðaðist með gestunum
fyrir hönd Vikunnar, sem ljósmynd-
ari og blaðamaður.
10 VIKAN
TEXTI OG UÓSMYNDIR: MAGNÚS GUÐMUNDSSON
Allt virkaði svo
óraunverulegt
„Það verður að segjast eins og er að okk-
ur fannst þetta alls ekki raunverulegt fyrr
en við vorum komin í flugstöð Leifs Eiríks-
sonar í Keflavík föstudagsmorguninn 4.
mars og gerðum okkur í raun grein fyrir
því að við værum á leið út fyrir landstein-
ana,“ sagði Guðrún.
Ferðin yflr láð og lög með DC-8 þotu
Flugleiða gekk að vonum áfallalaust og
ferðalangarnir nutu góðrar þjónustu flug-
liðanna þessa þrjá tíma sem flugið tók.
Á Findel flugvelli í Lúxemborg kom
strax í ljós að gestgjafarnir ætluðu ekki að
láta sitt eftir liggja til að dvölin í fursta-
dæminu yrði sem ánægjulegust. Leiðsögu-
maður ffá Hotel Pullman, Irene Wolter,
beið þremenninganna á flugvellinum
ásamt bílstjóra frá hótelinu og stuttu síðar
var ekið sem leið lá til hótelsins í lúxusút-
gáfu af Mercedes Benz.
Hótelstjóri Pullman, Karel H. Hilkhuys-