Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 9
stofan hjá honum er full af fárveiku fólki.
Ég held ég hafi aldrei stansað lengur en
fimm mínútur við skrifborð læknis, rétt á
meðan maður leitar í öllum vösum að
hundraðkalli eða hvað það nú er sem það
kostar að sjá þá; maður situr lengur hjá
bankastjóranum.
Grasalæknirinn spurði mig í þaula um
mataræði mitt. Ég reyndi að muna eftir
bestu getu. Stundum hristi hann höfúðið
áhyggjufúllur, sagði mér alvarlegur í
bragði ffá því hverslags andstyggðareitri
matvælaiðnaðurinn væri farinn að ausa út í
venjulegt kaupfélagsdót; ég fann næstum
hvernig ég var farinn að rotna að innan. Ég
þóttist vita áður en ég heimsótti doktor
Grasa að hann myndi ráðleggja mér að
draga úr eða hætta kaffidrykkju. Kaffiþamb
er þjóðarvani og ég reiknaði það út í hug-
anum að ég setti trúlega í mig hátt á annan
lítra af þessum snilldardrykk dag hvern.
Það fór hrollur um lækninn þegar ég áætl-
aði magnið. — Þessu verður að ljúka, sagði
hann eins og stjórmálamaður um þjóð-
félagsástandið. Og ég lofaði að gera mitt
besta. — Þú verður að minnka þetta niður
í tvo bolla. Ég bara hætti alveg, sagði ég
borubrattur. Það tókst nú ekki betur til en
svo að um miðjan næsta dag var ég kom-
inn með erfiðan höfuðverk af kaffileysi,
varð að setja í mig eins og þrjá desilítra af
expresso til að þola við.
— Enga mjólk, sagði hann og glotti. —
Ekkert mál, sagði ég, — ég hef ekki litið við
því gumsi síðan ég var sjö ára. Drekk hana
aldrei.
— En þú borðar súrmjólk og ost og þess
háttar, ekki satt?
- Já.
— Ég vil að þú hættir alveg við mjólk og
mjólkurvörur. Það þýðir að þú verður að
hætta að borða brauð, kex, sósur og bara
allt sem hugsanlegt er að mjólk sé notuð í.
— Já, sagði ég. Þegar ég kom heim og
fór að rannsaka kæliskápinn var ekkert,
nákvæmlega ekkert, sem mér leyfðist að
leggja mér til munns. Og vegna þess að
það var áliðið dags vannst mér ekki tími til
að endurnýja matvælabirgðir heimilisins.
Ég fór svangur að sofa.
Morguninn eftir hrakti hungrið mig
ofan í rauðabítið. En ísskápurinn hafði ekki
bætt neinu í sig síðan kvöldið áður. Ég
starði á allt iðnaðareitrið fúllur fjandskap-
ar, þetta dót sem ég hingað tii hafði elskað.
Svo fór ég að rifja upp það sem grasa-
Iæknirinn hafði mælt með. Og sá fýrir mér
í huganum gulrótarknippin, kartöfluhaug-
ana og baunirnar sem hann vildi að ég
kýldi vömbina með.
— Tja, sagði ég hugsi við sjálfan mig. -
Það ætti að vera í lagi að fá sér eins og eina
gamaldags brauðsneið. Og svo drekk ég te
með. Það er ekki alveg eins slæmt og
kaflfið. Og Grasi sagði að það væri illskárra.
Það er heldur ekki hægt fýrir fúllorðinn
karlmann að setjast allt í einu niður og
nasla fylli sína af gulrótum og drekka
grasaseyði með. Fjandakornið! Ég þakkaði
húsguðunum heilsu mína og réðist ein-
beittur á ostbita sem hafði ekki haft rænu
á að skjóta sér undan. Og mér veittist mun
auðveldara að hugsa hlýlega til grasalækna
og hollráða þeirra eftir að hafa fengið mér
belgfylli af öllu því ullabjakki sem þeir
vara við.
— Þú ert ákaflega mótþróafullur, sagði
nornin og horfði bláeyg í glerkúluna. — Ég
ráðlegg þér að fara að ráðum grasalæknis-
ins og borða meira grænmeti. Smám sman
verðurðu glaðværari og samvinnuþýðari.
Það er öllum fyrir bestu, ekki síst fjöl-
skyldu þinni.
- Þetta er samsæri, hugsaði ég. - Það
eru hafnar samræmdar aðgerðir sem miða
að því að brjóta mig niður, gera mig að sí-
brosandi skapleysingja, skoðanalausum
grastyggjara sem er öllum til lags. Hvurs-
lags gerpi er það eiginlega? Og þó; ef borg-
arstjórinn í Reykjavík gengst inn á það að
hætta við ráðhúsofforsið og vill rækta gul-
rætur þess í stað í hlýlegum reit við Vonar-
strætið og verður þar sjálfúr með klóruna
í moldinni allan daginn þá skal ég láta af
háskasamlegu líferni og verða samvinnu-
þýðari, hugsaði ég. Eða hvað? Ætti ég
kannski að taka upp baráttu fyrir því að
þjóðin öll, en þó einkum ráðamenn, taki
upp graskenndara fóður jafhframt því sem
nornir fái starf við að lagfæra útgeislun
þeirra. Því ekki það?
— Já, sagði nornin ákveðin í bragði enda
hafði hún lesið hugsanir mínar. — Því ekki
það. Og svo renndi hún löngum fingrum
inn á barm sér og dró fram langt, mjótt
glas sem hafði að geyma tæran vökva. Þeg-
ar hún kippti tappanum úr glasinu lagði á
móti mér koníaksilminn. — Þetta er Iausn-
in, sagði nornin. - Lausnin á öllum þínum
vandræðum. Blómadropar.
Blómadropar eru unnir í útlöndum. Þar
sitja margar nornir og pressa tæran vökva
úr hinum ýmsu jurtategundum, setja í
bragðefni og áfengi og gauka þessu svo að
fólki sem þær telja að þurfi hressingar við.
— Hvernig virkar þetta? spurði ég norn-
ina.
— Það veit ég ekki, sagði hún. — Enda er
það aukaatriði. Ég get aðeins sagt þér að
það virkar.
oft verkir hér og þar. Þeir sem þjást af
asma eru t.d. oft með mjólkurofnæmi og
liðagigt getur stafað oft af glutenofnæmi.
Gluten er í öllu hveiti og oft batnar ungu
fólki sem þjáist af liðagigt ef það hættir að
borða hveitimat, s.s. brauð. Einnig hefur
mikið verið talað um gluten í sambandi
við MS og psoriasis. Fólki með þessa sjúk-
dóma stórbatnar oft á því að hætta að
borða fæðu sem inniheldur gluten. Eina
brauðið sem þetta fólk má þá borða er
brauð sem bakað er úr hrísmjöli eða maís-
mjöli.“
— „En hvað er það sem grösin gera til
hjálpar?"
„Segja má að jurtir vinni þannig að þær
komi inn bakdyramegin, kíkja og segja:
„Hvað get ég gert hér?“ Þær reyna að koma
þvagörvandi og kalíumrík.
reglu á líkamsstarfsemina þannig að líkam-
inn ráði sjálfúr við að iækna meinsemdina.
T.d. er til ber sem getur hækkað eða Iækk-
að blóðþrýsting eftir því hvort það er sem
viðkomandi þarf. Einnig eru til grös sem
gefin eru þegar skjaldkirtillinn starfar ekki
rétt. Þessi grös myndu ekki gera neitt þar
sem skjaldkirtillinn starfar eðlilega — það
er aftur á móti ekki hægt að segja um hefð-
bundin skjaldkirtilslyf.
Grös geta einnig hjálpað í þeim tilfell-
um þar sem fólk verður að búa við sjúk-
dóm ævilangt. T.d. í tilfellum þar sem æðar
í hjarta eru orðnar kalkaðar eða blóðfita
orðin mikil þá eru til grös sem hjálpa til
við að auðvelda blóðstreymi til hjartans.
Svo er það svefnleysið sem hrjáir marga í
dag. Þar hafa jurtir borið alveg ótrúlega
góðan árangur og oft lagast margir kvillar
þegar búið er að ráða bót á svefnleysinu."
— „Hvernig hafa læknar hér tekið
ykkur?“
„Eldri læknar eru miklu jákvæðari gagn-
vart okkur. Þeir yngri eru enn fastir í því
sem þeir eru nýbúnir að læra. í Englandi
fer margt fólk frekar til grasalækna og þá
út af öllu mögulegu. Til dæmis er algengt
að karlar sem eru farnir að eldast komi og
biðji um eitthvað við getuleysi. Við þessu
fá þeir m.a. netlur, en af þeim eru settar
2—3 tsk. í bolla og búinn til úr þeim drykk-
ur og má drekka af honum eins mikið og
hver vill. Drykkurinn virkar einnig til
styrktar ónæmiskerfinu og hjálpar til að
hreinsa út. Úr netlum er einnig búinn til
áburður sem virkar vel á húðútbrot sem
mikill kláði fylgir.“
— „Netlur eru semsagt hálfgerð galdra-
Maríustakkur
er sérstaklega góð
jurt fyrir konur. Hún
kemur til hjálpar
þegar blæðing-
ar eru miklar.
jurt, en fær fólk ekki á sig útbrot og kláða
við að koma við þær?“
,Jú, en náttúran á ráð við því,“ segir
Linda ánægð fyrir náttúrunnar hönd. „Við
hliðina á netlunum vex alltaf jurt sem á
latínu heitir Rumex. Ef tekið er af henni
lauíblað og það brotið í tvennt og síðan
nuddað yfir kláðablettina þá hverfa útbrot-
in og kláðinn!"
Þegar hér var komið sögu var Linda far-
in að Iíta á klukkuna, en sagði að hún gæti
vel haldið áfram að segja fflá en að hún
yrði að blanda skammta á meðan fyrir fólk
sem kæmi að sækja þá seinna um daginn.
Okkur fannst ekki rétt að tefja lengur,
enda aldrei hægt að fá allt að vita í einu
viðtali. Aftur á móti var kominn tími til að
senda næsta blaðamann í viðtal við konu
sem býr til blómadropa og notar fleiri
hjálparmeðul til að koma fólki til betri
heilsu.
VIKAN 9