Vikan


Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 62

Vikan - 24.03.1988, Blaðsíða 62
Michael Douglas Frh. af bls. 60 endurtaka upptökur með löngu eintali Gekko, svo ég vissi að það var að duga eða drepast,“ segir Douglas. Leikritahöfundur Michael Douglas viðurkennir að hann þjáist oft af sviðshræðslu, fyrir framan kvikmyndavélarnar, þar sem honum finnst þær á vissan hátt ógnandi. „Sumir leikarar, aðallega konur, elska kvikmyndavélarnar. Kathleen Turner er ein þeirra. Ég var mjög hrifinn þegar ég sá hversu vel hún þekkti myndavélina og gat nýtt sér þá þekkingu áreynslulaust. Það er fyrst nú nýlega að ég get staðið fyrir framan kvikmyndavél án þess að flnnast hún vera beinlínis ógnun,“ segir Michael Douglas. Douglas útskrifaðist 1967 frá Kaliforn- íuháskóla í Santa Barbara, sem leiklistar- fræðingur og stuttu síðar komst hann í kynni við og vann með þekktum leikrita- höfundum eins og Sam Shepard, fsrael Horovitz og Lanford Wilson. Fyrsta alvöruhlutverk hans var hlutverk vangefms drengs í sjónvarpsmyndinni Medical Center (Læknamiðstöðin). Áður 62 VIKAN hafði hann spreytt sig í minni hlutverkum hjá CBS sjónvarpsstöðinni. „Hlutverkið í Medical Center var fyrsta tækifærið sem ég hafði til að leika eitthvað annað en við- kvæman ungan mann. Þetta var skapgerð- arhlutverk, þar sem ég þurffi að undirbúa mig vel og kynna mér aðstæður hjá van- gefhu fólki og dvelja á spítölum og hælum í Los Angeles, til þess að kynnast hvernig þetta fólk hagaði sér, talaði o.s.fr." segir Douglas. „Það eru tvær aðferðir til að búa til grímu. Önnur er að búa til persónuleika frá grunni. Þegar það hefur tekist, er hægt að leyfa sér næstum hvað sem er innan þess persónuleikaramma, eins og ég gerði t.d. í Wall Street. Ég skapaði þann einstakl- ing, sem vissulega hafði vissa eðlisþætti ffá minni eigin skapgerð, en var þó óháð sköpunarverk. Hin aðferðin er að þurrka út allar fyrri forsendur, í raun rífa sjálfan sig niður til grunna og byggja svo upp að nýju með nýrri sjálfsmynd, sem er kannski kjarninn af sjálfum manni þegar allt kemur til alls. Þetta getur verið sársaukafullt, en þessa aðferð notaði ég í Fatal Attraction (Hættuleg kynni) og þá uppgötvaði ég allt í einu, að sköpunin var í raun ég sjálfur. Leikur að eldinum í Fatal Attraction leikur Douglas ljúfan heimilisföður, sem lætur undan augnabliks löngun til framhjáhalds með girnilegri og skemmtilegri konu, sem reynist honum erfiður ljár í þúfu að loknum rekkjuleikun- um. Boðskapur myndarinnar er einfaldur: Kynlíf utan hjónabands getur verið hættu- legt heilsu þinni! Margir gagnrýnendur hafa líkt boðskap „Michael var ákaflega dulur sem barn, “ segir karl faðir hans, leikarinn Kirk Douglas sem hér sést hampa syninum þriggja ára gömlum árið 1948. „Ég vissi aldrei hvað hann var að hugsa. “ myndarinnar við hættuna á AIDS. Fatal Att- raction hefúr engan nýjan sannleika að geyma, allir vita að framhjáhald getur dregið óþægilegan dilk á eftir sér, en það sem kom mörgum gagnrýnendum á óvart var að Michael Douglas tókst að gera eig- inmanninn, sem hélt fram hjá fallegri og indælli konu sinni, að saklausu fórnar- lambi atburðanna. Nú er það ekki svo, að eiginmanninum ljúfa hafi verið óljúft að sænga með glæsi- konunni Alex eftir stutt skyndikynni þótt hann liafl á engan hátt hait slíkt í huga í upphafl. í myndinni leggur hann sig allan fram í æsilegum samförum við konuna, sem er kannski rótin að öllum hans vand- ræðum síðar. Skyndikonan verður svo heltekin af þessum kvænta manni að hún svífst einskis til að ná í hann til frambúðar. Bandarískar kvenréttindakonur hafa Iýst ástkonunni Alex (Glenn Close), sem hinni kappsfullu konu níunda áratugarins, sem láti ekki bjóða sér smáhopp í rúminu án þess að hafa eitthvað um ffamhaldið að segja á eigin forsendum. Flestar konur hafa upplifað að menn hafa einhvern tíma yfir- gefið þær og margar hafa látið sig dreyma um að hefna sín á einhvern hátt. Ástkonan Alex er fúlltrúi þessara kvenna, en eigin- maðurinn í myndinni er fúlltrúi þeirra karla sem láta slag standa og nota tækifær- ið til framhjáhalds, en vilja síðan ekkert frekar hafa með ástkonuna að gera. Þeir elska þrátt fyrir allt eiginkonuna og börnin sín. Sjálfúr segist Michael Douglas, and- stætt slúðursögum, vera trúr eiginkonu sinni, en hann neitar því ekki að eiginmað- urinn í Fatal Attraction gæti samt sem áður verið hann sjálfur. Langaði að gera mynd um losta Við gefúm Michael Douglas orðið: „Fyr- ir mörgum árum las ég bók sem heitir Virgin Kisses (Kossar jómfrúar), eftir Gloria Nagy. Hún fjallaði um hvernig Iosti lagði líf kvænts karlmanns í rústir. Fyrir rúmu ári hitti ég Stanley Jaffe í flugvél og við fórum að bera saman bækur okkar, eins og oft vill verða í þessum bransa. Stanley hafði unnið nokkurn tíma að svona hugmynd, en hún hafði ekki fengið já- kvæðar viðtökur neins staðar, sem er kannski ekki undarlegt, þar sem Dan Gall- agher (eiginmaðurinn í Fatal Attraction) kallar ekki á neina sérstaka samúð vegna framferðist síns og framleiðendur óttuðust að myndinni yrði hafnað af áhorfendum. Mér fannst hugmyndin gefa marga mögu- leika, svo ég féllst á að Stanley myndi gera drög að handriti, með það fyrir augum að ég myndi leika hlutverk eiginmannsins. Þegar við höfðum gert þrjú handritadrög fórum við að leita að leikstjóra," segir Douglas. „Við ræddum mikið um hvernig myndin ætti að enda. Við höfðum skrifað níu mis- munandi sögulök. í flestum þeirra var hjónaband Dans í miklu meiri molum í lokin en við höfðum svo í ntyndinni," segir Michael Douglas. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.