Vikan


Vikan - 24.03.1988, Side 37

Vikan - 24.03.1988, Side 37
sem þetta eða hitt var ekki gert í Hafnar- firði á þessum árum. Það voru einfaldlega ekki til aurar í það. En eins og ég segi að þá var þetta góður tími og ég var þarna með alveg prýðilegu fólki. Ég nefhdi áður hann Hörð Zóphaníasson. Hann er ugglaust minnisstæðastur. Og svo menn eins og Árnarnir sem kallaðir voru. Það voru þeir Árni Gunnlaugsson og Árni Grétar Finns- son að ógleymdum Stefáni Jónssyni. Hann var oft skemmtilegur. Og það var fleira gott fólk þarna. Ég vil líka minnast á Krist- inn Ó Guðmundsson sem var bæjarstjóri allan þennan tíma en hann var alveg öðlingsmaður. Það gátu allir talið hann sinn mann og það þarf mikið diplomatí til. Eins og ég segi þá á ég ekki nema ágætar minningar frá þessum tíma. En átta ár fannst mér ærið nóg. Svo tók ég sæti á ffamboðslista til Alþingis í þriðja sæti og komst reyndar inn tvisvar sem varamaður. Það var mjög skemmtileg reynsla. Það kom manni kannski mest á óvart þar hvað þar var góður andi á milli fólks. Fólk held- ur kannski að menn séu alltaf að rífast og skamma hvern annan en það er mesta vit- leysa. Þegar ég kom þarna inn í fyrra skipt- ið þá lenti ég við hliðina á Magnúsi heitn- um Kjartanssyni og hann reyndist mér hinn besti vinur og sagði mér hvernig störf gengju fyrir sig og gaf mér góð ráð og •eiðbeiningar. En svo sagði hann mér að samkvæmt stjórnarmynstrinu og þegar kæmi að atkvæðagreiðslu þá gæti hann ekkert kennt mér. Þá skaltu greiða atkvæði eins og þessi stóri og myndarlegi maður þarna. Það var Matti Matt. - En þú ert nú ekki alveg haett af- skiptum þínum af pólitík. Er það? Þú ert enn í fylkingarbrjósti? — Það er kannski með það eins og ann- að að það er hægara í að lenda en úr að komast. Það er líka gaman að þessu. Ann- ars væri maður ekki að þessu. Sumir syngja í kórum og aðrir spila bridds og enn aðrir eyða sínum tíma í pólitík. Þetta eru alft áhugamál. Með mína pólitík, ég veit svo sem hvernig hún varð til en það var heima í sveitinni minni. Maður fer aidrei sigrað sinn fæðingarhrepp eins og Jón úr Vör sagði. En það var einstakfega mikil sam- hjálp í sveitinni. Ef það kviknaði í hlöðu þá komu nágrannarnir eftir nokkra daga með sitt fítið hver af heyi eftir því hvað hver og einn var aflögufer með og jafnvei meira en það. Og það var ekki spurt um daglaun ef það þurfti að hjálpa tii að byggja upp aftur. Það er ennþá svona þarna. Þetta er mikið samvinnufólk. Og mín pólitík er enn samvinnupóiitík, mikil samvinnupólitík. — Þú situr enn í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins. hvað ertu búin að vera þarna lengi? — Það er skömm frá að segja að ég bara man þetta ekki. En þetta er komið vel á annan áratug, kannski fast að tveimur. Ég er búin að vera í aðalstjórn flokksins síðan 1975 og ég er núna vararitari Guðmundar Bjarnasonar, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra. Það er ekki amalegt hlutskipti því hann er einn skemmtilegasti og elskuleg- asti maður sem um getur. - Má ég spyrja þig vegna þess að þú ert búin að vera svo lengi í félagsmál- um og vasast í pólitík. Það hefúr svo mikið verið talað um jafnrétti. Ertu kvenréttindakona? — Sjálfsagt er ég kvenréttindakona en kannski fyrst og fremst mannréttindakona, vona ég. Þegar við erum að tala um að karlmennirnir drottni yfir okkur þá skul- um við muna það að það vorum við sem ólum þá upp. Við kenndum þeim að þeir ættu að vera stórir og sterkir strákar og stórir strákar gráta ekki og þeir eiga að vera hetjur. Þeir eiga að standa upp fyrir gömlum konum í strætó af því að þeir eru hetjur. í félagmálum hefi ég aldrei verið nein sérstök kvenréttindabaráttukona. Mér hefur aldrei fundist að ég væri í þessu vegna þess að ég væri kvenmaður eða þrátt fyrir að ég væri kvenmaður. Ég er afskaplega vön því að vera kannski eini kvenmaðurinn í hópnum. Þetta ber við enn. En þetta hefur þó breyst á seinni árum. Þegar menn hérna áður fyrr í bæjar- stjóm eða bæjarráði í Hafnarfirði fóru að segja, við allir, þá fannst mér eiginlega að ég væri orðin gjaldgeng, alveg eins og hin- ir strákarnir, allavega ekkert slappari, þrátt fyrir að ég væri kvenmaður og eina konan á þeim tíma. Þetta var út af fyrir sig ágætt. Það er ekki hægt að breyta þjóðfélaginu á snöggu augabragði. Ég játa fuslega að mér finnst afskaplega gaman ef einhver opnar fyrir mér dyr eða kemur ffam sem kaval- íer. Ég væri bara að plata ef ég segði eitt- hvað annað. Sem betur fer held ég að ég hafi ekkert fordjarfast í mínu kvenmanns- hlutverki við þetta, síður en svo. Ég held bara að ég hafi átt gott með að umgangast fólk og tala við fólk og ég fann aldrei fyrir því að ég væri neitt öðruvísi þó ég væri eini kvenmaðurinn. Ég man eftir því að einhver kona sem kom inn á Alþingi sagði að hún væri afskipt. Karlmennirnir væru í þessum karlahópum að tala saman. Þetta er aldeilis ekki mín reynsla. Ég hefi aldrei verið í svoleiðis félagsskap að karlmenn hafi ekki viljað hafa mig með og tala við mig. Þetta er bara minnimáttarkennd og við verðum bara að losa okkur við hana. — Að lokum vil ég spyrja þig frekar um minnisstæða persónuleika eða minnisstæð atvik? — Úr stjórnmálum er það ekki nokkur vafi að Ólafur heitinn Jóhannesson er eftir- minnilegasti maður sem ég hefi kynnst. Hann var einstakur maður. Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir því vegna þess að hann var heldur dulur persónu- leiki og maður þurfti að þekkja hann til að kunna að meta hann. Hann var góður mað- ur og skemmtilegur og gáfaður maður og það sakar ekki að geta þess að Ólafur var líka gott skáld. En svo er auðvitað núver- andi formaður Framsóknarfélagsins, utan- ríkisráðherra og þingmaður okkar hérna Steingrímur Hermannsson. Þetta er maður sem að áliti fólks er hafinn yfir alla flokka- pólitík. Skoðanakannanir hafa sýnt það. Steingrímur er einstakur maður og mikill atgervismaður. Ég get sagt þér eina sögu af því. Það var einmitt í annað skiptið sem ég komst aðeins inn á þing að það var verið að afgreiða fjárlög. Þá þurftum við nánast að vaka sólarhringum saman og fólk var orðið afskaplega þreytt. Það vissi varla hvað það hét eða hvað það var að greiða atkvæði um. Klukkan þrjú um nótt var þessu að ljúka og Steingrímur bauðst til að keyra mig suður í Hafnarfjörð. Það var af- skaplega fagurt veður og tunglsljós og ég sat örmagna og hálf sofandi í framsætinu og þá sagði Steingrímur: — Nú ætti maður að ganga til rjúpna. — Segðu mér meira af sjálfri þér? — Ef þú vilt vita hver ég er í dag þá er ég svona miðaldra kona sem hefur gengið í gegnum bæði skemmtilegt og miður skemmtilegt í líflnu eins og gengur. En ég er ákaflega ánægð með mitt hfutskipti. Ég er kona sem á gott heimili, fjölskyldu og yndisleg barnabörn. En það er önnur saga. - Nú vil ég að við snúum okkur aft- ur að því sem við byrjuðum að spjalla um. Hvað með skáldagrillumar? Ætl- arðu einhvem tíma að verða skáld? — Það er nú af og frá enda er þetta ekki skáldskapur. En þó. f menntaskóla var ég með skáldagrillur eins og margir aðrir. Sem betur fer, fór fýrir mér eins og Tómas segir um annað fólk í kvæðinu sínu: „Þá veittist mörgum létt að leggja niður, það litla sem þeir höfðu af andagift." Þetta var bara lagt á hilluna því það var nóg af leir- skáldunum. Nú er bara ort til heimabrúks fyrir fjölskylduna og barnabörnin. - Einavísu í lokin? — Mér dettur í hug ein vísa, líklega fyrsta vísan mín sem einhverjir lærðu. Hún er ort í menntaskóla og birtist í bók sem heitir Fauna með teikningum og skrípa- myndum af nemendunum og einhverju viðeigandi Ijóði og þetta voru gjaman út- úrsnúningar. Fór allt eftir því hvað að- standendur Faunu voru frumlegir. Vísan um sjálfa mig var svona: Oft ég læt íyrír lítið verð, ljóð og koss afmunni. En ég er svona úr garði gerð af Guði og náttúrunni. En þá var ég bara 18 ára □ VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.