Vikan - 24.03.1988, Síða 36
Texti: Jón Kr. Gunnarsson
Ljósm.: Magnús Hjörleifsson
Konur hasla sér völl á flestum
sviðum þjóðlífsins í vaxandi
mæli eins og eðlilegt er og sýna
að þær eru engir eftirbátar karla.
í vinsælum þáttum Ómars Ragn-
arssonar í sjónvarpinu „Hvað
heldurðu?11 þá vakti það athygli
að í stórum hópi hagyrðinga
víðs vegar að af landinu var að-
eins ein kona og hún var fulltrúi
Hafnfirðinga, Ragnheiður Svein-
bjömsdóttir. Við tókum Ragn-
heiði tali.
- Hvað segir Ragnheiður um
skáldagyðjuna? Hefur Ragnheiður
iðkað þá íþrótt lengi að gera vísur og
kviðlinga? Hvaðan ertu?
— Ef þú vilt vita uppruna minn þá er ég
fcdd Borgflrðingur. Faðir minn hét Svein-
björn Björnsson og var hann bóndi í Þing-
nesi þar sem ég er fædd og uppalin. Hans
seinni kona var móðir mín, Þórdís Gunn-
arsdóttir. Hún er ættuð frá Fljótsdalshér-
aði, frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð. Á þessu
heimili var kveðskapur mikið hafður um
hönd. Faðir minn var ágætur hagyrðingur
og mikill vísnamaður og ljóðaunnandi.
Hann var ljóðelskur maður og ég á ákaf-
lega yndislegar minningar um það þegar
ég var lítið barn og setið var í rökkrinu.
Það má kannski spyrja hvað hafl komið í
staðinn fyrir þessar rökkurstundir í gamla
daga, en það er önnur saga. Ég sat oft í
fanginu á honum pabba og hann þuldi yfir
mér heilu rímnaflokkana, fyrir utan allar
þulurnar sem eru kannski ekki lengur til
sumar hverjar. Þetta voru afskaplega
yndislegar stundir. Það fór ekki hjá því að
það síaðist inn í mann þessi vísnagerð þvi
þetta var svo viðloðandi við mitt heimili.
Nú, bróðir minn Björn Sveinbjörnsson
hæstaréttardómari sem ég man ekki eftir
nema sem fullorðnum manni, því hann var
17 árum eldri en ég, hann var gott skáld
og kunni mikið af ljóðum og vísum. Hann
hefur líka kennt mér að meta vísur og ljóð.
En vísnagerðin hefur þó líklega komið frá
pabba. Það hefur svo ákaflega mikið að
segja hverja maður umgengst varðandi
þetta.
Til dæmis sumarið sem ég var 15 ára
höfðum við kaupmann, Skafta Jónsson
Skagfirðing. Hann var mikill hagyrðingur
og þá ortu allir á Þingnesi. Það má geta
þess að seinna þegar ég hafði varla sett
saman vísu árum saman þá lenti ég í
bæjarráði hér í Hafnarfirði og sat við hlið-
ina á Herði Zóphaníassyni, miklum sóma-
og ágætismanni. Við ortum gjarnan á fund-
um á servíettur og að öðrum ólöstuðum
þá held ég að mín vísnagerð hafl kannski
verið best rækt við að hafa Hörð sem
sessunaut.
— Þú minnist á bæjarráð og þá kem-
ur í hugann að þú varst í pólitík um
margra ára skeið. Þú fórst í framboð
fyrir Framsóknarflokkinn?
- Aðdragandinn að því var að ég hvorki
ætlaði eða bjóst við því að ég feri í bæjar-
stjórn. En atvikin að þessu voru þau að ég
tók þátt í prófkjöri árið 1970. Þá var stað-
RAGNHEIÐUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR
Konan f karia-
samfélaginu
an sú að Framsóknarmenn áttu engan
bæjarfulltrúa í Hafnarflrði og það þótti
auðvitað illt. Þá voru prófkjör sem óðast
að komast í tísku. Mönnum þótti þjóðráð
að koma saman lista og hafa svo í frammi
prófkjör um röðina á listanum um endan-
legt framboð. Það myndi vekja athygli og
áliuga. Það þurfti auðvitað að hafa ein-
hverjar konur til að vera með eins og
venja er. Við vorum þarna einhverjar
konur. Við vorum dálítið hrædd um að ná
ekki einu sinni tölunni sem tók þátt í próf-
kjörinu sem var um 500 manns þegar til
kosninganna kæmi. Ég gleymi aldrei
kvöldinu sem talið var í próflkjörinu. Ég
mætti á talningarstað og mér flaug í hug að
það gæti verið gaman að vera svolítið ofar-
lega. En þegar ég sá hvað verða vildi varð
ég reyndar dauðskelkuð. Ég held ég hafi
aldrei orðið eins hrædd á ævinni. Ég var
reyndar afskaplega vanbúin til að taka við
þessu hlutverki. Þetta er kannski dæmigert
fyrir hvað maður álpast út í eins og til
dæmis að verða hagyrðingur í sjónvarps-
þætti. Maður fer út í hlutina af því að mað-
ur segir ekki nei þegar maður ætti að segja
nei. Nema þegar upp var staðið þá var ég
þarna efst. Eg hefði ástæðu til að ætla að ég
sé fyrsta konan á íslandi sem hefur unnið
prófkjör. Ég sá reyndar í æviskrám Akur-
nesinga að einhver kona hafði unnið próf-
kjör 1978 og var talin fyrst kvenna til þess
en það gefur augaleið að það var tveimur
kjörtímabilum seinna. Ég veit ekki betur.
En svo náði ég kjöri í bæjarstjórn og sat
þar í átta ár. Það var afskaplega skemmti-
legur tími. Ég hefði ekki vilja missa af því.
Það gekk ekki auðvitað allt eins og maður
vildi og það sem maður kannski rekur sig
á þegar maður kemur inn í bæjarstjórn eða
inn á Alþingi, ég tala nú ekki um ósköpin,
sér maður að það sem maður taldi að hinir
hefðu átt að gera er ekki alltaf hægt því
það er nokkuð til sem er að vanta peninga.
Það verður alltaf að gera upp á milli hlut-
anna. Það var ekki alltaf af mannvonsku
36 VIKAN