Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 5
m^^mmm saumakeppni husqvarna og vikunnar mmm^^m
Vönduð saumavél
„ fyrir snið
að einfaldri flík
Lesendur hafa sýnt keppninni veruiegan
áhuga og margir hafa hringt til að spyrja
nánar út í tilhögun.
Kona hringdi og spuröi hvort senda mætti fleiri en eina
flík í keppnina, því hún sagðist ekki geta valiö á milli
tveggja.
Viö sjáum ekkert athugavert viö þaö þó sami aðili sendi
inn fleiri en eina flík. Sendiö okkur bara endilega flíkurnar
sem fyrst.
Viö höfum einnig veriö spurö hvort flíkunum veröi ekki
skiliaö aftur. Svariö viö þeirri spurningu er aö öllum flíkum
veröur skilað, hvort sem uppskriftir aö þeim koma til með
aö birtast í blaöinu eöa ekki. Aftur á móti viljum viö endur-
taka aö flíkurnar veröur aö merkja vel; helst þarf aö
sauma merkimiöa fasta innan í flíkina vegna þess að
þegar verið er aö Ijósmynda hana eöa flytja á milli staöa
getur illa festur merkimiði týnst.
Sé frekari upplýsinga þörf hikið þá ekki viö aö hringja -
verðlaunin eru þess viröi aö taka þátt því Husqvarna
Optima 190 saumavélin gerir saumaskapinn svo sannar-
lega aö leik því á hana er hægt aö sauma bæöi einfaldan
og tvöfaldan „overlock" saum, hún er meö sjálfvirkum
hnappagatasaum, hægt er að sauma meö henni alla
helstu nytjasauma, s.s. blindfald, hraðstopp, styrktan
beinan saum, og vélin er meö gír þannig aö hægt er aö
setja hana í hægagang ef vill. A henni er nálarstopptakki
sem ræöur því hvort nálin stoppar ofan í efninu eöa upp
úr. Vélin er ekki nema 61/2 kíló en er samt mjög kraftmikil
og fer t.d. auðveldlega yfir 12-14 falt gallabuxnaefni.
Kveðja,
Bryndis Kristjánsdóttir ritstjóri
Saumavélin sem veitt verður í verðlaun.
Fermingargjöfm
Pósthússtræti 13, sími 22477.
„Sjarmerandi"
satínnáttföt, jakki,
buxur og sloppur.
Sérstaklega
vandað satín,
mjúkt og létt.
Rllegir litir,
mildir eða líf-
legiraðvild.
ŒB AUGCrSINGAWONVSTAN < SIA